Neytendablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 46

Neytendablaðið - 01.10.1969, Blaðsíða 46
sem hafa sérstaka samninga við báta fá ýsuna á svo lágu verði. Þessir sérstöku samningar eru fyrst og fremst um að útgerðarmaðurinn lofar að selja fisksalanum allan fiskinn, sem báturinn veiðir, og fisksalinn skuldbindur sig til að kaupa allan aflann hvernig sem ástatt er í fisk- búðinni. Fisksalar, sem hafa ákveðna samninga við báta, reka því einnig fisk- heildsölu, og selja öðrum fisksölum þann fisk sem þeir setja ekki í eigin fiskbúðir. I dag eru aðeins tveir fiskheildsalar í Reykjavík, og ber þar fyrst að nefna Sæbjörgu. Verðið frá heildsala til smásala er 13 kr. ýsukílóið. Venjulegi fisksalinn okkar kaupir því ýsukílóið á allt að 13 kr.; — vilji hann fá ýsuna á lægra verði verður hann að afla hennar í ein- hverjum leiðangri suður með sjó. Fisksalinn verkar ýsuna síðan frekar í búðinni, afhausar hana og þvær og sclur hana til viðskiptavinarins á 24—25 kr. kílóið, ýsuflakið á 44—48 kr. kílóið. — Álagning er frjáls, en Verðlagsskrifstofan hefur tjáð okkur, að fisksalar seldu vöru sína á svipuðu verði og skrifstofan telur sanngjarnt. Hár kostnaðarliður eru fiskumbúðir. Sumir fisksalar nota aðeins dagblöð, þetta leyfa heilbrigðisyfirvöld, og þá er umbúðarkostnaður auðvitað sama og enginn. En flestir fisksalar nota hvítan pappír, sama pappír og dagblöð eru prentuð á, eða smjörpappír eða hvorttveggja; og meirihluti fisksalanna notar alls ekki dagblöð. Lausleg áætlun virð- ist gefa til kynna, að noti fisksalinn bæði smjörpappír og hvítan pappír, fari umbúðarkostnaðurinn í 2—3 kr. á fiskkílóið. Allt bendir til að venjulegi fisksalinn okkar hverfi bráðlega af sjón- arsviðinu. I staðinn komi fisksölufyrirtæki, sem reka fiskheildsölu og eiga margar fiskbúðir og hafa yfir nægu fjármagni að ráða til að kaupa dýrt húsnæði í nýjum byggingum. Gott dæmi um slíka þróun er fisk- verzlunin Sæbjörg. Sæbjörg hefur mikla fiskheildsölu, selur flestum matsölustöðum, sjúkrahúsum og fleiri slíkum aðilum í Reykjavík og ræður 6 fiskbúðum. Fiskbúðum Sæbjargar fjölgar með ári hverju. Vafalaust munu fleiri slík fisksölufyrirtæki koma fram á sjónarsviðið í framtíðinni, og venjulegi fisksalinn okkar mun gefast upp fyrir striti sínu og fjármagni annarra. Og þá verður fiskverzlun jafn ópersónuleg og önnur verzlun; við missum „fisksalann okkar“ líka. 46 NEYTENDABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.