Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 24
24 - Sauðfjárræktin BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Á Sauðadalsá hefur síðasta ára- tuginn verið eitt afurðamesta fjárbú landsins. Allra síðustu árin hefur búið verið í efsta eða einhverju efstu sætanna. Á síð- asta ári voru afurðir þær mestu á nokkru búi. Reiknuð dilka- kjötsframleiðsla var 38,6 kg eftir hverja á og eftir hverja vetur- gamla á fengust 18,6 kg að jafn- aði. Þá er frjósemi ánna þar með afbrigðum mikil, lömbin afburða væn og vanhöld þeirra mjög lítil. Búreksturinn er nú í höndum Þormóðs Heimissonar og konu hans Borghildar H. Haraldsdóttur, en þau tóku við búinu í ársbyrjun 2008. Búið var áður um áratuga- skeið í umsjá foreldra Þormóðs, þeirra Heimis Ágústssonar og Þóru Þormóðsdóttur. Feðgarnir settust á dögunum niður með blaðamanni og Jóni Viðari Jónmundssyni, landsráðunaut Bændasamtaka Íslands, og ræddu vítt og breitt um sauðfjárræktina. Bæði vinna þau Borghildur og Þormóður utan bús; hún er hár- snyrtisveinn og vinnur á leik- skóla á Hvammstanga, en hann er gæðastjóri í Sláturhúsi KVH ehf. á Hvammstanga. Þormóður er raunar með B.Sc. -próf í líffræði, en hann segir að hann hafi samt alltaf verið spenntastur fyrir því að gerast sauðfjárbóndi. „Ég ólst upp á þeim tíma sem sauðfjárbú- skapur átti hvað mest undir högg að sækja, umræða um landbúnað var almennt neikvæð og reynt var eftir mætti að draga úr fram- leiðslu sauðfjárbænda. Ég held ég hafi lært líffræði til að tryggja mér atvinnutækifæri ef mér byðust ekki tækifæri í landbúnaði. Hefur alltaf fundist spennandi að vera í eigin rekstri þar sem ég er minn eigin herra. Sauðfjárbúskapur er auk þess fjölbreytilegur og það á vel við mig að vera stað- settur í nálægð við náttúruna,“ segir Þormóður um tildrögin. Nú er faðir Þormóðs aðstoðarmaður hans á álagstímum, en áður var því öfugt farið. „Í dag er fjöldi vetrarfóðraðs fjár um 650, með hrútum. Það eru fimm hundruð fullorðnar ær og af þeim höfum við haft 130 úti og svona heldur verið að velja þær mislitu í þann hóp. Ástæðan er sú að þær eru bara klipptar einu sinni og eingöngu klipptar að framan og þær höfum við haft úti fram eftir vetri. Við tókum reyndar inn hóp nú um miðjan febrúar og alr- úðum þær og settum inn í gömlu húsin niður frá. Við höfum nú frá byrjun apríl verið að taka af þessum úti-ám og haft þær þá inni frá þeim tíma. Sá hópur sem borið hefur í lok apríl í þessari fyrri lotu hefur verið jafn stór, um 130 ær, og verður það líka núna. Þær hafa svo flestar verið farnar út þegar næsta lota hefst. Þegar vika er liðin af maí má svo segja að aðal sauðburðurinn hefjist og þá eru í raun allar látnar bera, bæði geml- ingarnir og þær fullorðnu,“ segja þeir. Fósturvísatalning og vinnulag á sauðburði „Við skráum fang hjá stórum hluta ánna þannig að við vitum hvenær er von á burði – og síðan flokkum við eftir burðardegi. Ástæðan er sú að við látum allt féð bera á einum stað og því er skráningin eiginlega forsendan fyrir því að það gangi upp. Á sauðburði erum við með sólarhringsvakt. Við stíum ærnar af strax eftir burðinn í einstaklings- stíu þar sem þær eru hafðar í tvo til fjóra daga – það er þó dálítið mis- jafnt. Eftir það eru þær fluttar upp í hlöðu þar sem þær fara í fjölbýli. Þar liggja þær á þurru heyi og við erum með lambaskjól þar. Um viku gömul eru þau svo farin út, þó stundum vilji tíminn teygjast upp í tíu daga. Í apríl, í svona þrjár til fjórar vikur, er þeim gefið heldur betra fóður, en rétt fyrir sauðburð drögum við úr heygjöfinni. Heilt yfir þurfa þær svo allar gott fóður á sauðburði. Uppistaðan í okkar fóðrun er hey af frekar gömlum túnum. Hjá okkur hefur ekki átt sér stað mikil endurrækt, en með því að slá hluta af túnunum snemma er maður í góðum heyjum. Obbinn af túnunum er tvísleginn og við höfum slegið þegar þetta er ekki mjög mikið sprottið. Svo höfum við skipst á að gefa af fyrri slætti og seinni slætti.“ Heimir minnir á að líklega hafi fáar leiðbeiningar ráðunauta haft meiri áhrif en þegar Þórarinn Lárusson rak áróður fyrir að slá snemma fyrir nær þrem áratugum. Hann hafi sagt mönnum að byrja að slá áður en þeir teldu nokkuð vit í því. Stór burður „Við höfum lagt áherslu á að fá stóran burð hjá ánum. Það er ein af forsendunum fyrir því að hafa lömbin sem þyngst á haustin. Við gefum nánast ekkert af kjarnfóðri. Þó höfum við aðeins gefið þeim þrí- lembum sem maður ákvað að myndu ganga með þremur undir, sérstaklega eftir burðinn. Það er alltaf svolítill hópur af gemlingum sem gengur með tvö lömb og einnig af ám sem ganga með þrjú lömb. Fjöldinn er svona á bilinu 20–60 og ætli það sé ekki með mesta móti núna síðasta sumar – í raun óvenju margt. Kemur þar til að frjósemi var góð og svo lifði líka vel hjá okkur.“ Burðarhjálp „Stór burður kallar á talsverða burðarhjálp. Líka spilar þar inn í hvað lömb koma vitlaust að. Megnið gengur þokkalega vel en stöðugt þarf þó að fylgjast með. Það er alltaf spurning hvað á að bíða lengi með hjálpina. Við erum farin að grípa heldur fyrr inn í núna, sérstaklega með einlembinga þannig að þeir þorni ekki of mikið. Legvatnið virð- ist fara fljótt hjá þeim og þá getur það verið alveg skelfilegt að draga úr þeim. Við förum oft bara fljótlega inn í þær til að skoða hausastærð, stöðu og slíkt. Maður getur þá byrjað að víkka ánna snemma.“ Þormóður getur þess að hann búi vel að þeirri reynslu að hafa lært af foreldrum sínum, Heimi og Þóru, sem séu einstaklega lagin við að ná lömbum út úr ám. Hann hafi síðan getað miðlað kunnáttunni til konunnar sinnar og starfsfólksins sem kemur til hjálpar á sauðburði. Hann segir að þau séu vel mönnuð á sauðburði og það skipti miklu máli. Vanhöld „Vanhöld á sauðburði eru sáralítil. Þó er alltaf eitt og eitt sem er of stór- burða – og auðvitað þau sem koma aftur á bak, þá helst einlembingar. Það sem við erum þó hræddari um er að einhverjar rollur skemmist undan þessu. Það hefur aukist að þær verði geldar hér hjá okkur og á þessu svæði. Við setjum það eitthvað í samband við burðarhjálpina. Við höfum gefið þó nokkuð af lyfjum og þá helst fyrirbyggjandi pensillín, þar sem hafa verið meiri blæðingar eða legbólgur, til dæmis.“ Settar út „Þegar út er komið flokkum við féð í hólf þannig að tvævetlurnar hafa farið sér beint inn á tún – inn á nýgræðing – og samt gefið með. Þær hafa fengið það sem þær vilja og haft það hvað best. Rúllurnar keyrum við í heilu lagi inn til þeirra, opnum annan endann og leyfum þeim að éta þannig inn í rúlluna. Svo höfum við sótt rúllurnar og klárað að gefa úr þeim inni – áður en það skemm- ist. Þannig verður ágætis nýting á heyinu, þó það traðkist alltaf aðeins niður með rúllunni. Þessi aðferð hefur reynst okkur vel, enda er hún bæði fljótleg og þægileg og þannig hafa þær alltaf aðgang að nýju heyi. Það fer bara eftir hentugleika hverju sinni hvenær við setjum þessar síðustu út á tún – við gefum þeim þar líka. Þær sem bera fyrst fara fyrstar í úthaga. Gemlingarnir fara fljótlega hér upp fyrir bæinn í úthagann og þar er engin girðing utan um þá. Svo er það bara hvað grær fljótt suður með sjónum. Við setjum þrjár til fjórar rúllur hér á línuna fram að Ánastöðum. Þar dreifum við fullorðna fénu, auk þess að sleppa því bara hér beint upp hjá okkur. Það er líklega ekki hægt að tiltaka neina sérstaka dagsetningu varðandi það hvenær við sleppum, þær fikra sig oftast bara sjálfar upp með gróðrinum, en almennt má segja að þær séu farnar út frekar snemma miðað við það sem gerist annars staðar.“ Fé af fjalli „Hjá okkur fara lömb oftast beint af fjalli og í sláturhús. Af 880 lömbum sem slátrað var í fyrra var um 100 lömbum slátrað 23. ágúst og svo viku síðar um 90. Í fyrstu vikunni í september fóru svo 360 lömb til slátrunar og strax eftir réttir, um miðjan september, fór það sem kom úr réttunum – það sem gengur hér hæst í fjallinu. Þá var 100 slátrað 22. september og í október. Við höfum ekki þurft að sá neinu káli eða slíku fyrir lömbin til haustbötunar. Við höfum haft allra minnstu lömbin hér á nýræktar- blettum og þau hafa þrifist þar það vel að þau hafa verið innleggshæf. Við höfum ekki þurft að setja nein smálömb á.“ Vanið á milli „Framundan hjá okkur er að venja yfir 100 lömb á milli. Fósturtalningin nýtist afar vel undir þessum kringum- stæðum. Við merkjum einlemburnar og höfum yfirleitt haft það þannig að um leið og einlemban er farin að bera, eða sýnir fyrstu merki í þá veru, þá tökum við lamb, bleytum það upp í volgu vatni og böðum það .með legvatni sem við höfum safnað. Við setjum ærnar svo yfirleitt í ein- staklingsstíur og lambið með og svo höfum við því næst dregið lambið úr þeim. Í kjölfarið er svo þeirra eigið lamb tekið frá þeim í 15 mínútur og upp í hálftíma, þannig að öruggt sé að fósturlambið verði samþykkt. Þannig komumst við hjá miklum vandræð- um á sauðburði með ær sem stanga tökulömbin. Þetta gengur yfirleitt vel með þessum hætti. Þá tek ég skinnið af öllum lömbum sem drepast innan- dyra, klæði ný tökulömb í skinnið og færi undir mæðurnar sem missa lömb á sauðburði.“ Blandað fé, hyrnt og kollótt „Við sjáum gríðarlegan mun á milli hyrndu mæðranna og þeirra koll- óttu, hvað móðurumhyggju varðar. Við höfum tekið eftir því að kollóttu ærnar virðast vera meiri mæður og sýna lambinu strax meiri áhuga – eiginlega strax á fyrsta burði. Þær eru harðari að fylgja lömbunum eftir og sinna þeim gríðarlega vel. Eðlilega ber mest á þessu hjá gemlingunum. Eins er áberandi hvað fellur miklu meiri mjólk til hjá þeim kollóttu en hyrndu. Ef við veljum stíft fyrir mjólkurlagni þá þurfum við að mjólka þó nokkurn hluta af ánum. Við erum þannig aldrei uppiskroppa með að gefa lömbum sem eru svöng, enda safnast miklar birgðir upp af mjólk hjá okkur. Hlutur kollótta fjár- ins hefur aukist verulega síðustu árin og er það nú orðið yfirgnæfandi hluti stofnsins.“ /smh Heimsóknir á fjárbú í V-Húnavatnssýslu Sauðadalsá á Vatnsnesi Virðuleg forystuær með bjöllu í horni. myndir | smh Þormóður segist búa vel að þeirri reynslu að hafa lært af foreldrum sínum, sem hafi verið einstaklega lagin við að ná lömbum út. Feðgarnir Þormóður og Heimir hafa nú haft hlutverkaskipti.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.