Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 292
290 Árbók VFÍ 1991/92
Mynd 13 Lág og flöt þangi vaxin hraunströndin á Hópsnesi endar í skerjakollum. Þessi strönd hefur
reynst mörgu fleyinu hœttuleg. Hér sést Hrafn Sveinbjarnarson III, GK II, sem strandaði þar hinn II.
febrúar 1988 á ystu skerjum. Ljósm. Páll Imsland.
straumþungi Reykjanesrastarinnar fjörunum hreinum og setlausum. Þar leikur því úthafsaldan
óbrotin við bergfótinn. Nyrðri hluti þessa strandkafla nýtur skjóls af Reykjanesskaganum fyrir
suðlægum áttum, en þær eru áhrifamestar um rof strandarinnar. Rétt undan landi við Reykja-
nes er smáeyja úr móbergi, sem kallast Karl og myndaðist í eldgosi á þrettándu öld (Magnús
Sigurgeirsson 1992). Lengra úti á Reykjaneshryggnum er önnur eyja og stærri, Eldey. Þar í
kring eru boðar og sker, allt myndað í eldsumbrotum, sumum á sögulegum tíma.
Móbergshamrar eru t.d. í Valahnúk norðan við Reykjanestá og í Festarfjalli austan Grinda-
víkur. Vestast í Krísuvfkurbjargi er einnig móberg í sjávarhömrunum.
Hraungrýtisströndin er nokkuð margvísleg. Hún er ýmist á stökum hraunum, sem runnið
hafa í sjó fram eða á rofnum hraunlagastafla. Hún er á misgömlu bergi, sums staðar nútíma-
hraunum en annars staðar á hraunum frá ísöld.
Nútímahraunin ná venjulega í sjó fram með tiltölulega flötu lítt hallandi yfirborði og eru þá
ýmist flöt og lítt brotin af sjó eða sjórinn hefur étið framan af þeim svo þau mynda að hluta til
lága sjávarhamra, innan við 10 m háa. Slíkir hamrar eru mest áberandi austan við Selvog, frá
Háaleiti austur á Flesjar, og vestan Selvogs, á milli Háabergs og Bergsenda. Einnig finnst
svona strönd úti undir Reykjanestá, í Staðarbergi, Háleyjarbergi, Krossavíkurbergi, í kringum
Valahnúk og við Önglabrjótsnef, frá Kerlingu norður í Kistuberg og svo á kafla sunnan við
Hafnir, einkum í Hafnabergi.
Þessir hamrar enda víðast hvar til beggja átta í lítt brotnu lágu hrauni, þar sem aldan sleikir
flöt hraunin, ýmist ber eða þangi vaxin (mynd 13). Stundum er þó sand- eða malarfjara framan
við hraunin, einkum í vogum og víkum. Samfelldar óbrotnar hraunstrendur eru á köflum og er