Árbók VFÍ - 01.06.1992, Síða 358
356 Árbók VFÍ 1991/92
Laugarnestanga að norðan.
Veruleg árssveifla er á vatns-
borði geymisins í takt við dæl-
ingu. Við skammtímabreytingar
á dælingu bregst vatnsgeymirinn
þannig við, að vatnsborð lækkar
um 0,3 m, þegar dæling er aukin
um einn sekúndulítra. Við lang-
tímadælingu nær írennsli í
geyminn ekki að halda í horfinu
og því fer vatnsborð lækkandi
með tíma. Samkvæmt líkan-
reikningum mun vatnsborð
lækka úr 58 m undir sjó í árslok
1991 í 68 m um næstu aldamót,
ef vinnslan verður eins og und-
anfarin ár, um 200 1/s að meðal-
tali. Því eru takmörk sett hversu
unnt er að draga vatnsborð mik-
ið niður í jarðhitasvæðinu og í
vinnsluholum. Ef langt er gengið í lækkun vatnsborðs í vinnsluholum, kemur að því að síkka
þarf dælur og endurfóðra holurnar.
Mikil lækkun á vatnsborði í svæðinu eykur líkur á írennsli á söltu vatni, sem er óæskilegt.
Einnig örvar vatnsborðslækkunin írennsli á köldu vatni, sem að lokum mun leiða til þess, að
hiti á vatni í vinnsluholum lækkar. Lægra vatnsborð leiðir einnig til aukins raforkukostnaðar
við dælingu vatns úr vinnsluholum.
Með því að draga úr meðalvatnsvinnslu á Laugarnessvæði má auka endingartíma svæðisins
en jafnframt auka varaafl þess, sem nýtist þegar þörf krefur í kuldaköstum. Hærra vatnsborð,
sem minni meðalvinnsla hefði í för með sér, mundi einnig draga úr, jafnvel stöðva írennsli á
söltu vatni í svæðið. Ef þau mörk eru sett, að vatnsborð verði ekki dregið neðar en í 100 m
undir sjó væri við meðalvinnslu, 200 1/s, sem samsvarar 73 MW, hægt að taka allt að 49 MW
sem varaafl úr svæðinu í skamman tíma í ársbyrjun 1993, en vegna sílækkandi vatnsborðs væri
tiltækt varaafl fallið í 39 MW í ársbyrjun 2000 og 24 MW í ársbyrjun 2010. Væri dæling hins
vegar minnkuð í 120 1/s að meðaltali, sem svarar til 44 MW, hækkaði varaaflið 1112 MW í
ársbyrjun 1993, yrði um 106 MW í ársbyrjun 2000 og 97 MW í ársbyrjun 2010 (mynd 11).
I stuttu máli segja ofangreindar tölur, að verði dregið úr meðalvinnslu á Laugarnessvæði um
29 MW, úr 73 MW í 44 MW, hækkaði vatnsborð um 50-60 m og varaaflið yxi um 65-70 MW.
Við þessa breytingu á vinnslu yrði meðalvatnsborð ofan sjávarmáls og hefði það þá kosti að
draga úr, jafnvel stöðva, írennsli sjávar í svæðið. Einnig mundi rafmagn sparast vegna minni
lyftihæðar og aukið varaafl minnkar líkur á því að grípa þurfi til kyndistöðva í verstu kulda-
köstum. Annar kostur við þetta vinnsluálag er, að svæðið gæti gefið 120 1/s meðalvinnslu um
þrisvar sinnum lengur en 200 1/s meðalvinnslu og gæfi á þeim tíma af sér um tvöfalt meira
nýtanlegt orkumagn.
Mynd 11 Acellað varaafl í Laugarnessvœði við stöðuga vinnslu,
200,160 og 120 sekúnduiítra.