Árbók VFÍ - 01.06.1992, Page 357
Lághitasvæði Hitaveitu Reykjavíkur 355
5.2 Virknilíkan
5.2.1 Breytt írennsli
Langvarandi dæling hefur breytt upphaflegu mynstri grunnvatnsstrauma að Laugarnessvæðinu.
Grunnvatn streymir nú að meira eða minna úr öllum áttum inn í þá þrýstilægð, sem vinnslan
hefur myndað í svæðið. Þetta grunnvatn er að hluta ferskvatn en að hluta sjávarblandað vatn.
Lækkun á styrk kísils og ilúors í vatni því, sem dælt er úr borholum, gefur til kynna að það
vatn, sem runnið hefur í svæðið í stað þess, sem upp hefur verið dælt, sé kalt vatn (sjá mynd 13).
Selta vatns hefur aukist í vinnsluholum vestast á svæðinu (mynd 9) eins og m.a. kemur fram
í aukningu á styrk klóríðs, en þó sérstaklega í mörgum ónotuðum borholum fyrir vestan og
suðvestan vinnslusvæðið (mynd 10). í þessum ónotuðu holum er seltan hæst á belti, sem liggur
NA-SV um Miklatorg og stefnir í Laugarnes. Seltuaukningin er mest suðvestast á þessu belti.
Reykjavíkurgrágrýtið, sem er hriplekt, liggur ofan á eldri og þéttari jarðmyndunum. Þessar
jarðmyndanir ná upp fyrir sjávarmál á Laugarnessvæðinu og austan þess, en eru neðan sjávar-
máls fyrir vestan og sunnan. Sjór getur því átt greiða leið inn í berggrunninn, þar sem Reykja-
víkurgrágrýtið nær niður fyrir sjávarmál, ef grunnvatn af landi heldur ekki á móti.
Talið er líklegt, að nefnt seltubelti vestan vinnslusvæðisins tengist sprungu í berggrunninum
og að sjórinn komist inn í þessa sprungu undir grágrýtinu suðvestan við vinnslusvæðið, þ.e. frá
Fossvogi og streymi eftir henni til norðausturs. Frá þessari sprungu leitar salta vatnið inn í
vinnslusvæðið og er þess farið að gæta í vestustu vinnsluholunum. Flins vegar hefur engra
breytinga orðið vart í austustu holunum (mynd 9).
Kalkútfellingar í dælurn hafa valdið rekstrartruflunum í þeim holum, þar sem selta hefur
aukist mest. Upphaflega var jarðhitavatnið kalkmettað. íblöndun salta vatnsins hefur valdið
hækkun á styrk kalsíums í vatninu, án þess þó að breyta sýrustigi þess. Áhrifin eru þau, að
kalkyfirmettun verður og þar með kalkútfellingar. Uppleystur kísill í jarðhitavatninu hemur
sýrustig þess og ræður því að sýrustigið breytist ekki, þótt söltu vatni með annað sýrustig sé
blandað saman við það í litlum mæli.
5.2.2 Kæling
Þrátt fyrir örvað írennsli á köldu vatni í Laugarnessvæðið í kjölfar vinnslunnar hefur vatn, sem
dælt er úr vinnsluholum, ekki kólnað sem neinu nemur frá upphafi vinnslu fyrir um 30 árum.
Kalda vatnið hefur náð að hitna upp á leið sinni um heitt berg jarðhitakerfisins að vinnsluhol-
um. Einu holurnar, þar sem marktæk kæling hefur mælst, eru RV-21 og RV-34. Þessar holur
eru vestast á vinnslusvæðinu og einmitt þær holur, þar sem seltuaukning hefur mælst mest.
Vegna kalkútfellinga í dælum þessara hola hafa þær verið lítið notaðar undanfarin ár og því er
talið mögulegt, að kæling í þeim stafi af niðurrennsli á tiltölulega köldu vatni úr grunnum
æðum, þegar ekki er dælt úr þeim.
5.2.3 Þrýstilækkun og vinnslugcta
Langvarandi dæling úr Laugarnessvæðinu hefur valdið þrýstilækkun og dregið vatnsborðið
niður í geyminum. I árslok 1967 var meðalvatnsborð komið niður í 9 m undir sjávarmáli á
vinnslusvæðinu og í árslok 1985, 49 m undir sjó. 1 þeim holum sem dælt er úr, stendur vatns-
borð allt að 30 m neðar vegna staðbundinnar lækkunnar vatnsborðs umhverfis holurnar, þar
sem vatnið myndar iðustrauma og streymið þarf að yfirvinna núningsmótstöðu í berginu.
Áhrifa vinnslu á Laugarnessvæði gætir langt út fyrir vinnslusvæðið sjálft, a.m.k. á 7 km2
svæði sem afmarkast af Barónsstíg að vestan, Miklubraut að sunnan, Holtavegi að austan og