Verktækni - 15.08.1991, Page 40

Verktækni - 15.08.1991, Page 40
Sveinn Frímannsson rafmagnstæknifræðingur: Orkusparnaður Sveinn Frímannson, rafmagns- tæknifræðingur, sendi nýlega frá sér bókina „Orkusparnaður, handbók um skynsamlega orku- notkun“. A hún að nýtast bæði fyrirtækjum og heimilum í þeirri viðleitni að draga úr orkunotkun og kostnaði. Sveinn veitti VERK- TÆKNI góðfúslegt leyfi til að birta stuttan kafla úr bókinni sem fjallar almennt um orkusparnað og fer hann hér á eftir: Hér á landi hefur ekki verið lögð mikil áhersla á að spara orku. Hvatn- ing til orkusparnaðar hefur einkum snúist um að draga úr olíunotkun við húshitun með því að bæta nýtni kynditækja og bæta einangrun húsa. Ástæða þessa er einkum sú að verð á olíu hefur hækkað mikið á liðnum tveimur áratugum. Verulegur árangur náðist á þessu sviði og olíunotkun var víða hætt og þess í stað farið að nota rafmagn eða jarðhita. Þá eru nú í byggingareglugerðum strangar reglur um hitaeinangrun húsa. Minna hefur verið gert til þess að hvetja til sparnaðar á raforku eða heitu vatni — ef til vill vegna þess að þetta eru innlendir orkugjafar og framboð þeirra oftast nægjanlegt. Af hálfu þeirra sem framleiða og selja þessa innlendu orkugjafa hefur auk- inni eftirspurn eftir orku verið mætt með því að auka framboðið og lítið hirt um að leiðbeina notendum um að takmarka notkunina. Hefur gjarnan verið litið á það jákvæðum augum ef orkunotkun hefur aukist. Orkunotk- un hér á landi er með því mesta sem um getur ef miðað er við íbúafjölda og hefur það jafnvel verið talið til marks um þá velmegun sem ríkir hér á landi. Víða erlendis er þessu öfugt farið. Þar er stjórnvöldum og orkuveitum jafnt sem fyrirtækjum og heimilum það kappsmál að draga úr orkunotkun eins og frekast er unnt. Ástæðurnar eru tvíþættar: orkugjafar verða sífellt dýrari og einnig hitt að allri orku- vinnslu og orkunotkun fylgir um- hverfismengun sem draga verður úr eins og kostur er. Viðhorf orkuframleiðenda erlendis gagnvart orkusparnaði eru nú þau að jafngott sé að verja fé í áróður og hvatningu til orkusparnaðar og draga þannig úr aukinni eftirspurn eins og að byggja ný orkuver og dreifikerfi til þess að geta annað hinni auknu eftir- spurn. Hingað til lands hefur þessi nýja hugsun ekki náð enn sem komið er. Ef að líkum lætur munu sjónarmið umhverfisverndar varðandi orku- vinnslu og orkunotkun vaxa hér á landi sem annars staðar á næstu árum- Á seinni árum hefur þó skilningur orkunotenda og áhugi vaxið á því að spara má orku og hugsar þá hver um sinn hag. Þótt hér, í landi vatnsork- unnar og jarðhitans, sé orkuverð sums staðar lágt í samanburði við önnur lönd fæst orkan þó ekki ókeypis. Ætla Framhald á bls. 55 HLUTUR STORIÐJU Við áramótin 1983-1984 samþykkti ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar að gerð skyldi umfangsmikil könnun á framtíðarhorfum í landinu næsta aldarfjórðung á eftir. Verkinu var skipt á sextán hópa eftir viðfangsefnum. Einn hópurinn fékk það hlutverk að íjalla um orkubúskap ís- lendinga og var skýrsla hans gefin út á bók fyrir fjórum árum. Jakob Björnsson, orkumálastjóri, var formaður Orkuhópsins, sem svo var nefndur, en einnig áttu sæti í honum Birgir Arnason, hagfræðingur, frá Þjóðhagsstofn'' un, Hermann Sveinbjörnsson, deildarsú'óri, frá Iðnaðarráð- uneytinu og Jón Vilhjálmsson, deildarstjóri Orkubúskapar- deildar, frá Orkustofnun. í lok skýrslunnar spá fjórmenningarnir því að stóriðja muni hafa afgerandi áhrif á útflutningstekjur okkar í framtíðinni; jafnvel að hlut- deild stóriðjuafurða í útflutningaframleiðslu árið 2010 gæti orðið næst- um því sú sama og hlutdeild sjávarafurða, eins og lesa má út úr töflunni: Tafla 1. Hlutdeild nokkurra afurðategunda í tekjum íslendinga af vöruútflutningi 1985 og 2010. 1985* 2010 Upphæð Skipting % Upph Stóriðjuafurðir Sjávarafurðir Annað Samtals ’Utflutningstekjur í heild settar 1,000 og aðrar útflutningstekjur í hlut- falli við það. Skipting útflutningatekna eftir afurðum er meðalskipting áranna 1980-1984 til að útiloka áhrif skammtímasveiflna á skiptinguna. Upphæð Skipting % Upphæð Skipting % 0,158 15,8 1,004 37,7 0,727 72,7 1,091 40,9 0,115 11,5 0,571 21,4 1,000 100,0 2,666 100,0 40 VERKTÆKNI

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.