Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 1
42 8. tölublað 2011 Miðvikudagur 20. apríl Blað nr. 347 Upplag 22.300 10 Bærinn okkar Tjörn 14 Gætu endurunnið allt plast á Íslandi Þetta eru systkinin Davíð Ævarr Gunnarsson, 9 ára og Valgerður Gunnarsdóttir, 7 ára með þrílembinga sem ærin Ferhyrna bar á dögunum hjá afa þeirra, Skúla Steinssyni. Þetta voru allt hrútar. Afi þeirra er frístundabóndi á Eyrarbakka, með um 50 fjár. Er myndin vel við hæfi þar sem blaðauki Bændablaðsins þessa vikuna fjallar einmitt og sauðfjárrækt og suðburð. - Sjá blaðaukann Sauðfjárræktin bls. 23-29. Mynd | MHH Mjólkurvöruflutningar meiri en þorskkvótinn Á aðalfundi Sambands garð- yrkjubænda sem haldinn var 8. apríl var samþykkt samhljóða svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Sambands garð- yrkjubænda 2011 lýsir yfir and- stöðu sinni við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Einnig lýsir fundurinn yfir stuðningi við stefnu og starf Bændasamtaka Íslands í málinu og munu garðyrkjubændur standa þétt að baki samtökunum í baráttunni sem framundan er. Samband garðyrkjubænda hefur á undanförnum tveimur árum aflað mikilla gagna um stöðu garðyrkj- unnar hér á landi en einnig beint sjónum sínum að þeim áhrifum sem aðild að Evrópusambandinu gæti haft á starfsemi garðyrkjubænda á Íslandi. Sambandið hefur látið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands framkvæma rannsókn á hugsan- legum áhrifum aðildar Íslands að Evrópusambandinu á íslenska garð- yrkju. Einnig var farið í heimsókn til Finnlands þar sem m.a. var rætt við garðyrkjubændur um reynslu þeirra af aðildarferli Finnlands að ESB. Niðurstöður alls þessa benda sterklega til þess að hluti íslenskrar garðyrkju verði fyrir mjög alvar- legum skaða. Þannig er ljóst að blómaræktun mun að öllum líkindum leggjast af með tímanum, garðplöntufram- leiðsla verða fyrir alvarlegu áfalli og hluti grænmetisræktunar eiga erfitt uppdráttar.“ /MHH Nei takk við aðild að Evrópusambandinu Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda: Sveinn A. Sæland, formaður Sambands garðyrkjubænda, sem var endurkjörinn formaður á aðal- fundinum. Hann er blómaframleið- andi á Espiflöt í Bláskógabyggð. Alvarlegir misbrestir á störfum og starfsháttum Matvælastofnunar: Sauðfjárbændur krefjast stjórnsýsluúttektar - Megn óánægja með samskipti við stofnunina og frammistöðu hennar Sauðfjárbændur krefjast þess að starfshættir og stjórnsýsla Matvælastofnunar (MAST) verði tekin til athugunar og skora á Alþingi að beita sér fyrir því. Í raun er því hér verið að fara fram á stjórnsýsluúttekt. Mörg undanfarin ár hafi komið fram alvarlegir misbrestir á störfum og starfsháttum MAST en stjórnvöld hafi í litlu sinnt umkvörtunum bænda vegna þessa. Þá fordæma þeir stjórnsýslu stofnunarinnar vegna díoxínmálsins í Skutulsfirði. Þetta má lesa út úr ályktunum aðalfundar Landssamtaka sauð- fjárbænda (LS) sem haldinn var í Bændahöllinni 7.-8. apríl síðast- liðinn. Hörð gagnrýni MAST var harðlega gagnrýnt í máli fjölda fundarmanna á fundinum og endurspegla ályktanir fundarins þá óánægju. Ekki aðeins kom fram sú gagnrýni sem nefnd er hér að ofan heldur einnig gagnrýni á rekjanleika sjúkdómasýna, á fræðslu varðandi smitsjúkdóma og kjarkleysi opin- berra aðila við að taka á vandamálum sem upp koma í greininni. Kom sú gagnrýni fram í ályktun þar sem hug- myndum um starfsleyfi til sauðfjár- ræktar var alfarið hafnað. Djúpstæð og langvarandi óánægja Sindri Sigurgeirsson formaður LS segir það ekkert launungarmál að djúpstæð og langvarandi óánægja sé meðal sauðfjárbænda varðandi framgöngu MAST og samskipti við stofnunina. „Eins og kemur fram í ályktuninni þá hafa ítrekað komið fram misbrestir í störfum MAST. Dæmi um slíkt eru meðal annars klúður við garnaveikisýni þar sem sýnum hefur verið ruglað saman milli bæja. Annað dæmi er notkun dýralækna á ormalyfinu Albencare sem olli að líkindum verulegum vanhöldum í sauðfé. Ég sagði við forsvarsmenn MAST á dögunum, á samráðsfundi stofnunarinnar, að þegar ég færi um landið og talaði við sauðfjárbændur þá væri það ljóst að stofnunin væri alveg ákaflega illa þokkuð. Það er auðvitað stóralvarlegt mál.“ Ekki í fyrsta skipti Á aðalfundi LS árið 2008 var við- líka ályktun einnig samþykkt en í framhaldi af henni komu fulltrúar MAST til fundar við stjórn LS þar sem reynt var að finna lausnir sam- skiptavanda stofnunarinnar og sauð- fjárbænda. „Okkar umbjóðendur eru hins vegar ekki ánægðir. Ég hef átt mjög gott samstarf við fulltrúa MAST en það hefur bara ekki tekist að kippa þessum hlutum í liðinn,“ segir Sindri. Stjórn LS mun koma saman eftir páska og mun þá taka ákvörðun um framhald málsins. Sindri segir að stefnt sé að því að funda með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna ályktana um mál sem undir hann heyra. Þar á meðal sé þetta mál. /fr Albencare Albencare er ormalyf ætlað til notk- unar í nautgripi en var einnig gefið hrossum og sauðfé hér á landi. Talið var að rekja mætti veruleg van- höld á lömbum til notkunar lyfsins, m.a. á Brjánslæk á Barðaströnd. Ekki tókst að sanna ábyrgð dýrlækna í málinu en veruleg óánægja varð meðal bænda vegna framgöngu MAST. Lyfið er ekki lengur á markaði. Ábúendur á Stórhóli í Álftafirði hafa fellt og selt frá sér talsverðan fjölda kinda síðustu daga. Um sjötíu kindur voru teknar úr þeirra umsjá 8. apríl síðastliðinn með vörslusviptingu vegna slæms ástands og til stóð að taka aðrar þrjú hundruð 14. apríl vanfóðr- unar. Til þess kom þó ekki þar eð ábúendur höfðu fækkað kindum niður í fjölda sem eftirlitsaðilar telja að sé ásættanlegur. Áfram verður þó fyglst grannt með gangi mála. Föstudaginn 8. apríl voru um sjötíu kindur teknar úr umsjá ábúenda á Stórhól. Verið var að flytja féð heim á Stórhól frá bæ í Lóni í Hornafirði þar sem það hafði verið en þeir flutningar voru stöðvaðir. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins var fóðrunarástand kindanna mjög slæmt og þegar var farið fram á lóga einhverjum þeirra. Fallið frá vörslusviptingu Matvælastofnun (MAST) fór fram á að um þrjú hundruð kindur úr umsjá ábúenda og átti sú vörslusvipting að fara fram 14. apríl sl. Til þess kom þó ekki þar eð ábúendur höfðu fargað fé og selt frá sér þegar til kom. Talið er að um 450 kindur séu nú á bænum en þær tölur eru þó mjög á reiki. Að sögn fulltrúa MAST er þó talið að fjöldinn nú sé kominn niður í viðráðanlega tölu hvað varðar aðbúnað og fóður. Áfram verður fylgst grannt með gangi mála á Stórhól að sögn full- trúa MAST. Ekki í fyrsta skipti Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál ábúenda á Stórhóli koma til kasta MAST en búskapur þar hefur verið undir smásjá um margra árabil. Einnig hefur sveitar- stjórn Djúpavogshrepps ítrekað haft afskipti af búskap á Stórhól. Dómssátt var gerð í máli MAST gegn ábúendum vegna vanfóðrunar, ills aðbúnaðar og annars árið 2009. Þegar mest var er talið að á fjórtánda hundrað fjár hafi verið á bænum. /fr Vanfóðrun og illur aðbúnaður Fé tekið úr umsjá bænda á Stórhóli Óljóst hversu margt fé er eftir á bænum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.