Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 27

Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 27
í gula, skæra pakkanum væri allt of sterkt, — i sumum tilfellum hafði það raunar eyðilagt fötin. Um þvottaefnið í bláa pakkanum kvörtuðu húsmæðurnar hins vegar, að það væri allt of veikt og fötin væru eftir sem áður óhrein. Þriðji pakkinn, sem hafði að áliti sérfræðinga rétt jafnvægi blárra og gulra lita, fékk mjög hagstæða dóma. Konurnar notuðu orð eins og „gott“, „dásamlegt", þegar þær lýstu áhrifum þessa þvottaefnis á fötin.4) Auglýsingar stuðla að einokun. Auglýsingar hjálpa framleiðendum, sem hafa mikið fjármagn til auglýsingarstarfsemi, til að útrýma keppinautum og öðlast með því einhvers konar einokunaraðstöðu. Skýrast kemur þetta fram í Banda- ríkjunum. Þar jukust heildarútgjöld til auglýsinga úr u. þ. b. 6 millj- örðum dollara árið 1950 í 13 milljarðir dollara árið 1962 og er ekki ólíklegt að 1969 séu heildarútgjöld til auglýsinga í Bandaríkjunum 20 milljarðir dollara, eða um 100 dollarar á hvert mannsbarn þar. Megin- hluti aukningarinnar í auglýsingaútgjöldum hefur farið til sjónvarps- auglýsinga. Eitt stærsta sápuframleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum, „Procter & Gambler“, eyddi árið 1967 177 milljónum dollara í auglýsingar og þar af fóru 90% í sjónvarpsauglýsingar. 1963 útbjó fyrirtækið „General Motors“ sjónvarpsþáttinn „Bonanza“ til að hafa með auglýsingum sínum, og var kostnaðurinn við gerð hans 6 milljónir dollara. Þetta var 4 sinnum stærri upphæð en keppinautur „General Motors“, „American Motors“, gátu árið 1963 sett í allar sjónvarpsauglýsingar sínar. „Eins og mörg önnur fyrirtæki, sem vantar fjármagn í auglýs- ingasamkeppnina, eiga „American Motors" nú í miklum fjárhags- örðugleikum.“B) Þessi einokun, sem hlýzt af völdum auglýsinga og þá einkum sjón- varpsauglýsinga, eyðileggur frjálsa samkeppni, þeir stærstu auka hlut- deild sína á markaðnum á kostnað þeirra minni. Þetta stafar ekki lengur af því að stærstu fyrirtækin geti vegna stærðarinnar sýnt meiri hagkvæmni í rekstri, stærð fyrirtækja hafði yfirleitt náð því takmarki, sem hagkvæmni sagði til um. Ástæðan er einföld: Auglýsingar á vöru- merkjum. Á tóbaksmarkaðnum í Bandaríkjunum hafa 4 stærstu fyrirtækin í þeirri grein aukið hlutdeild sína úr 40 í 60%, á þvottavélamarkaðnum þau 4 stærstu úr 40 í 80% og á bifreiðamarkaðnum þau 4 stærstu úr 55 í 80% eftir að sjónvarpsauglýsingar urðu mikilvægar.0) „Fyrir utan hvatningu til eyðslu og tilrauna til að eyðileggja dómgreind neytenda, NEYTENDABLADIÐ 27

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.