Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 18

Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 18
Fullnægja verður þegar í stað eftirspurn neytenda eftir 2 lítra fernum. Þegar í stað ætti að hefja framleiðslu á mjólk í 1 líters fernum og má þá sjá, hvort neytandinn vill borga kr. 1,10 á líter til að losna við hyrnuna. Hér á neytandinn sjálfur að dæma, ekki Mjólkursamsalan, og þá sézt hvort hyrnan er eins óvinsæl og margir vilja halda fram. Hyrnan er tvímælalaust ódýrasta umbúð úr pappa og plasti, sem nú þekkist, en hvað metur neytandinn mikið gæði hennar í samanburði við verð? Um það á salan að dæma. Ef sala á mjólk í Tetra Brick umbúðum hefst, má alls ekki hætta strax sölu á mjólk í fernum (Tetra Rex). Fernurnar hafa víða um heim reynzt mjög vinsælar mjólkurumbúðir, og ástæða er til að ætla að ísland sé hér ekki undantekning. Reyna mætti hvor umbúðateg- undin, Tctra Brick og Tetra Rex (fernur), seljist betur með því að hafa háðar á boðstólum í takmarkaðan thna, segjum Vi—1 ár, og taka eftir þennan reynslutíma þá umbúðartegund af markaðnum, sem síður selzt. 18 NEYTENDABLADIÐ

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.