Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 8

Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 8
ursliortsins, er Mjólkursamsalan alls ekki rétti aðilinn heldur yfirstjóm ktndbúnaðarmála. — Vafasamt er hins vegar hvort nokkur aðili hefði getað hindrað allan mjólkurskort í vetur sunnanlands, með tilliti til þess árferðis, sem þar hefur ríkt í sumar. Mjólkursamsalan í Reykjavík ákvað þá að hefja tilraunir með fram- leiðslu mjólkur úr undanrennudufti og smjöri. Slíkar tilraunir hafa verið framkvæmdar í Noregi, nánar tiltekið nyrzta héraði landsins, Finnmörk, þar sem er mjólkurskortur að staðaldri. Þar hefur verið seld ,,blönduð“ mjólk, sem er venjuleg nýmjólk að 70—90% og „endur- byggð" mjólk (úr undanrennudufti og smjöri) að 10—30%. Þessi mjólk hefur reynzt mjög vinsæl; neytendur vildu „blönduðu" nrjólkina engu síður en nýmjólk.Bragðmunur er lítill eða enginn og efnin þau sömu; aðeins örlítið minna fituinnihald er í „blönduðu" mjólkinni og meira eggjahvítuefni. A grundvelli reynslunnar í Noregi ætlar Mjólkursamsalan í Reykja- vík að hefja framleiðslu „blandaðrar" mjólkur. Hér er ekki um að ræða „mjólk útþynnta með vatni“ eins og skilja má í lesendadálkum sumra dagblaðanna. Þetta á að vera mjólk blönduð úr venjulegri ný- mjólk, — nýmjólkin verði 75—80%, og úr „endurbyggðri" mjólk, sem verði 20—25%. Þegar og./eða þar sem mjólkurframleiðsla er meiri en nemur eftirspurn eftir drykkjarmjólk, er hluti nýmjólkurmagnsins skil- inn í rjóma og undanrennu, og undanrennan síðan þurrkuð þannig að úr verði undanrennuduft. Þegar mjólkurskortur verður, er undanrennu- dufti, vatni, og smjöri blandað saman, og útkoman verður „endur- byggða“ mjólkin. Á þennan hátt telja forstöðumenn Mjólkursamsölunnar sér kleyft að forðast mjólkurskort á sölusvæði sínu án þess að gæði mjólkurinnar minnki. Það liggur ljóst fyrir, að „blönduð" mjólk telzt algert neyðarúrræði. Eðlilegast er auðvitað að fá drykkjarmjólk án þess að hún sé á einhverju þrepi vinnslunnar skilin í rjóma og undanrennuduft. Slíkur vinnslu- kostnaður getur hvorki verið neytendum né framleiðendum í hag. En á íslandi í heild er framleitt nægilegt magn mjólkur miðað við allt árið; um leið framleiða sumir landshlutar of litla mjólk á ákveðn- um árstíma. Nýmjólk geymist illa, en hins vegar er auðvelt að geyma smjör og undanrennuduft óskemmt. Með þessi atriði i huga má telja „blandaða “ mjólk réttlætanlegt neyðarúrræði, en þó aðeins ef hægt er að stilla kostnaðinum við gerð hennar í hófi. Aukakostnaður við vinnslu „blandaðrar" mjólkur í Noregi var 21 eyrir norskur á hvern líter, eða sem samsvarar kr. 2,60 íslenzkum. Þegar 8 NEYTENDABLAÐIÐ

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.