Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 52

Neytendablaðið - 01.10.1969, Síða 52
gefinn frjúls,. án þess að krefjast um leú) víðtækrar endurskipulagn- ingar á íslenzkum landbúnaði. Vafalaust er þörf á því að ýmis atriði í íslenzkum landbúnaði verði könnuð niður í kjölinn, og hagsmunir neytenda þá einkum hafðir í huga. En yfirlýsing Félags íslenzkra stórkaupmanna, þar sem stór- kaupmenn í nafni neytenda bjóðast til að hefja kartöfluinnflutning, getur ekki talizt hlutlaust mat á vandamálinu. Sama gildir um yfirlýs- ingu Kaupmannasamtakanna — smásalar ættu fyrst að líta í eiginn barm; hvernig geyma þeir kartöflur í verzlunum sínum? En endirinn varð auðvitað sá, að úr málinu varð pólitískt þjark og tilefnið, skemmdu kartöflurnar, gleymdist. Morgunblaðið birti foryztu- grein 14. ágúst, þar sem yfirlýsing íslenzkra stórkaupmanna var talin eins konar sönnun á því að neytcndur hefðu hag af frjálsum innflutn- ingi kartaflna, og Þjóðviljinn birti sama dag grein, þar sem yfirlýsing stórkaupmannanna var notuð sem tilefni til árása á þá og því spáð, að frjáls innflutningur kartaflna mundi framkalla margar kartöfluhallir og mikla auglýsingaherferð: „Kaupið Chiquita kartöflur!" Hvað sem líður skrifum af þessari tegund munu Neytendasamtökin vinna að því að geymsluvandamál kartaflna í dreifingu verði leyst jafnt hjá heildsala sem smásala. G. 52 NEYTENDABLAÐIÐ

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.