Verktækni - 15.08.1991, Síða 25

Verktækni - 15.08.1991, Síða 25
nieiri orku, sem mun líklega fást með næstu kynslóð af rafgeymum." Gísli heldur því fram að rafmagnið verði ofan á, sem orkugjafi fyrir bíla, vegna þess að dreifikerfið sé fyrir hendi. Hann sér fyrir sér að fólk hlaði bíla sína um leið og það leggi þeim við stöðumæla. „Þá setur fólk bílinn sinn í sarnband við tengil í stöðumælinum °g borgar fyrir rafmagn og stöðu.“ Hann segir að hvorki íslensk stjórn- völd né rafmagnsveitur hér á landi virðist hafa mikinn áhuga á að örva notkun rafmagnsbíla. Hér sé lagður þungaskattur á rafmagnsbíla og raf- ntagnsveitur selji svokallað næturraf- 'nagn á allt of háu verði til þess að notkun rafmagnsbíla borgi sig, borið saman við verð á hefðbundnu elds- neyti. Gísli segist ennfremur hafa haft áhuga á því að gera áframhaldandi tannsóknir á notkun rafmagnsbíla á íslandi eftir að hafa gert athuganir á fyrsta bílnum. „Ég hafði áhuga á að fá annan bfl, breyta venjulegum bíl hér Éeinia þannig að hann hentaði full- komlega íslenskum aðstæðum. En það var útilokað að fá peninga til þess. Það var alveg sama hvar ég drap niður fæti. Samt bað ég ekki um meiri pen- inga en samsvarar einum ráðherrabíl. Þetta áhugaleysi varð til þess að ég lét þetta niður falla og snéri mér að öðr- um verkefnum," segir hann. VETNI SEM ELDSNEYTI FYRIR BÍLA Vetni er einnig raunhæfur mögu- leiki sem eldsneyti fyrir bifreiðar. Daimler-Benz hefur gert miklar til- raunir með vetni til að knýja áfram bíla og rekur bílaflota í Berlín er geng- ur fyrir vetni. Notað er vetnisgas sem er bundið í svokallaða „málmsvampa“ eða „hydríð". BMW hefur einnig hannað bíl, sem gengur fyrir fljótandi vetni. Þjóðverjar og Kanadamenn hafa gert miklar rannsóknir á vetnisfram- leiðslu og allt bendir til þess að vetni verði notað sem eldsneyti fyrir vélar í framtíðinni, t.d. flugvélar og þotur. Vetni sem eldsneyti hefur ýmsa kosti. Brennsla á vetni veldur sáralítilli mengun, sem auðvelt er að koma í veg fyrir. Þar að auki er vetni mjög kraft- mikið eldsneyti. Ókosturinn er sá að vetni er ennþá frekar dýrt í framleiðslu miðað við annað eldsneyti. ÍSLENSKAR TILRAUNIR MEÐ LÝSI Til gamans má geta að hér á íslandi hefur Lýsi hf. gert tilraunir með lýsi sem eldsneyti í stað gasolíu. Lýsi er ágætt eldsneyti og var notað sem ljós- gjafi öldum saman. 1 tilraun Lýsis h.f. var notast við úrgangsþorskalýsi. Það var látið á eldsneytistank Scania Vab- is vörubifreiðar árgerð 1955. Vörubif- reiðin gekk ágætlega fyrir lýsinu og eldsneytiseyðslan var svipuð og um gasolíu væri að ræða. Kraftur vélar- innar var þó minni. Lýsið reyndist einnig vera of þykkt í kulda og var útbúinn spírall í eldsneytistank bílsins og kælivatn hans notað til að hita lýsið upp. í ljósi fenginnar reynslu var látið lýsi á Scania Vabis vörubifreið Lýsis hf. frá árinu 1980. Bifreiðin gekk ágætlega en krafturinn var mun minni en í gamla bílnum. Tilraunir Lýsis hf. sýna að vel er hægt að notast við lýsi sem eldsneyti fyrir vélar, þ.á.m. bílvélar sem brenna gasolíu. Vert er að gera áframhaldandi tilraunir með notkun lýsis í þessum tilgangi þó að innlent framboð á úr- gangslýsi sé frekar lítið. VERKTÆKNI 25

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.