Árbók VFÍ - 01.06.1992, Síða 344
342 Árbók VFÍ 1991/92
5 Framtíðarhorfur
Jarðgufa er enn sem komið er nær eingöngu nýtt til raforkuframleiðslu og nokkuð við upphitun
húsnæðis og gróðurhúsa. Dæmi um iðnaðamotkun eru fá og hefur ekkert nýtt iðnfyrirtæki hafið
rekstur með jarðgufu sem orkugjafa sl. tuttugu ár. Fyrirtækin sem nýta jarðgufu eru Kísiliðjan
og Islenska saltfélagið á íslandi, pappírsverksmiðja í Kawerau og grasþurrkun í Broadlands á
Nýja Sjálandi og bórverksmiðja í Lardarello á Italíu. Jarðgufu er víða að fá erlendis, en
samningar hafa ekki tekist til annarra nota en raforkuvinnslu og til gróðurhúsa. Gufa hefur til
dæmis verið boðin á 4 $/tonn í Suður Kaliforníú í Bandaríkjunum til niðursuðu á tómötum, en
samningar tókust ekki. Jarðhitaiðnaðurinn í veröldinni er þó í þróun þótt dregið hafi úr vextin-
um sem var 50% í raforkuvinnslu á ári á tímabilinu 1980-1990 og hefur þáttur einkafyrirtækja
aukist í seinni tíð. Þannig kaupa rafveitumar í Mexíkó (CFE) gufu núorðið af borfyrirtækjum
sem bora og vinna gufuna á eigin kostnað. Smáframleiðendum í Bandaríkjunum (independent
power producers) með 20-60 MWe stöðvar fjölgaði á tímabili og fá þeir nú um 57 USmill/
kWh fyrir rafmagnið og fyrirtækjum er heimilt að framleiða rafmagn á Nýja Sjálandi og flytja
eftir núverandi raflínum til nota í eigin verksmiðjum. Almenn stöðnun ríkir þó um þessar
mundir í iðnríkjum, sáralítil aukning er í raforkunotkun og því er lítið um nývirkjanir.
Islendingar hafa á mörgum sviðum jarðhitanýtingar verið brautryðjendur, ekki síst í notkun
jarðgufu til annarra hluta en raforkuframleiðslu og halda því fram að í háhitanum felist ónýtt
auðæfi. Félag íslenskra iðnrekenda o.fl. efndu til alþjóðlegrar ráðstefnu í Reykjavík í september
1992 til að vekja athygli á þessum möguleikum. Hafa ber þó í huga að kostnaður við varma-
orkukaup í iðnaði er yfirleitt ekki stór hluti framleiðslukostnaðar, jafnvel innan við 5%. Því
þarf margt annað að koma til. Þær verksmiðjur sem nýta jarðgufu í heiminum í dag eru t.d.
ekki að sækja ódýra gufuorku, heldur eru þær til komnar vegna nálægðar við hráefnið. Sem
stendur er orkuverð almennt lágt vegna „öfugrar olíukreppu“ og meðan svo er, telja flestir að
nokkur tími líði þar til jarðgufa nái að vekja áhuga iðnrekenda á frekari nýtingu hennar.
Á flestum háhitasvæðum er hægt að framleiða gufu með 7-10 bar þrýstingi (170-185 °C)
sem er algengur hönnunarþrýstingur fyrir gufutæki. Myndun gufupúða í Svartsengi og borun í
sjóðandi jarðhitakerfi (Nesjavellir, Bjarnarflag, Krafla) gefur einnig kost á 20 bar þrýstingi
(214 °C) án þess að verulega dragi úr afköstum vinnsluholanna. Nokkrir iðnferlar krefjast hás
hitastigs og opnast með háþrýstigufunni nýir möguleikar sem vert er að gefa gaum. Hveragerði
hefur hér nokkra sérstöðu, þar sem sökum lágs hitastigs (180-220°C) er ekki hægt að afhenda
háþrýstigufu (> 4-5 bör).
Einn þröskuldur í frekari nýtingu jarðgufunnar til iðnaðar, jafnvel þótt í smáum stíl sé, er að
hana er hvergi að fá „af stút“ í þéttbýli. Beinast liggur við að leggja gufuveitu frá Svartsengi
eða Eldvörpum til Grindavíkur og var áætlun gerð um það fyrir mörgum árum. Samningar
voru langt komnir við loðnuverksmiðju, en ekkert varð úr framkvæmdum. Hengilssvæðið býð-
ur einnig upp á vænlega virkjunarstaði til iðnaðar. Þar til jarðgufa fæst keypt til iðnaðar eða
ylræktar sem hver önnur orka, er líklegt að núverandi „pattstaða“ haldist þar sem fyrirtækin
sem gætu selt jarðgufu halda að sér höndum þar til stór viðskiptavinur er fenginn og notendur
taka ekki við sér fyrr en gufan fæst keypt á stað sem hentar til nýtingar.
Þrátt fyrir mikil gæði gufunnar eins og að framan er lýst og lágt verð virðist sem jarðgufan
verði ekki nýtt fyrr en á næstu öld til annarra hluta en raforkuframleiðslu og upphitunar. Eitt
og eitt tækifæri kann að bjóðast hér á landi en hafa verður í huga að t.d. KísiliÖjan kemst af
með gufu úr einni holu og flest eru háhitasvæðin utan byggðar.