Árbók VFÍ - 01.06.1992, Síða 280
278 Árbók VFÍ 1991/92
3 Heimildir um strandflóð
Elstu heimildir um flóð er að hafa í fornum annálum og geta þeir fyrsta flóðs árið 1199. Segja
má að annálamir séu eina uppspretta heimilda af þessum toga framan af öldum og eru þeir
mjög misgóðir að þessu leyti. Sumir annálanna eru meira eða minna uppskriftir eftir eldri ann-
álum og bæta þá sjaldnast frásögnina. Sumir eru aftur á móti nær eingöngu samtímaheimildir
og teljast almennt fyrir þá sök mun traustari. Greinilegt er að frásagnir annálanna batna, bæði
fjölgar því sem tíundað er og eins verður frásögnin ítarlegri, eftir því sem nálgast nútímann.
Þetta á reyndar við um aðrar uppsprettur heimilda einnig og almennt eru því heimildir um flóð
mun meiri og betri eftir því sem nær okkar trmum dregur.
Aðrar veigamiklar heimildir um flóð eru tímarit og blöð. Slíkar reglulegar útgáfur fóru að
líta dagsins ljós á síðustu öld og þá byrjar magn upplýsinga verulega að vaxa og batna og eins
og sést af mynd I, þá fer upplýsingum fjölgandi jafnt og þétt, alll til dagsins í dag. Það er engin
þekkt ástæða til þess að álíta að strandflóðum hafi farið fjölgandi með þessum mikla hraða. Því
verður að álíta að þetta sé nær eingöngu afleiðing af bættri skráningu, auknum og bættum
fréttaflutningi, eins og menn vita að átt hefur sér stað um nær öll málefni á þessum tíma.
A 20. öldinni kemur fyrst fram á sjónarsviðið skráning atburða af þessum toga, sem hægt er
að flokka sem hlutlausa skráningu á náttúrufarslegum atburðum og er óháð og ólituð af öðrum
sjónarmiðum, svo sem drama-
tískri tíundun á skaða eða mann-
tjóni, eða óljósu „fréttagildi“.
Hér er átt við skráningu og út-
gáfu Veðurstofu Isiands á gögn-
um um veðurfar og annað nátt-
úrufar í Veðráttunni, sem hóf
útkomu árið 1924.
Aðrar heimildir eru einkum
tvenns konar. Annars vegar eru
ferðabækur, ævisögur og ýmsar
staðbundnar frásagnir, sem birst
hafa á prenti. Hins vegar eru
málsskjöl og bréf af ýmsum toga,
sem flest eru óprentuð. Þessir
tveir hópar hafa ekki verið kann-
aðir eins og ástæða er til, en það
er mjög tímafrekt. Það má því
búast við að enn séu til flóð í
heimildum, sem ekki eru komin
Mynd 2 Fjöldi strandflóða síðustu 190 árin, eða eftir Bás- 1 leitlrnar °8 að hægl sé að bæta
endaflóðið 1799,flokkaður eftir áratugum. Dekkri hluti súlanna upplýsingar um einstök þekkt
sýnir þann hluta flóðanna sem höfðu áhrif á ströndum flóð, þó reikna megi með því að
Suðvesturlands, en þar er tíðni strandflóða Itœrri en annars yfirgnæfandi meirihluti upplýs-
staðar við landið. Þar urðu 53 af 82 flóðum alls á tímabilinu, • ^ ^omjnn (jj
eða 65%.