Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 4

Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 4
Hitt og þetta um mjólkurmálið í síðasta tbl. Ncytendablaðsins sögðum við frá því, að við hefðum gcfið því gaum að ekki væri alltaf tilskilið magn mjólkur í hyrnunum og að Mjólkursamsalan hefði lofað að bæta hér um. Nú er ný vcl komin i Mjólkurstöðina, sem á að bæta hér úr. Ekki þora forstöðumenn hennar alveg að ábyrgjast, að mannleg mistök geti ekki enn þá átt sér stað við áfyllingu hyrnanna en telja líkurnar á því vera miklu minni en áður. Skrifstofu Neytendasamtakanna hefur nýlega enn þá cinu sinni borizt kvörtun um of lítið magn mjólkur í hyrnunum, en sá, sem kvartaði, lét ekkert sönnunargagn af hcndi. Lausleg athugun virðist gefa til kynna, að hyrnurnar séu núna sæmilega fylltar, en þetta verður þó aðeins að teljast staðhæfing, ekki staðreynd, og telji einhver neytandi vera alvarlegan misbrest á því, að tilskilið magn mjólkur sé í hyrnunum, er hann beðinn að láta skrifstofu Neytendasamtakanna vita. Nýlega barst skrifstofu Neytendasamtakanna kvörtun frá þorpi all- langt frá Reykjavík vegna mjólkurinnar þar. Þetta þorp er einn þeirra gósenstaða, þar sem mjólkin er ekki seld í hyrnum. Neytendur hafa hins vegar fjölbreytt val mjólkurumbúða og geta annað hvort keypt mjólk í 10 lítra kössum eða 1 líters plastpokum. Auk þess er engin mjólkurbúð á staðnum til að cinoka mjólkursöluna heldur geta kaup- endur fengið mjólkina í sömu verzluninni og þeir geta fengið kjötið, sykurinn og nærfötin. Kvörtunin var þess efnis, að mjólkin í 1 líters plastpokunum fengi gjarnan þráabragð eða jafnvel plastbragð. Mjólkin var aðflutt úr öðru þorpi nokkurn spöl í burtu. 4 NEYTENDABLAÐIÐ

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.