Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 38

Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 38
Jóhann Kúld: Góð meðferð á neyzlufiski nauðsynleg Þrátt fyrir það, að við búum við mjög góð fiskimið og sóknin á miðin sé yfirleitt stutt, þá er því ekki að heilsa að við höfum á borðum daglega jafngóðan eða betri nýjan fisk heldur en margar þær þjóðir, sem hafa mikíð verri skilyrði til þess en við. Orsökin til, að ástandið í þessum efnum er svo lélegt hér, sem raun ber vitni, er sú, að meðferð á nýjum fiski er mjög ábótavant bæði á sjó og landi. Tökum til dæmis fiskveiði- og fiskiðnaðarland eins og Noreg. Þar eru í gildi reglugerðir í bæjum og borgum, sem ákveða meðferð og gæði þess nýja neyzlu- fisks, sem leyfilegt er að selja á innanlandsmarkaði. Hvert markaðs- svæði hefur sína reglugerð. En allar þessar reglugerðir eiga það sam- eiginlegt, að þær gera enn strangari kröfur en sjálft ríkisfiskmatið. — Norska ríkismatið er það strangt, hvað viðkemur meðferð og vinnslu á nýjum fiski, að mikið vantar á, að hér séu gerðar hliðstæðar kröfur. Þar er t. d. allur fiskur settur í kassa á miðunum. Undantekning frá þessu eru aðeins smábátar, þar sem ekki er hægt að koma kössum við. Fiskur er þar undantekningarlaust kældur niður með ís strax á mið- unum, nema yfir köldustu mánuði ársins. Þá er fiskurinn líka slægður og þveginn áður en hann er ísaður. Óslægðan fisk er ekki leyfilegt að koma með að landi, þó að bátur landi fisknum á sama sólarhring og hann er veiddur, nema köldustu mánuði ársins. Þegar við berum þetta saman við meðferð á fiski hér á landi, má öllum vera sjáanlegt, að við eigurn mikið eftir ólært í þessum efnum. Ef Neytendasamtökin vilja koma á umbótum, hvað viðkemur meðferð og gæðum á nýjum fiski, sem hér er seldur á innanlandsmarkaði, þá álít ég, að þau verði að fara svipaða leið og farin hefur verið í öðrum menningarlöndum í þessu efni, að fá samþykkta reglugerð, t. d. í borg- arstjórn Reykjavíkur, þar sem ákveðin er öll meðferð á neyzíufiski ásamt lágmarksgæðum þess fisks, sem seldur er á borgarsvæðinu. Engin slík reglugerð er til hér fyrir innanlandsmarkaðinn og væri mikil þörf 38 NEYTENDABLAOIÐ

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.