Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 22
komulaginu þar og Hressingarskálanum (nema á TröS er ekki seldur
heitur matur). Augsýnilegt er, að þörf er á endurskoðun laganna um
veitingasölur.
Við urðum því að búa til nýja flokkun og kalla allt veitingahús
(„restaurants"), þar sem gestir sátu við sérstakt borð og gátu haldið
sér sæmilega aðgreindum frá öðrum gestum og starfsfólki. Andstæðan
við „restaurant"* var veitingastaður, þar sem gesturinn sat við af-
greiðsluborðið og sötraði þar kaffið og borðaði rúnnstykkið, þetta nefn-
ist á flestum erlendum málurn „snack bar“, sem e. t. v. gæti heitið hér
veitingastofa. Afgreiðsla á „snack bar“ var einföld í sniðum, þar sem
viðskiptavinurinn sat við afgreiðsluborðið, en á „restaurant" gat bæði
verið um sjálfsafgreiðslu og framreiðslu að ræða.
Einn stað áttum við í erfiðleikum með að flokka, en það var Sæla
Café. Meðal almennings heitir slíkur staður einfaldlega matsölustaður
og er algengur sums staðar í Reykjavík. Hér er um að ræða ódýrt
veitingahús með sjálfsafgreiðslufyrirkomulagi.
Kaffið var ýmist selt í sérstökum könnum eða einstökum bollurn.
Könnurnar liöfðu mismunandi mikið kaffimagn, eða fyrir 2—4 bolla.
Á þessu má greinilega sjá að kaffiveitingar í könnum eru fullkomnari
þjónusta en kaffiveitingar í einstökum bollum.
Veitingastaðirnir voru mjög misjafnir að öllurn búnaði.
Þcgar haft er í huga hvort á veitingastaðnum var sjálfsafgreiðsla eða
framreitt á borðin, er rétt að athuga að veitingastaðirnir telja fram-
reiðslu- (þjónustu) gjaldið vera 15% af verðinu. Þess vegna er:
Af 50 krónum framreiðslugjaldið 7,50.
— 60 — — 9,00.
— 70 — — 10,50.
— 80 — — 12,00.
Hér fylgir með tafla um hina ýmsu veitingastaði. I dálki 1 er nafn
og staðsetning staðarins. f dálki 2 er tegund veidngastaðarins nefnd
R = „restaurant", SB = „snack bar“, eins og að framan hefur verið
skilgreint. f dálk 3 er verðið á kaffinu og rúnnstykkinu. í dálk 4 er
sagt frá því hvort kaffið hafi verið selt í könnurn eða bollum. í dálk
5 er sagt frá hvort um sjálfsafgreiðslu eða framreiðslu var að ræða.
í dálk 6 hvort ábót fengist án viðbótargreiðslu. í dálk 7 hvort á veit-
ingastaðnum sé einnig seldur heitur matur og hvort þar séu vínveit-
ingar. í dálk 8 eru tilgreind önnur atriði, sem nauðsynlegt þykir að
taka fram, eins og um húsnæði og húsbúnað.
Meira þarf ekki að segja um þessa töflu, lesendur geta dæmt um
hana sjálfir.
22
HEYTEHDABLAÐIÐ