Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 284
282 Árbók VFÍ 1991/92
8 Náttúrulegir strandgarðar - fjörukambar
A lágum og flötum ströndum þar sem framboð er á Iausum efnum hafa öldurnar tilhneigingu
til þess að kasta upp garði úr því efni sem til staðar er eða sem þær bera inn á ströndina (mynd
5). Garðar þessir, hæð þeirra og umfang, fer eftir orku aldanna sem lenda á ströndinni og því
efnisframboði sem er til staðar. Garðarnir eru úr fínkorna efni, sandi og smámöl, ef framboð á
slíku er einungis fyrir hendi, en úr grófari möl og stórgrýti þar sem það liggur fyrir. Silt og leir
hefur mjög sterka tilhneigingu til þess að svífa í vatninu það lengi að það sest fyrst til botns á
dýpra vatni út af ströndinni, þar sem ölduróti linnir. Þetta fínkorna efni safnast því yfirleitt ekki
fyrir á opnum ströndum og þar sem mikilla sjávarfalla gætir, en það getur verið einkennisset í
lokuðum lónum. Það eru sem sagt hámarksveðrin með hæstu öldurnar og orkumestu öldukerf-
in, sem einkum ráða hæð þessara garða, en efnisframboðið setur annarri gerð þeirra mörk.
Það má segja að öldurnar hafi tilhneigingu til þess að byggja varnargarða á ströndunum, þar
sem svo háttar til. Þar sem stærð þessara garða markast af orku þeirra öldukerfa sem skella á
ströndinni, þá eru þeir afar misjafnir. Þeir eru smáir á lokuðum innhöfum, lónum og stöðu-
vötnum og þar yfirleitt einungis úr fíngerðu efni. Þeir eru stórir á opnum stormasömum strönd-
um, ef efnisframboð leyfir. Framan í stærstu görðunum eru gjaman minni garðar sem yngri og
orkuminni sjógangur hefur myndað. Þeir verða til í hverjum einstökum öldugangi og eru
óstöðugir, eyðileggjast og endurbyggjast í hverjum nýjum öldusjó.
A íslensku hefur almennt ekki verið notað neitt sérstakt orð um þessa garða. Á ensku kallast
þeir beach ridge, sem í beinni þýðingu útleggst strandgarður. Greint er á milli tveggja tegunda
af beach ridge -görðum (sjá t.d. Komar 1976). Annars vegar eru einfaldir garðar á setströnd-
Mynd 5 Myndin sýnir tvo ólíka fjörukamba. Annar er myndaðurfyrir opnu hafi og er gerður úr sandi og
smágerðri möl. Hann girðirfyrir ísalt lón, Lón íAustur-Skaftafellssýslu. Innan hans er annarfjörukambur,
sem myndast hefurfyrir austurbotni lónsins vegna öldugangs í lóninu sjálfu, þar sem öldur geta ekki orð-
ið eins orkumiklar og á úthafinu. Hann er því minni og auk þess töluvert gróinn. Á bak við hann eru smá-
tjarnir. Vegurinn liggur þvert yflr hann. Ljósm. Páll lmsland.