Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1969, Qupperneq 30

Neytendablaðið - 01.10.1969, Qupperneq 30
auglýsendur, þ. e. seljendur, mörg tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum áleiðis. Sem sagt: Ótvíræður hagnaður fyrir seljendur, tap fyrir kaupendur. M. a. vegna reynslunnar í Bretlandi eru neytendasamtök á Norður- löndum mjög á móti þvi, að sjónvarpsauglýsingar verði leyfðar í lönd- um þeirra. Raunar berjast neytendasamtök um allan heim á einn veg eða annan á móti sjónvarpsauglýsingum. ■ Tíð röksemd gegn sjónvarpsauglýsingum er að þær ógni frelsi ein- staklingsins og friðhelgi heimilisins. Vilji einstaklingurinn ekki sjá auglýsingu í blaði eða tímariti, getur hann einfaldlega sleppt að lesa hana. Sjónvarpsauglýsingar eru hins vegar hluti af samfelldri dagskrá og miklu erfiðara að komast hjá því að sjá 'þær en venjulegar auglýs- ingar, og því ráðast þær meir inn í einkalíf manna. Reynslan erlendis af sjónvarpsauglýsingum er því í höfuðatriÖum þessi: -k Engar auglýsingar geta blekkt eins vel og sjónvarpsauglýsingar. -!= Engar auglýsmgar ráðast eins mikið inn í einkalíf manna og sjónvarpsauglýsingar. 'l' Sjónvarpsauglýsingar eru einu auglýsingarnar, sem geta haft mikil áhrif á börn. 'í- Sjónvarpsauglýsingar stuðla að einokunarmyndun. Sjónvarpsauglýsingar geta gert sjónvarpsstöðvar óeðlilega hlynnt- ar seljendum í samskiptum þeirra við neytendur, þegar dagskrá er valin. íslenzka sjónvarpið og auglýsingatekjur. Gunnar Vagnsson, fjármálastjóri ríkisútvarpsins, hefur gefið Neyt- endablaðinu eftirfarandi upplýsingar: Aðaltekjur íslenzka sjónvarpsins árið 1968 skiptust þannig: Afnotagjöld kr. 61.083.093. Auglýsingatekjur kr. 6.540.667. Auglýsingar voru því 1968 um 10% af aðaltekjum sjónvarpsins en afnotagjöldin um 90%. Á árinu 1969 er búizt við allmikilli aukningu á auglýsingatekjum, og telur fjármálastjóri ríkisútvarpsins, að þær fari ekki undir 10—11 milljónum króna. Tekjur afnotagjalda munu einnnig aukast mikið. 1968 voru greidd afnotagjöld af 27—28.000 sjónvarpstækjum, en voriÖ 1969 voru skráð sjónvarpstæki orÖin um 32.000. Er búizt við að á árinu 1969 verði greidd afnotagjökl af allt að 33.000 sjónvarpstækjum, sem þýðir aukningu um 5—6000 tækja frá árinu 1968, eða um 20%. Þetta þýðir um 12 milljón króna hækkun í tekjum af afnotagjöldum: 30 NEYTENDABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.