Neytendablaðið - 01.10.1969, Qupperneq 66

Neytendablaðið - 01.10.1969, Qupperneq 66
Gerviefni. Gerviefni ryðja sér æ meira til rúms. Mörg þcirra krefjast sérstakrar meðferðar. Á íslandi er látið nægja að afgreiðslufólk útskýri í verzlun- inni eiginleika efnisins fyrir kaupandanum. Er þá oft tilviljunum háð hvort kaupandinn fær fullnægjandi upplýsingar. Kaupandinn fær yfir- leitt aldrei upplýsingar frá seljanda á miða, sem festur er á efnið eða á sérstöku blaði, um eiginleika og notkun efnisins, en slíkar skriflegar upplýsingar eru auðvitað þær einu, sem seljandi getur ábyrgzt. Kaup- andi gerviefnis getur því ekki vitað með vissu hvers konar „mjöl hann fær í pokanum". Rafmagnstceki og vélar. Rafmagnstækjum og vélum fylgja yfirleitt upplýsingar um notkun, svo og ábyrgðarskírteini. Stundum er seljandi svo djarfur að gefa út ábyrgðarskírteini til skemmri tíma en eins árs og firra sig þannig að einhverju leyti þeirri ársábyrgð, sem kaupalögin kveða á um. En ábyrgðin á tækinu er ol’t svo takmörkuð, að hún reynist haldlítil, — og jafnvel þótt kaupandi fái að nafninu til tjón bætt, getur viðgerðin tekið svo langan tíma og varahlutaþjónusta verið svo slæm, að mikið tjón óbætt hljótist af. Auglýsingar. Auglýsingar eru stöðugt að verða þýðingarmeiri fyrir viðskipti. Að vissu marki eru auglýsingar nauðsynlegar sem kynning á vörunni, en seljandinn, þ. e. sá, sem auglýsir vöruna, hefur ekki fyrst og fremst áhuga á hlutlausri upplýsingamiðlun, heldur að hafa upplýsingarnar þannig að sölumöguleikar vörunnar aukist. Margar auglýsingar ein- kennast því af hagræddum staðreyndum, einhliða upplýsingum og lof- orðum urn gæði, sem eru meira eða minna út í bláinn. Hætt er því við, að auglýsingar feli nokkuð margar „skemmdar mjöltunnur" og geri það miklu betur en skemmur kaupmanna fyrir 200 árum. Hér vantar opinberan aðila til að sjá um framkvæmd laga, sem þegar eru til staðar. Kaupmaðurinn og fótœki maðurinn. Kaup með afborgunarskilmálum hafa undanfarin ár verið mjög al- geng. Venjulega reiknar seljandi sér bankavexti af láninu til kaup- andans og tapar því engu sjálfur. Stundum krefjast seljendur engrar útborgunar, og einn seljandi dýrrar vörutegundar býður í auglýsingu, sem víða sést, vöru með aðeins 10% útborgun. „Fátæki“ viðskiptavin- 66 NEYTENDABLAOIO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.