Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 40

Verktækni - 15.08.1991, Blaðsíða 40
Sveinn Frímannsson rafmagnstæknifræðingur: Orkusparnaður Sveinn Frímannson, rafmagns- tæknifræðingur, sendi nýlega frá sér bókina „Orkusparnaður, handbók um skynsamlega orku- notkun“. A hún að nýtast bæði fyrirtækjum og heimilum í þeirri viðleitni að draga úr orkunotkun og kostnaði. Sveinn veitti VERK- TÆKNI góðfúslegt leyfi til að birta stuttan kafla úr bókinni sem fjallar almennt um orkusparnað og fer hann hér á eftir: Hér á landi hefur ekki verið lögð mikil áhersla á að spara orku. Hvatn- ing til orkusparnaðar hefur einkum snúist um að draga úr olíunotkun við húshitun með því að bæta nýtni kynditækja og bæta einangrun húsa. Ástæða þessa er einkum sú að verð á olíu hefur hækkað mikið á liðnum tveimur áratugum. Verulegur árangur náðist á þessu sviði og olíunotkun var víða hætt og þess í stað farið að nota rafmagn eða jarðhita. Þá eru nú í byggingareglugerðum strangar reglur um hitaeinangrun húsa. Minna hefur verið gert til þess að hvetja til sparnaðar á raforku eða heitu vatni — ef til vill vegna þess að þetta eru innlendir orkugjafar og framboð þeirra oftast nægjanlegt. Af hálfu þeirra sem framleiða og selja þessa innlendu orkugjafa hefur auk- inni eftirspurn eftir orku verið mætt með því að auka framboðið og lítið hirt um að leiðbeina notendum um að takmarka notkunina. Hefur gjarnan verið litið á það jákvæðum augum ef orkunotkun hefur aukist. Orkunotk- un hér á landi er með því mesta sem um getur ef miðað er við íbúafjölda og hefur það jafnvel verið talið til marks um þá velmegun sem ríkir hér á landi. Víða erlendis er þessu öfugt farið. Þar er stjórnvöldum og orkuveitum jafnt sem fyrirtækjum og heimilum það kappsmál að draga úr orkunotkun eins og frekast er unnt. Ástæðurnar eru tvíþættar: orkugjafar verða sífellt dýrari og einnig hitt að allri orku- vinnslu og orkunotkun fylgir um- hverfismengun sem draga verður úr eins og kostur er. Viðhorf orkuframleiðenda erlendis gagnvart orkusparnaði eru nú þau að jafngott sé að verja fé í áróður og hvatningu til orkusparnaðar og draga þannig úr aukinni eftirspurn eins og að byggja ný orkuver og dreifikerfi til þess að geta annað hinni auknu eftir- spurn. Hingað til lands hefur þessi nýja hugsun ekki náð enn sem komið er. Ef að líkum lætur munu sjónarmið umhverfisverndar varðandi orku- vinnslu og orkunotkun vaxa hér á landi sem annars staðar á næstu árum- Á seinni árum hefur þó skilningur orkunotenda og áhugi vaxið á því að spara má orku og hugsar þá hver um sinn hag. Þótt hér, í landi vatnsork- unnar og jarðhitans, sé orkuverð sums staðar lágt í samanburði við önnur lönd fæst orkan þó ekki ókeypis. Ætla Framhald á bls. 55 HLUTUR STORIÐJU Við áramótin 1983-1984 samþykkti ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar að gerð skyldi umfangsmikil könnun á framtíðarhorfum í landinu næsta aldarfjórðung á eftir. Verkinu var skipt á sextán hópa eftir viðfangsefnum. Einn hópurinn fékk það hlutverk að íjalla um orkubúskap ís- lendinga og var skýrsla hans gefin út á bók fyrir fjórum árum. Jakob Björnsson, orkumálastjóri, var formaður Orkuhópsins, sem svo var nefndur, en einnig áttu sæti í honum Birgir Arnason, hagfræðingur, frá Þjóðhagsstofn'' un, Hermann Sveinbjörnsson, deildarsú'óri, frá Iðnaðarráð- uneytinu og Jón Vilhjálmsson, deildarstjóri Orkubúskapar- deildar, frá Orkustofnun. í lok skýrslunnar spá fjórmenningarnir því að stóriðja muni hafa afgerandi áhrif á útflutningstekjur okkar í framtíðinni; jafnvel að hlut- deild stóriðjuafurða í útflutningaframleiðslu árið 2010 gæti orðið næst- um því sú sama og hlutdeild sjávarafurða, eins og lesa má út úr töflunni: Tafla 1. Hlutdeild nokkurra afurðategunda í tekjum íslendinga af vöruútflutningi 1985 og 2010. 1985* 2010 Upphæð Skipting % Upph Stóriðjuafurðir Sjávarafurðir Annað Samtals ’Utflutningstekjur í heild settar 1,000 og aðrar útflutningstekjur í hlut- falli við það. Skipting útflutningatekna eftir afurðum er meðalskipting áranna 1980-1984 til að útiloka áhrif skammtímasveiflna á skiptinguna. Upphæð Skipting % Upphæð Skipting % 0,158 15,8 1,004 37,7 0,727 72,7 1,091 40,9 0,115 11,5 0,571 21,4 1,000 100,0 2,666 100,0 40 VERKTÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/900

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.