Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 41

Neytendablaðið - 01.10.1969, Side 41
Fisksala og neytendur Síðastliðinn vetur ákvað stjórn Neytendasamtakanna að beita sér fyrir úrbótum í fisksölumálum, einkum í Reykjavík. Þann 14. marz 1969 var borgarstjórn Reykjavíkur sent sérstakt bréf um þetta efni. Höfuðatriði bréfsins voru kröfur um betri meðferð á fislú áður en hann kæmi í fiskhúðirnar. Þessi atriði þarf einkum að leggja áherzlu á: Að fiskurinn verði þegar á miðum settur í sérstaka kassa. — Talið cr, að fiskur skemmist eins mikið við að vera kastað til í einni upp- skipun og hann skemmist á einum sólarhring í slæmum geymslum. Að þess verði ávallt gætt að fiskurinn verði nægilega kældur, kæld- ur með ts á miðunum, einkum um sumarmánuðina, og geymdur í góðu kælirými t fiskbúðurmm. Erindi Neytendasamtakanna er annars í öllum höfuðatriðum sam- hljóða grein jóhanns Kúlds um meðferð á neyzlufiski hér t blaðinu. Borgarráð sendi erindi Neytendasamtakanna til heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, sem þegar tók málið til athugunar og hélt nokkra fundi um það, og var fulltrúi Neytendasamtakanna þar viðstaddur. Hafði heilbrigðisnefndin mikinn áhuga á úrbótum í fiskdreifingarmálum Reykjavíkur, en taldi sig fremur lítið geta gert. 11. júní 1969 barst Neytendasamtökunum bréf frá Borgarstjóraembættinu og fylgdi með umsögn Borgarlæknisembættisins um erindi Neytendasamtakanna. — Undirritaði Þórhallur Halldórsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkurborgar, umsögnina. Ekki er hægt að birta umsögnina orðrétta hér, en nokkur mikilvæg' atriði hennar verða rakin hér ásamt athugasemdum Neytendablaðsins. Heilbrigðisyfirvöld eru sammála því, að æskilegt sé að fiskurinn sé settur í kassa strax á miðunum, en telja erfiðleika vera við framkvæmd- ina, t. d. kostnaðarauka. Orðrétt stendur: „Nú er þó fyrirhugað að í sumar (þ. e. 1969) verði gerður út bátur frá Vestmannaeyjum, sem mun gera tilraunir með annars vcgar að ísa fiskinn í kössum um borð NEYTENDABLAÐIÐ 41

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.