Bændablaðið - 27.08.2009, Qupperneq 15
Með aðild að ESB yrðu tveir atvinnuvegir
lands manna í mestri hættu, þ. e. landbúnaður
og sjávarútvegur.
,,Bændur myndu strax finna fyrir því á eigin
skinni þegar óheftur innflutningur á toll frjálsum
erlendum búvörum flæddi inn í landið en
áhrifin kæmu ekki síður fram í stórauknu
at vinnuleysi í þéttbýlisstöðum sem byggja
afkomu sína á úrvinnslu búvara. Lengri tími
myndi líða þar til áhrifin á sjávarútveg og
fiskvinnslu kæmu í ljós en þau gætu þó orðið
enn þungbærari fyrir þjóðarbúið. Þessar
staðreyndir blasa við okkur út frá þeim
meginreglum sem ESB fylgir og minna okkur
á að ESB-aðild yrði einkum þungt högg fyrir
hinar dreifðu byggðir landsins,“ segir Ragnar
Arnalds formaður Heimssýnar.
Bent hefur verið á að í nær öllum skoðana-
könnunum á þessu ári hafi meiri hluti þjóðar-
innar lýst sig andvígan aðild og því sé þess að
vænta að landsmenn hafni aðildarsamningi í
þjóðaratkvæði þegar á reynir. Ragnar segir að
valt sé að treysta á niðurstöður skoðana-
kannana.
„Öll dagblöðin reka áróður fyrir ESB-aðild
og fréttaflutningur og fræðsluþættir í útvarpi
og sjónvarpi mótast mjög af málflutningi ESB-
sinna. Dæmi um þessa hlutdrægni mátti heyra
nú í ágústmánuði í fréttum af afstöðu finnskra
bænda til ESB-aðildar. Óspart var gefið í skyn
að þeir væru ánægðir með sinn hlut. En
jafnframt var sagt frá því nánast í framhjáhlaupi
að mjög mikil fækkun starfa hefði átt sér stað
í finnskum landbúnaði í kjölfar ESB-aðildar.
Hlutskipti tugþúsunda manna sem hröktust frá
búskap skipti minnstu máli í þessum fréttum
en hitt var gert að aðalatriði að þeir sem eftir
sætu með allan búreksturinn í sínum höndum
væru taldir fremur ánægðir með sitt enda
gætu þeir selt afurðir sínar til Rússlands sem
ekki er í ESB,‘‘ segir Ragnar.
Hann minnir á að framkvæmdastjórn ESB
eyðir mjög miklum fjárhæðum árlega til að
hafa áhrif á almenningsálitið í aðildarríkjum,
svo og í ríkjum sem sækja um aðild. Bent
hefur verið á að áróðurskostnaður ESB nemi
hærri fjárhæðum árlega en Coca Cola ver til
auglýsingastarfsemi víðs vegar um heim, en
það fyrirtæki rekur stífari áróður fyrir fram-
leiðslu sinni en flest önnur. Það verði því á
brattan að sækja þegar að því kemur að
Íslendingum gefst kostur á því á lokastigi að
stöðva það inngönguferli sem nú er að hefjast
með því að ýta á neyðarhnappinn í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. „Staðreyndin er sú að víðast
hvar hefur áróðursvél ESB-sinna megnað í
krafti auðmagns og með ESB að bakhjarli að
mola niður þá miklu andstöðu sem víða hefur
verið í ríkjum sem sótt hafa um aðild. Að
þessu leyti eru Norðmenn alger undantekning
því að þeir hafa tvívegis hafnað ESB-aðild á
seinustu stundu.‘‘
Hvernig tókst þeim að standa af sér þann
gríðarlega þrýsting sem á þá var lagður?
„Þar eins og hér voru fjölmiðlar mjög
hlutdrægir í þágu ESB-sinna og við ramman
reip var að draga því að forystuliðið í alþýðu-
sambandi og vinnuveitenda samtökum tók
einnig fullan þátt í að syngja ESB-aðild lof og
dýrð. En það sem gerðist var að fólkið í
landbúnaði og sjávarútvegi, bændur, launafólk
og atvinnurekendur í hinum dreifðu byggðum
landsins, lét ekki beygja sig heldur fylkti sér
gegn aðild með svo yfirgnæfandi meirihluta
að þótt höfuðborgarsvæðið væri fremur hallt
undir aðild dugði það ekki til. Þeir sem lögðu
áherslu á að verja stöðu landbúnaðar og
sjávarútvegs réðu úrslitum,‘‘ segir Ragnar.
Ekki er ólíklegt að hliðstæð staða gæti
komið upp hér á landi. Ef nógu margir sem
gera sér fulla grein fyrir mikilvægi landbúnaðar
og sjávarútvegs gerast þátttak endur í þeirri
baráttu sem nú er framundan með yfirlýstum
stuðningi og fjárfram lögum og þá ekki síður á
þann hátt að sem flestir kynni sér rækilega
meginrök málsins og taki virkan þátt í um -
ræðum á mannamótum þar sem ESB-aðild
ber á góma, þá gæti það ráðið úrslitum.
,,Hér gildir sem oftar að margt smátt gerir
eitt stórt. Rökin gegn aðild eru sannfærandi
og sterk og duga vel ef fólk á þess kost að
átta sig á þeim í því áróðursmoldviðri fyrir ESB
sem nú gengur yfir,‘‘ segir Ragnar Arnalds
formaður Heimssýnar.
Samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent
Gallup gerði fyrir útgáfufélagið Andríki eru
48,5% Íslendinga andvíg inngöngu í Evrópu-
sambandið en 34,7% henni hlynnt. 16,9%
sögðust ekki hafa tekið afstöðu til málsins. Sé
aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu eru
58,3% andsnúin inngöngu en 41,7% henni
fylgjandi.
Síðast voru birtar niðurstöður sam bæri legrar
könnunar í byrjun maí sl. þegar Capa cent
Gallup kannaði afstöðu landsmanna fyrir
Ríkisútvarpið. Þá voru 38,7% á móti inngöngu
en 39% studdu hana. Samkvæmt því hefur
stuðningur við inngöngu dregist saman um
rúm 4% en andstaðan hefur að sama skapi
aukist um tæp 10%.
Einnig var spurt að þessu sinni um afstöðu til
þjóðaratkvæðis vegna umsóknar um inngöngu
í Evrópusambandið og sögðust 60,9% vilja
slíka atkvæðagreiðslu en 29,2% voru því
andvíg. 9,9% tóku ekki afstöðu. Þetta er í
samræmi við fyrri kannanir um sama efni. Mikill
meirihluti vill slíka atkvæðagreiðslu þó ríkis-
stjórnin hafi hafnað því. Skoðanakönnunin var
gerð dagana 16. til 27. júlí sl., úrtakið var 1273
manns og svarhlutfallið 56,3%.
Ríkisstjórnin ákvað með naumum meirihluta
á Alþingi þann 16. júlí að sækja um inngöngu.
Landbúnaður og sjávar
útvegur í mestri hættu
Staðreyndin er sú að víðast hvar hefur
áróðurs vél ESB-sinna megnað í krafti auð-
magns og með ESB að bakhjarli að mola
niður þá miklu andstöðu sem víða hefur
verið í ríkjum sem sótt hafa um aðild. Að
þessu leyti eru Norðmenn alger undan-
tekning því að þeir hafa tvívegis hafnað
ESB-aðild á seinustu stundu, segir Ragnar
Arnalds, formaður Heimssýnar.
Meirihluti Íslendinga
andvígur aðild að
Evrópusambandinu
„Það þarf engan snilling til að sjá að 3 atkvæði
af 350 í ráðherraráðinu vigta ekki mikið í ESB.“
Ísland fengi 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðum þar sem mikilvægustu ákvarðanirnar
eru teknar - og 5 atkvæði af 750 á ESB þinginu í Brussel. Því minni sem þjóðin er,
því meiri er skerðing sjálfstæðis. Ísland yrði líklega eins og hreppur á jaðri stórríkisins.
Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður UVG á höfuðborgarsvæðinu.
Völd litlu ríkjanna
fara minnkandi
Ertu sammála? Skráðu þig á heimssyn.is
Heimssýn
Hreyfing
sjálfstæðissinna
í Evrópumálum
„Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna
í Evrópumálum, eru þverpólitísk
samtök þeirra sem telja hagsmunum
Íslendinga best borgið með því að
halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan
Evrópusambandsins.“