Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 55

Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 55
sem á stendur: Kjötbollur, 1 kg, Sláturfélag SuSurlands, geta jjeir keypt dós, þar sem á er letrað: Meatballs, 2 lbs, Sláturfélag Suðurlands. Við biðjum þvi framleiðendur auðmjúklega afsökunar. Við biðjum íslenzka neytendur einnig afsökunar á því, að við höfum aldrei séð þeim fyrir þeirri mjög mikilvægu fræðslu, hvað ensku, sænsku eða frönsku orðin og þyngdareiningarnar á íslenzkum framleiðsluvörum þýða. Til að bæta úr þesu ætlum við að þýða nokkur erlend heiti á ís- lenzkum umbúðum. Listinn er þó engan veginn tæmandi. Fish-balls = fiskibollur. Meat-loaf = kjötbúðingur. Smoked herr- ing = reykt síld. Peeled shrimps = pillaðar rækjur. Net weight = nettó vigt. 1 ounce = 28,35 grömm. 1 lb. = 453 grömm. Produce of Iceland = íslenzk framleiðsla. Codfish fillets = þorskflök. Við vonum að hér eftir geti íslenzkir neytendur áttað sig fyllilega á góðri þjónustu íslenzkra matvælafyrirtækja. Á síldardósina er merkt þyngd og innihald. Hún er ætluð til neyzlu erlendis. Grænmetisdósin hefur engar slíkar merkingar. Hún er ein- göngu ætluð innfæddum. NEYTENDABLADID 55

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.