Árbók VFÍ - 01.06.1992, Síða 348
346 Árbók VFÍ 1991/92
stað djúpt í þessum kerfum - þau eru nokkurs konar kuldapollar. Slíkir pollar verða naumast
skýrðir á annan veg en þann, að hræring vatns eigi sér stað í kerfinu og að vatnið hitni við
varmanám neðarlega í því.
Athuganir á síðustu árum hafa leitt í ljós, að mörg lághitasvæði í hinum kvartera og tertíera
berggrunni tengjast ungum brotum og sprungum. A jarðhitasvæðinu í Reykholtsdal, nánar
tiltekið við Deildartungu, sjást sprungur í lausum jarðlögum. Þær eru því greinilega frá nútíma
(Lúðvík Georgsson o.fl., 1984). Eins er með sprungur við jarðhitasvæðið við Glerárgil ofan
við Akureyri (Ólafur Flóvenz o.fl., 1984; Axel Bjömsson o.fl., 1990) og við nokkra jarðhita-
staði í uppsveitum Árnessýslu (Lúðvík Georgsson o.fl., 1988). Á Tröllaskaga norðanverðum
má sjá misgengi, sem mynda stalla í fjöllum og í dalbotnum, en þar skera þau setlagafyllingar
frá nútíma. Af því leiðir, að hreyfing hefur orðið á þessum misgengjum tiltölulega nýlega
(Haukur Jóhannesson, óbirt gögn).
Fyrir utan gagnrýni Gunnars Böðvarssonar (1982, 1983) um eðli lághitans koma fyrstu
alvarlegu athugasemdirnar við sannleiksgildi hins æstæða líkans Trausta Einarssonar fram á
ráðstefnunni „Vatnið og landið“, sem haldin var í október, 1987 (Axel Björnsson o.fl., 1987;
Ólafur G. Flóvenz o.fl., 1987; Stefán Amórsson, 1987). Frekar var hnykkt á þeim hugmyndum
sem kynntar voru á nefndri ráðstefnu í Náttúrufræðingnum (Axel Bjömsson o.fl., 1990; Stefán
Amórsson og Sigurður R. Gíslason, 1990). Fram kemur hjá síðarnefndu höfundunum, að þess
sé ekki að vænta að unnt sé að draga upp eitt líkan, sem lýsi helstu atriðum í eðli alls lághita á
íslandi. Uppruna lághitans sé að leita í einum eða fleirum af eftirtöldum ferlum:
1) Djúpu streymi grunnvatns frá hálendari stöðum til láglendari um sprungur eða aðrar
lekar jarðmyndanir.
2) Hræringu í ungum sprungum, sem myndast hafa við höggun á gömlum berggrunni
vegna spennuástands í jarðskorpunni.
3) Reki háhitasvæða út úr gosbeltunum samfara kólnun þeirra eftir að varmagjafinn dofnar
og fjarar út.
4) Við kvikuinnskot í sprungur eða lekan berggrunn, sem liggur að gosbeltunum.
Ef unnt er að finna eitthvað sameiginlegt einkenni á eðli lághita á íslandi, þá virðist það
vera það, að hann er tengdur hræringu f ungum sprungum. Sprungurnar auka lekt berggrunns-
ins, sem annars er minna eða lítið vatnsleiðandi. Ennfremur benda núverandi gögn til þess að
einstök lághitasvæði séu ekki æstæð heldur tfmabundin fyrirbæri. (Axel Bjömsson o.fl., 1990;
Stefán Amórsson og Sigurður R. Gíslason, 1990).
Nú gætu menn spurt, og réttilega: Hvers vegna er verið að eyða svo mikilli orku í að skilja
eðli og uppruna lághitans? Hvaða hagnýtt gildi hefur það? Því er fyrst til að svara, að umræða
um uppruna lághitans er ekki byggð á hugmyndum, sem eru úr lausu lofti gripnar, heldur fyrst
og fremst byggðar á jarðfræðilegum gögnum, en þar sem þessi gögn eru yfirleitt meira eða
minna ófullkomin, verður jafnan að geta í eyðumar. Það ætti þó að vera orðið ljóst hverjum
þeim, sem vinnur beint eða óbeint við nýtingu jarðhita, að verðmæti lághitans hlýtur að
tengjast mjög afli og endingu einstakra lághitasvæða. Hið æstæða líkan Trausta Einarssonar
gerir ráð fyrir írennsli á heitu vatni í svæðin á miklu dýpi og þar með, að þess sé ekki að vænta
að varmi svæðanna gangi til þurrðar. Það líkan, sem flestir aðhyllast í dag, gerir hins vegar ráð
fyrir varmanámi í rótum lághitakerfanna, þannig að varmaforði þeirra, og þar með endingar-
tími, sé takmarkaður.