Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 49

Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 49
_ IVÍjög Alís Agætt Gott Sæmiíegt Siæmt lélegt fiskbúðir Fjölbreytni fisktegunda 8 20 10 7 1 46 Loftræsting ........... 2 23 15 4 2 46 Afgreiðslurými ........ 2 20 10 14 46 Heildarsvipur ......... 2 25 12 3 4 46 Eins og taflan ber með sér er geysimikill munur á fiskbúðunum. Sama morgunn og við komum í fiskbúð, þar sem fengust 16 mismun- andi tegundir a'f fiski, komum við í fiskbúð, þar sem einungis salt- fiskur og ýsuflök voru til sölu. Sama morgunn og við komurn í fisk- búð, sem var svo þrifleg að hefðum við ekki séð fiskinn fyrir innan afgreiðsluborðið hefðum við getað álitið að við værum stödd í venju- legri matvöruverzlun, komum við í fiskbúð, þar sem dauðar flugur voru urn allt, og hið eina, sem var slorugra og skítugra en búðin var fisksalinn sjálfur. 3 fiskbúðir voru í því ástandi að við álítum að þeim hefði átt að loka vegna skorts á hreinlæti. Þessar 3 fiskbúðir (af 46 fiskbúðum í Reykja- vík) voru allar í búsum, sem einnig voru notuð fyrir íbúðir. Flestar fiskbúðirnar virtust samt vera mjög hreinlegar, og einkum voru margar fiskbúðir í nýjum hverfum smekklegar. Neytendasamtöikn munu halda áfram athugunum sínum á fiskbúð- um. Verið getur að upplýsingar um hverja einstaka fiskbúð verði birtar ásamt nafni fiskbúðarinnar, þegar þessara upplýsinga hefur verið leitað nægilega oft. NEYTENDABLADID 49

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.