Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 339
Jarögufa sem orkugjafi 337
400 t/ári) og saltverk-
smiðjan á Reykjanesi
hafa framleitt fljótandi
koldíoxíð (kolsýru) og
þurrís úr koldíoxíðinu.
Verksmiðjan á Reykja-
nesi hefur ekki verið
starfrækt í nokkur ár
vegna óhreininda í gasi og rekstrarörðugleika verksmiðjunnar. Gasið á Hæðarenda er hins
vegar mjög hreint.
3 Ferill gufu frá holu til nýtingar
3.1 Háhitahola
Þversnið af háhitaholu og tengdum búnaði er sýnt á mynd 8. Algengast er að fjórar fóðringar
séu í slíkri holu, þrjár sem eru hver innan í annarri og eru steyptar fastar og leiðari neðst í hol-
unni:
- Yfirborðsfóðring frá yfirborði og í 50-100 m.
- Öryggisfóðring frá yfirborði og í 250 500 m.
- Vinnslufóðring frá yfirborði og í 600-1200 m.
- I neðsta hluta holunnar þar sem jarðhitavökvinn streymir inn er sérstök fóðring, svonefndur
leiðari, sem er gataður með raufum og hangir hann í enda vinnslufóðringarinnar og nær að
botni holunnar.
Háhitasvæð Þrýstingur bar-a h2o % co2 % H2S % H2 N2+CH4+Ar % %
Reykjanes 10 99,30 0,6720 0,0190 0.0017 0,0073
Svartsengi 5,5 99,80 0,1952 0,0026 0,0002 0,0020
Hveragerði 5,5 99,84 0,1380 0,0060 0,0040 0,0120
Bjarnarflag 11 99,70 0,0600 0,0600 0,1770 0,0030
Krafla 8 98,70 1,1400 0,0650 0,0800 0,0150
Tafla 2 Styrkur gastegwida í jarðgufu á háhitasvœðum.
Mynd 8 Háhitahola og gufuskilja.