Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 58

Neytendablaðið - 01.10.1969, Page 58
Undraefnin við þvottinn — meira um sjampó og efnakljúfana 1 síðasta tbl. Neytendablaðsins var einkum fjallað um lnrein- lætisvörur. Þar sem framleiðendur og seljendur hreinlætisvöru eru meira háðir auglýsingum en aðrir, fjallaði blaðið einnig úbeint um auglýsingar. Það er ekkert leyndarmál, að sú stað- reynd, að meira en helmingur áhrifaríkustu auglýsinga á ls- landi, sjónvarpsauglýsingar, eru um hreinlætis- og snyrtivörur, ýtti mjög á eftir okkur að fjalla um þessar vörur. Viðbrögð lesenda blaðsins við efni þess voru yfirleitt jákvæð með einstaka undantekningum. Því miður bárust okkur engin bréf með athugasemdum um efni blaðsins eins og við höfðum beðið um. Þeir örfáu einstaklingar, sem brugðust illa við efni blaðsins, vildu alls ekki fara í ritdeilur um það og segir það e. t. v. talsvert. Um tvennt höfum við fengið munnlegar athugasemdir vegna síðasta tbl., um greinina um sjam'pó og greinina um „lífrænu" þvottaefnin. Sjampó. Greinin um sjampó var jþýdd úr danska neytendablaðinu „Tænk“, sem byggir á rannsóknum, sem danska ríkið kostar. Athugasemdum um sjampógreinina er fljótsvarað: Það eru sá-pu- efnin, sem þvo hárið, en ekki ilmefnin og undraefnin, og sápuefnis- magn sjampótegunda stendur í engu hlutfalli við verðmismun þeirra. Ef einhver ilmefni og undraefni eru áfram í hárinu eftir þvottinn, eru sápuefnin og óhreinindin líka eftir í því. Oll þessi dýru efni eru þess vegna í hárinu svo stuttan tíma, að þau hafa enga þýðingu, — sé hárið vel þvegið auðvitað. 58 NEYTENDABLAÐIÐ

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.