Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011
Næsta
Bændablað
kemur út
12. maí
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
· Tekur heitt vatn > sparneytin
· Stórt op > auðvelt að hlaða
· Þvotta og orkuklassi A
· Engin kol í mótor
12 kg
Þvottavél
Amerísk
gæðavara
Eldri maður óskar eftir léttu starfi
við bændaþjónustu. Fyrri störf:
Vélstjóri, matsveinn og atvinnubíl-
stjóri. Enskukunnátta. Uppl. í síma
564-5084 eða 843-6682.
Stúlka fædd árið 1994 (16 ára) óskar
eftir starfi við almenn sveitastörf í
sumar. Hafið samband í síma 564-
1817 eða á netfangið sigurros@mr.is
fyrir frekari upplýsingar.
Óska eftir vinnu, helst í sveit. Ég er15
ára piltur (verð 16 ára í ágúst) og
vil komast í vinnu í sveit í sumar. Er
duglegur og hef reynslu af sveita-
störfum. Er alinn upp í sveit og var
í sveit síðastliðið sumar. Er vanur
flestum vélum. Uppl. í síma 486-4405
og 844-5769 eða netfangið marias-
vava@islandia.is
Tvítuga stelpu, sem hefur mikinn
áhuga á að vinna með dýr og stefnir
á nám í dýralækningum, langar að
komast á bú á Suðurlandi í sumar.
Hress og dugleg í öllum sveitastörf-
um. Uppl. í netfangið solveig_huld@
hotmail.com eða 699-4487.
16 ára strákur óskar eftir vinnu í sveit
í sumar, hefur reynslu af heyskap og
dýrum. Hafið samband í síma 896-
7079 eða 777-8757.
Óskum eftir að ráða starfskraft í
almenn landbúnaðarstörf á blönd-
uðu búi á Vesturlandi (kýr,kindur
og hross). Uppl. í síma 893-7616,
Kristinn.
Starfskraftur óskast í ferðaþjónustu
á Norðausturlandi. Fjölbreytt og
skemmtilegt starf. Nánari upplýsingar
í síma 468-1290 eða 863-1290.
Er hér á Austurlandi;
í uppsigling nokkur vandi;
ráða nú þarf;
einhvern röskan í starf;
til að sinna sauðburðarstandi.
Því bóndinn er lotinn og lúinn;
langtum skárri er frúin;
en gagn þó við gerum;
og alltaf erum;
hlýleg og góð við hjúin.
Ef leynist karl eða kona;
sem kannski er til í svona;
tefðu ekki tímann en taktu upp símann;
bændur bíða og vona
Uppl. í síma 845-1382.
Gisting
Gisting í Reykjavík á góðu verði
rétt hjá sundlaugunum í Laugardal.
Verðlisti og myndir á www.rentinicel-
and.blog.com eða í síma 896-0587.
Gisting á Akureyri. Orlofshús og
íbúðir á Akureyri með heitum potti,
grilli og verönd. Öll aðstaða fyrsta
flokks. Leó, sími 897-5300 eða www.
orlofshus.is
Fyrir þá sem vantar gistingu í borg-
inni. Hef til leigu 60 fermetra íbúð í
Kópavogi. Sími 848-3657.
Þjónusta
Tveir vanir girðingamenn óska eftir
verkefnum næsta vor og sumar.
Uppl. í síma 898-4344.
Smíðavinna. Viðhald, nýbyggingar,
sumarhús. Tilboð þér að kostnaðar-
lausu eða tímavinna. Fáðu uppl. í
síma 893-5374 eða 562-5374. Björn
húsasmíðameistari.
Frænetið - www.fræ.net. Netverslun
með íslenskt og innflutt fræ. Matjurtir,
kryddjurtir, ávextir og ber, sumar-
blóm, fjölær blóm, tré og runnar.
Sérpantanir auk 250 tegunda á lager.
Sjá: www.fræ.net
Félag kúabænda á Suðurlandi
boðaði til fundar hjá MS Selfossi
fyrir skömmu þar sem kynn-
ing á repjurækt til olíuvinnslu
fór fram. Ólafur Eggertsson á
Þorvaldseyri var með fræðslu-
erindi en hann hefur náð góðum
tökum á ræktuninni og unnið
olíu úr framleiðslunni, sem hann
er byrjaður að nota á gamlar
dráttarvélar á bænum.
Um 100 bændur mættu á fund-
inn, sem sýnir best áhuga þeirra á
málinu. Eftir að Ólafur hafði lokið
erindi sínu svaraði hann fjölmörg-
um spurningum fundarmanna.
/MHH
Bændablaðið hefur eins og margir hafa orðið varir við afar góða útbreiðslu. Fólk um allt land les blaðið af áfergju og
þó það sé nú prentað í nærri 23 þúsund eintökum, þá dugar það vart til. Stöðugt er beðið um fleiri eintök fyrir fróð-
leiksfúsa lesendur. Það er þó ekki bara á Íslandi sem áhugi er fyrir blaðinu. Eins og þessi mynd ber með sér er hún
ekki tekin á flugvellinum á Gjögri, heldur á alþjóðflugvellinum í Dubai í Mið-austurlöndum. Íslenskir flugmenn og flug-
virkjar sem þar hafa verið að störfum þykir ómissandi að hafa Bændablaðið með í farteskinu. Væntanlega fá hirðingjar í
eyðimörkinni þá líka að kíkja í blaðið til að fræðast um sæluríkið á norðurhjara. Myndirnar hér að neðan eru hinsvegar
frá aðalfundir Landsambands sauðfjárbænda þar sem gott þótti að glugga í blaðið undir ræðum.
Áður en fundurinn hófst formlega skáluðu þeir Guðmundur Geir Gunnarsson (t.h.), mjólkurbússtjóri MS Selfoss og Jón
E. Bernódusson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun í Repjuolíunni og drukku með bestu lyst en hún þykir bráðholl og
frískandi. Kúabændur fengur líka að smakka á olíunni í staupi þegar þeir komu á fundinn og líkað drykkurinn vel.
Mynd / MHH
Skálað í íslenskri repjuolíu