Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Mest seldi fjórhjóladrifsbíllinn í Rússlandi mörg undanfarin ár hefur borið hið ameríska nafn Chevrolet. Þetta kann að hljóma undarlega en skýrist af því að framleiðandi Chevrolet, General Motors, keypti hlut í Lada- verksmiðjunum, sem heita nú GM-AvtoVAZ, árið 2004. Síðan þá hafa verið framleiddar í verksmiðjum Lada í Togliatti í Rússlandi bæði uppfærð útgáfa af gamla Lada Niva, eða Lada Sport eins og hann var kallaður á Íslandi, og fjölmargar aðrar gerðir af Lödum. Þar á meðal er Chevrolet Niva 4x4, sem er byggður á Lada Sport undir- vagni og drifbúnaði en með gjör- breyttu útliti. Sá bíll var reyndar eitthvað endurbættur á árinu 2009. Chevrolet Niva á 5 þúsund rúblur Nýjasta útgáfan af Chevrolet Niva 4x4 kostar frá 434 þúsund rúblum (Chevrolet NIVA complete sets L) upp í 510 þúsund rúblur (Chevrolet NIVA complete sets GLC) sem gerir frá 1,7 til rétt rúmlega 2 millj- ónir íslenskra króna. Vélin er 1.690 rúmsentimetra bensínvél, gefur 80 hestöfl og stenst EURO 3 -meng- unarstaðalinn. Hann er þó ekki beint sparneytinn því hann eyðir frá 8,8 upp í 14,1 lítra, eða að meðaltali 10,8 lítrum á hundraðið. Þó aflið þyki engin ósköp er Ladan ekki nema 1.410 kg að þyngd og tog vélarinnar er æði mikið, eða 127.5 Newtonmetrar (Nm). Þá mun þessi nýja Lada hafa sömu slaglöngu fjöðr- unina og gamla Ladan, sem skákar mörgum mun stærri jeppum. Gamla Ladan fær andlitslyftingu Í maí 2005 rúllaði 100 þúsundasti bíll- inn af færibandinu í verksmiðjunum í Togliatti undir nafni GM-AvtoVAZ fyrirtækisins. Gamli Lada Sport var og er þó enn gríðarlega vinsæll og enn í framleiðslu. Sem dæmi um vinsældirnar mun hann vera væntan- legur á breskan markað að nýju eftir langt hlé, nú í samstarfi við Renault. Mun hann þó fá töluverða andlits- lyftingu. Verður þessi nýja útgáfa ekki undir merki Chevrolet heldur Niva, eins og sá gamli samkvæmt erlendum vefsíðum. Vinsæll hjá þjófum Það eru þó fleiri en heiðarlegir bíla- kaupendur sem hafa mikinn áhuga á Lödu Sport. Á árinu 2004 var þessi tegund t.d. efst á vinsældalista rúss- neskra bílaþjófa. Þá vekur athygli að 6% allra Lödu-bíla sem framleiddir hafa verið frá árinu 2000 hefur verið stolið. Landsbyggðartröllið og rúblugrínið Lada Sport gerir það gott í heimalandinu: Afar vinsæl í Rússlandi, þó nafnið sé Chevrolet - Nýr sagður í deiglunni byggður á gamla útlitinu undir upphaflega nafninu NIVA og í samstarfi við Renault Svona mun ný og endurbætt útgáfa af Lada Sport væntanlega líta út og er skildleikinn greinilegur með gamla bílnum. Átti þessi útgáfa að koma á göturnar á þessu eða næsta ári undir nafninu Niva. Rætt hefur verið um að hann verði boðinn til sölu í Bretlandi í samstarfi við Renault. Chevrolet Niva er með nútíma yfirbragði og hannaður af Ítalanum Bertone en byggður á undirvagni og drifbúnaði hins gamla góða Lada Niva 4x4 (Lada Sport). Ladan Sport var til á nánast hverjum bæ á Íslandi og öðru hverju heimili á landsbyggðinni hér áður fyrr og er enn gríðarlega vinsæl í Rússlandi. Þetta er líka bíllinn sem þjófarnir í Rússlandi elska, enda hægt að opna hann lyklalaust án sérlega mikillar fyrirhafnar. Einn stærsti dráttarvélafram- leiðandi heims, Minsk Tractor Works (MTZ), sem framleiðir Belarus dráttavélarnar í Hvíta- Rússlandi, er kominn með á markað tvinndráttarvél. Er hún með dísilrafstöð sem knýr rafdrif og afltengi. Var þessi vél fyrst kynnt á Agritechnica 2009 land- búnaðarsýningum haustið 2009. Í dráttarvélinni er 295 hestafla dísilvél sem knýr rafal sem fram- leiðir 172kW jafnstraum. Rafmótorar eru síðan notaðir til að knýja drif og vökvakerfi vélarinnar. Hugsunin er að með raforkunni sé hægt að miðla afli til rafknúinna tækja á borð við áburðardreifara og aðrar vélar, sem yrðu þá óháðar vélasnúningi frá beintengdu drif- skafti. Þá er dísilvélin undir stöðugra og jafnara álagi sem á að geta aukið endingu hennar og minnkað olíu- notkun. Fleiri týpur hafa verið smíðaðar af þessari vél, eins og MTZ 3023, sem er heil 13,6 tonn að þyngd en tvinnútfærslan á að spara um 15-20% í notkun á dísilolíu miðað við hefð- bundnar vélar. Þá er MTZ 3522 með 355 hestafla, sex strokka Deuze dísil- vél. Yfir þrjár milljónir MTZ Belarus dráttarvélar af ýmsum stærðum hafa verið framleiddar síðan 1946 og um 500 þúsund vélar hafa verið seldar til yfir 100 landa. Í dag eru MTZ vélar framleiddar í yfir 60 útfærslum en MTZ framleiðir einnig sérútbúin tæki fyrir skógar- og námuvinnslu. Um 30 þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu. Ekki er talið sérlega hagkvæmt að koma slíkum búnaði fyrir í minni dráttarvélum, þær yrðu einfaldlega of dýrar fyrir markaðinn. Ekki fyrstir með tvinnvélar Belarus er þó langt í frá fyrsti drátt- arvélaframleiðandinn sem hannar dráttarvél með innbyggða rafstöð um borð. International Harvester kynnti t.d. þegar árið 1954 vél sem kölluð var Electrall og var sú tækni nýtt í Farmall 400 dráttarvélarnar og hugsuð til að knýja ýmiss konar tengitæki. Var búnaðurinn framleidd- ur í samstarfi við General Electric og gaf 208 volt og 10kW. Árið 1990 var hönnuð tvinnd- ráttarvél af söluaðilanum Schmetz í Þýskalandi og var hugsunin þar einkum að nýta rafdrif og skiptingu í stað vökvadrifs og skiptingar. Í ársbyrjun 2000 var svo sett af stað verkefni háskóla og stofn- ana í Þýskalandi í samstarfi við Fendt (ACCO) og var verkefnið nefnt MELA (Mobile Elektrische Leistungs-und Antriebstechnik; Mobile Electric Power Train Technology). Var þar reynt að finna lausn til að rafvæða dráttarvélar, bæði hvað eigin drif snerti og til að knýja tengitæki og losna þar með við beintengd drifsköft. Ýmsar hugmyndir í gangi Aðrir dráttarvélaframleiðendur hafa síðan verið að skoða ýmsar leiðir til að knýja dráttarvélar á annan hátt en með jarðefnaolíum. Þar er nærtækast að nefna notkun á jurtaolíum, raf- geymum, gasi og vetni. Jafnvel hafa verið smíðaðar sólarorkuknúnar til- raunadráttarvélar. New Holland hefur m.a. hannað NH2 traktor sem byggður er á T6000 dráttarvélinni. NH2 er með 120 hestafla vetnismótor sem fram- leiðir rafmagn fyrir drif og tengihluti. Flestir vélaframleiðendur eru með á teikniborðunum einhverjar hugmyndir í þá veru að framleiða svokölluð vist- væn landbúnaðartæki. Reynt að draga úr eldsneytisnotkun dráttarvéla: Belarus (MTZ) með 300 hestafla dísilrafstöð Ýmislegt fleira í deiglunni í þróun vistvænna véla fyrir landbúnað Utan úr heimi Fæst dauðaslys í umferðinni eru á Íslandi Alvarlega slasaðir þó sjaldan verið fleiri Í skráningu Umferðarstofu á umferðarslysum ársins 2010 kemur fram að fjöldi látinna í umferðinni var átta. Höfðu þá ekki færri látið lífið í umferðinni frá því árið 1968. Slysaskráningin byggir á lögregluskýrslum sem fengnar eru úr gagnagrunni ríkis- lögreglustjóra. Í samanburður við hin Norður- löndin er fjöldi látinna í umferðinni árið 2010 lægstur hér á landi. Þar sem Norðurlöndin hafa á undan- förnum árum náð hvað bestum árangri í umferðaröryggismálum á heimsvísu má ætla að fjöldi látinna m.v. höfðatölu hafi verið lægstur í heiminum hér á landi árið 2010. Alvarlega slösuðum fjölgar Dökka hliðin á þessu máli er að fjöldi alvarlegra slysa og alvarlega slasaðra eykst er árið 2010 með því versta sem verið hefur í langan tíma. Alvarlega slösuðum fjölgar úr 170 í 205 eða um 21% og hafa alvarlega slasaðir ekki verið jafnmargir síðan árið 1999. Flest slysin eru á hluta Suðurlandsvegar Ef athugaðir eru hættulegustu staðir í vegakerfinu síðustu fimm ár kemur í ljós að versti kaflinn í dreifbýli (fjöldi slasaðra m.v. lengd vegkafla) er Hringvegurinn fram hjá Litlu Kaffistofu. Á þessum 4,4 km kafla urðu 106 slys og óhöpp og þar af voru 31 slys með meiðslum. Verstu gatnamótin í þéttbýli eru hins vegar gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.