Harpan


Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 3

Harpan - 01.06.1937, Blaðsíða 3
Drengjnkór Reykjavíkur (eins og hann nú er skiþaður) söng 19. mai s, 1. í Nýja-bió, við mikla aðsókn og góðar viðtökur. — Drengirnir eru nú rúmlega 40 að tölu og sungu, að þessu sinni, 14 lög, sem mörg varð að endurtaka. — Söngurinn var oEtast hreinn, skær og þröttmikill, en of sterkur. einkum á háu tónunum og spillti það nokkuð í fegurðarlegu tilliti. Vel má vera, að inflúensufaraldurinn, sem gekk í vor, sé hér nokkur orsök. — Drengirnir þurfa að temja sér veikan söng og það þurfa allir að gera, bæði eldri og yngri. Þrátt fyrir þetta voru þó mörg lögin vel sungin og af miklum þrótti, má þar nefna fyrsta lagið, sem var mun þróttmeira nú en í fyrra og að öðru leyti vel sungið. — Vel fór Vögguvísa Brahms, enda var hún sungin veikt. Gaman var að heyra meðferð kórsins á Glad sásom fágeln. Síðasta lagið fór einnig furðu vel, sé tekið tillit til þess, hvað erfitt það er. Það var mikið i ráðist, er Jón ísleifsson söngstjóri stofnaði Drengjakör Re.ykja- 65

x

Harpan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.