Árbók VFÍ - 01.06.1992, Blaðsíða 273
Stíflugerö viö Blönduvirkjun 271
dreifingu. Samhliða uppýtingunni verður að bæta í efnið öllu því vatni sem þarf til að til-
greindu rakastigi verði náð. Eftir að efnið er komið í haug þarf það að fá að standa í nægilegan
tíma til þess að rakaupptaka og rakadreifing verði sem jöfnust í öllum haugnum, Iíklega minnst
24 klst. Öll frávik frá þessu verða til vandræða fyrir framkvæmd verksins og koma niður á
gæðum þess.
Vegna grjótvinnslu voru opnaðar tvær grjótnámur, sem voru nokkuð ólíkar að gerð. I Eiðs-
staðanámunni var bergið stórstuðlað ólivínbasalt, lítið straumflögótt, en talsvert sprungið. í
vinnslu varð steinastærð allt að 2 m. Þar voru unnir 247.000 m' af grjóti, en meirihluti þess fór
í stoðfyllingar stíflanna. í þessari grjótnámu var allstór gervigígur, en efni í þeim er gjallríkur
bergmulningur. Ef gjallið er ekki mjög leirfyllt nýtist það vel sem grófsía og var svo hér. A
sama hátt nýttist gjallið undir hraunlaginu. Meira en helmingur af allri grófsíu sem þurfti í
stíflurnar var gjall úr þessari námu, eða 57.000 m3 af alls 102.000 m3. Afgangurinn kom úr að-
rennslisskurðinum, 20.000 m3, og úr haugsettu gangagrjóti við aðkomugöngin, 25.000 m3. í
grjótnámunni fyrir Blöndustítlu var sambærilegur gervigígur en fínefnahlutfallið þar var of
hátt til að unnt væri að nýta efnið á sama hátt.
í Eldjámsstaðanámunni er ólivín-þóleiítbasalt, reglulega stuðlað og heillegt að sjá, en nokk-
uð straumflögótt. Verktakinn taldi sér akk í að nýta þessa grjótnámu m.a. vegna þess að þar
fengist um 50% hærra vinnslustál, og gott grjót í fláa- og ölduvöm sem og tágrjót, en bergið
brotnaði þannig að steinastærð varð mest á bilinu 0,4-1,0 m.
Eftir fyrsta veturinn kom í Ijós við skoðun á stíflunni að grjótið úr Eldjámsstaðanámunni
hafði klofnað talsvert vegna frosts og þíðu og var því horfið frá því að nota það frekar í þessa
fyllingarflokka en áfram leyft að nota það í stoðfyllingu. Úr Eldjárnsstaðanámu voru unnir alls
114.000 m3af grjóti.
Rannsóknir á efnisnámum, sem gerðar voru áður en byggingarframkvæmdir hófust, voru all
umfangsmiklar. Megináhersla var lögð á könnun námusvæða fyrir þéttikjarna og síur, en námum
fyrir grjótvinnslu var minni gaumur gefinn. Þannig hafði aðeins ein nýtileg rannsóknarhola
með kjamatöku verið boruð á grjótnámssvæðinu, og þótt hún hafi reynst gefa bærilega rétta
mynd af Eiðsstaðanámunni hel'ði verið æskilegra að kanna grjótnámssvæðin frekar áður en til
framkvæmda kom.
6 Yfirfall við Blöndustíflu
Blöndustífla er við lok framkvæmda nú um 40 m há með krónu í 478,5 m hæð y.s en hæð yfir-
fallsins er 474,3 m y.s. Við þessa vatnshæð myndast 220 G1 nýtanleg miðlun í 39 km2 uppi-
stöðulóni. í ráði er að síðar verði Blöndustífla hækkuð um 3,5 m og yfirfallið um 3,7 m, þannig
að króna stíflunnar verði þá í 482,0 m hæð y.s. og króna yfirfallsins í 478,0 m hæð y.s. Nýtan-
leg miðlun verður þá 400 G1 í 56 knr lóni, sem eykur orkuvinnslugetu virkjunarinnar úr 610
GWh/a í 720 GWh/a.
Yfirfall Blöndustítlu sem er um 10 m há lagskipt jarðstífla, er nokkuð sérstakt að gerð,
mynd 8. Það er byggt í Lambasteinsdragi rétt vestan Blöndustíflu og í beinu framhaldi af
henni. Yfirfallið er með röðuðu stórgrýti, s.k. flúðavörn. Hönnun yfirfallsins réðst mjög af
fyrirhugaðri síðari hækkun, einkum hvað varðar þéttingu stíflukrónunnar, sem er fólgin í 2,4 m
háum timburvegg, sem myndar lárétta yfirfallsbrún í miðri stíflukrónunni og tengist ofan í
þéttikjarnann undir. Þegar yfirfallið verður hækkað verður jarðstíflan, og þar með talinn þétti-