Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 3
3Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 www.buvis.is V e r i ð v e l k o m i n á v e f s í ð u o k k a r Er ég huga að heyskap fer og helstu kosti ræði. Búvís alltaf býður mér bestu kjör og gæði. J.S Búvís verður með plast og net í allt sumar Bændur þekkja gæði Rani og Tama Rani plast fyrir rúllur, útistæður og f latgryfjur Búvís ehf. hefur lagt metnað í að þjónusta bændur með gæðavörur eins og Rani rúlluplast og Tama net ... og mun gera áfram! Við höfum tryggt okkur ákveðið magn af Rani plasti á neðangreindum verðum: Búvís er í fararbroddi með góð og viðráðanleg greiðslukjör til 10. okt. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Ljótarstöðum: „Ég er hoppandi kát með rúlluplastið frá Búvís sem ég hef notað með góðum árangri í tvö ár. Að fá plastið keyrt heim í hlað er svo auðvitað alveg frábær þjónusta.“ Sigurður Baldursson Sléttu: „Reynsla mín af rúlluplasti frá Búvís er mjög góð plastið er með góða límingu og teygjanleika og einnig mjög veðurþolið, þá hafa rúllunetin einnig reynst mjög vel og jafnan verið ódýr. Viðskiptin við búvís hafa verið með ágætum bæði hvað varðar verð og greiðslukjör, og síðast en ekki síst er mikill kostur að fá plastið keyrt heim á hlað manni að kostnaðarlausu. “ Axel Jóhannesson Gunnarstöðum: „Hef notað plastið frá búvís í 3 ár og það klikkar ekki. Góðar vörur, skilvirk og góð þjónusta :)“ Stefán Geirsson Gerðum: „Fyrir tveimur árum var orðinn hörgull á rúlluplasti og ekki fékkst annað en Rani plastið frá Búvís hér um slóðir. Ég lét til leiðast og síðan þá hef ég ekki litið um öxl. Heyið heldur vel gæðum sínum auk þess sem pökkunin hefur gengið vel við allar aðstæður.“ Kolbeinn Magnússon, bóndi og Höskuldur Kolbeinsson, búfræðinemi, Stóra-Ási: „Við notuðum Rani plast á 650 rúllur síðastliðið sumar. Þar sem 400 þeirra og ekki ein rúlla verið skemmd, þá getum við hiklaust mælt með þessu plasti. Plastið er sterkt og límingin í því virðist standast vel íslenskt veðurfar.“ Sigurður Erlendsson Stóru-Giljá: „Ég hef notað Rani rúlluplastið frá Búvís í tvö sumur og líkar vel, plastið myndar góðan samfeldan hjúp um rúlluna og mygluskemdir verð ég ekki var við í heyinu, fyrningar geymast vel milli ára, einnig hef ég pakkað slatta af rúllum í fjórfalt plast og hefur með plastið, umbúðir þægilegar að opna og varla þarf að fara úr dráttarvélinni nema til að skipta um plastrúllur á pökkunarvélinni“ Búvís er með viðbótarmagn af Rani plasti og Tama neti í f lestum sveitum landsins þegar kemur fram á sumar. Búvís tókst að fullnægja eftirspurn á plasti og neti í allt fyrrasumar. Pantið plast og net tímanlega og tryggið þannig afhendingu í tíma. Byrjum að keyra plasti út um landið í maí. Rani wrap 75 cm hvítt og ljósgrænt kr. 11.760.- án vsk. Rani wrap 50 cm hvítt og ljósgrænt kr. 9.860.- án vsk. Greiðist allt til 10. október og miðast verð þá við gengi á evru 3. október. (Sölugengi Landsbanka Íslands) Einnig má greiða í sumar og miðast verð þá við gengi evru þegar greitt er. Ef greitt er í apríl. Rani wrap 75 cm hvítt og ljósgrænt kr. 11.407.- án vsk. Rani wrap 50 cm hvítt og ljósgrænt kr. 9.564.- án vsk. Ofangreind verð eru miðað við gengi: 1 Evra = 162 kr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.