Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 343
Jarðgufa sem orkugjafi 341
Allmörg tilfelli vægrar gaseitrunar af völdum brennsteinsvetnis hafa orðið hér á landi hjá
starfsmönnum sem starfa við rekstur og viðhald á háhitasvæðunum.
3.6 Vandamál tengd jarögufunotkun
I hugum margra hljóta ýmis tæknileg vandamál að takmarka notagildi jarðgufu samanborið
við gufu sem framleidd er í kötlum. Eru þá helst nefnd tæringar- og útfellingavandamál.
Reynsla sem fengist hefur hér á landi og erlendis í nýtingu jarðgufunnar sýnir aftur á móti að
vandamálin við nýtinguna eru fá og í flestum tilfellum auðyfirstíganleg. Yfirleitt er hægt að
nota hefðbundin tæki og efnisval t.d. stálpípur og venjulega vannaskipta eða þurrkara, og
gufuhverflamir eru nánast þeir sömu og lágþrýstihverflar. Enn eru upphaflegu rörin og tækin í
notkun í Kísiliðjunni eftir 25 ár og sér lítið á þeim. Gufuhverfillinn í Bjarnarflagi, sem keyptur
var 1969 notaður úr sykurverksmiðju í Bretlandi og var framleiddur 1932, er enn rekinn á
veturna. Helst þarf að huga að breytingum á hefðbundnum verksmiðjutækjum til að auðvelda
gasaftöppun úr varmaskiptum og þéttivatnslagnir þurfa yfirleitt að vera úr ryðfríu stáli. Kopar
og silfur má ekki vera í tækjum sem eru í snertingu við jarðgufu og æskilegt er að kopar í
rafbúnaði sé varinn gegn brennisteinsvetni. Jarðgufan er að mörgu leyti síst lakari en ketilgufa.
4 Gufuverð
Þegar farið er að ræða nýtingu jarðgufu er yfirleitt stutt í þá spurningu, hvað gufan kosti. Erfítt
er um svör því aðeins er einn gufusölusamningur í gildi hér á Jandi, en hann er milli Lands-
virkjunar og Kísiliðjunnar. Gufuverð samkvænrt honum er unr 2 $ á tonnið eftir að það hækk-
aði um sl. áramót. Jarðvarmaveitur ríkisins seldu gufu til Kísiliðjunnar um tuttugu ára skeið á
innan við helming þess verðs. Erlendis eru gufusölusamningar milli framleiðenda og raf-
stöðvareigenda gjarnan miðaðir við framleidda raforku og er það all miklu hærra eða 20-30
USmill/kWh. Framleiðslu- og flutningskostnaður gufu var reiknaður út á árunum 1982-83, og
er nú unnið að nýjum áætlununr um gufuverð. Þær miða við að kanna til hlítar framleiðslu og
flutningskostnað gufu í löngunr lögnunr. Upplýsingar um einstaka þætti má nýta til grófs mats
á gufuverði.
Kostnaðarþættir eru m.a.:
- Borkostnaður háhitaholu, 1.500-2.000 m djúprar er 86-132 m.kr. (einingarverð á hvem
boraðan metra 43.000 - 66.000 kr/m).
- Tengilögn í borholu 250 mm, 20 m.kr./km.
- Gufuskiljur unr 10 m.kr. fyrir hverja holu.
- Gufuæð 450 mm í þvermál, 30 nr.kr./km.
Það fer síðan eftir gæfni borhola og aðstæðum á hverjum stað hver raunverulegur kostnaður
verður.
Eftirfarandi dæmi er tekið saman til að sýna gróflega hver framleiðslukostnaður gufunnar
gæti orðið á áður óvirkjuðu háhitasvæði. Til þess að afla um 33 kg/s af gufu (samsvarar notkun
tveggja Kísiliðja) má lauslega áætla út frá meðalfköstum hola (11,2 kg/s) og að helmingur
þeirra nýtist sem vinnsluholur, að bora þurfi 6 holur 1500 m djúpar. Heildar stofnkostnaður
gæti numið um $ 13 rnillj. fyrir holur og gufuveitu. Árlegur kostnaður yrði þá um $ 1,5 millj.
Miðað við nær fulla nýtingu árið um kring gæti framleiðslukostnaður gufunnar því orðið 1,7-
2,0 $/tonn (samsvarar í varmaverði 3-3,5 USmill/kwh).
Til samanburðar má geta þess að eldsneytisverð til framleiðslu á gufu í dag er um 7 $/t með
kolum og 15 $/t í svartolíukatli, miðað við verðlag á Islandi.