Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 24

Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 24
Fró sveit í borg. Oll vestræn [ijóðfélaög hafa á skömmum tíma breyzt úr sveitaþjóð- rélögum í borgarþjóðfélög. Þetta á jafnt við um ísland og Bandaríkin. Þessi breyting hefur skapað mikið tóm í þekkingu manna á fram- leiðsluvörum. A síðustu 50 árum, meðan nútímatækni hefur ekki að- eins tekið nútímamanninn burt frá bóndabænum heldur einnig fyllt líf hans með nýjum og flóknum framleiðsluvörum, hefur vandamálið við að öðlast þekkingu, sem þörf er á, til að geta valið og notað þessar framleiðsluvörur, verið falið í hendur auglýsingarmanna, sem eru í þjónustu seljenda. Þetta hefur að sjálfsögðu haft í för með sér mjög einhliða upplýsingar um vöruna, seljandinn ákveður hvaða upplýs- ingar henta, til að kaupandinn festi kaup á vörunni, en kaupandinn hefur hins vegar litla möguleika að komast að raun um gildi vörunnar eins og það er frá sjónarmiði hans.2) Frœðslugildi auglýsinga. Forsenda auglýsinga og afsökun er „fræðslustarfsemi" um vöruna, en þessi „fræðslustarfsemi" getur í núverandi formi alls ekki talizt óhlutdræg. En auglýsingar eru miklu meira en „fræðslustarfsemi", í auglýsingum felast öll hugsanleg brögð til að fá vöruna selda, og þess vegna fjalla auglýsingarnar oft um margt annað cn vöruna, sem er á boðstólum. „Margt fólk, sem starfar við auglýsingastarfsemi og margir framleiðendur, trúa því ekki að staðreyndir um framleiðsluvöruna geti verið athyglisverðar og aðlaðandi. Það er auðveldara að sýna eitthvað grimmt dýr stökkva út úr þvottaefnispakka, en gefa sannfærandi ástæð- ur sem studdar eru staðreyndum, um gildi framleiðsluvörunnar."3) Skírstotun til tilfinninga fremur cn skynsemi kaupanda er því eitt höfuðeinkenni auglýsinga. Fáfræði og hleypidómar eru miskunnar- laust notaðir. Dæmi hér á íslandi eru mýmörg, svo sem „þvotturinn verður „hvítari, hvítari og hvítari“; „hreinsar eins og hvítur storm- sveipur"; „silkimjúkir ljósir lokkar“; og frá Danmörku höfum við þennan texta á viskýauglýsingu: „Hundurinn hans, konan hans, viskíið hans'. Gildi myndarinnar. Texti auglýsingarinnar veitir gjarnan mestu upplýsingarnar um vör- una, en hann veitir um leið takmarkaða möguleika til fölsunar. Hér hefur myndformið ótvíræða kosti fram yfir textann. Hvert einasta orð, sem sagt er, getur verið satt og rétt, en myndin, sem fylgir og kemur stundum upplýsingunum ekkert við, getur veitt auglýsingunni fyrst og fremst gildi. 24 WEYTENDABLADIÐ

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.