Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Í síðasta vísnaþætti urðu mér á þau hrapallegu mistök, að fleirtölusetja Skaftártungu, hreppsheitið, hvar heimili Ástu Sverrisdóttur er. Gramdist Ástu verulega þetta viskuleysi mitt, og með nokkrum ofanígjöfum sendi mér vísur sem taka af allan vafa um hið rétta hreppsheiti. Vísur þessar birtast því hér með, ásamt iðrun nokkurri og afsökun: Í blaðinu ei birta átt en bara svo að það sé rétt; Við upphaf skoða „endinn” mátt, alltaf þegar skrifar frétt. Bara til að brúka kjaft ég brýni fyrir þeim ungu; Frá landnámi „eina” höfum haft „Hróars-” og „Skaftártungu”! Mér þá sama alveg er þó aðrir á fleiri bungum, búi þar sem breiðara er í „Biskups-“ og „Stafholtstungum”! Það strjálast til mín vísur frá Erlendi Hansen á Sauðárkróki. Með þessari vísu Erlendar þarf engar skýringar: Ennishofið, höllin fín hýsir frumugreyin. Augun varpa innri sýn, eitthvað fram á veginn. Hagyrðingamót var haldið á Hellu þann 18 mars síðastliðinn. Mættir voru þar helstu hag- yrðingar landsins, þeir Hjálmar Freysteinsson, Björn Ingólfsson, Pétur Pétursson og Jóhannes á Gunnarsstöðum. Stjórnandi þeirra var Magnús Halldórsson. Heldur var fátt um tilheyrendur, og því rétt að flytja lesendum ofurlítið sýnishorn frá samkomunni. Pétur hóf leik og yrkir braghent um velgjörðamann sinn Jóhannes á Gunnarsstöðum: Rímar glaður rætið þvaður núna, gallamaður grátt með fés Gunnarsstaða-Jóhannes. Og til stjórnandans Magnúsar yrkir Pétur: Magnús slekkur margra þörf á bekknum, dylur ekki afrek sín, allvel þekkir hross og vín. Pétur hefur um nokkurra ára bil farið í fjárleitir með Gunnarsstaðabræðrum Jóa og Ragnari. Vel hafa þeir bræður gert við hann í mat og drykk: Af guðaveig ég gerist kenndur Gunnarsstaða mannanna, en illt mér finnst að hafa hendur í hári þeirra bræðranna. Jóhannes svarar Pétri : Alltaf finnst mér leika í lyndi lífið kringum Pétur minn. Maðurinn er augnayndi og einstaklega nærgætinn. Að endingu fá lesendur eina vísna- gátu að kljást við yfir páskahá- tíðina. Vísan er eftir Svein Víking: Allir þrá og elta það, og ólmir í að taka það. En aðeins fáir finna það, og fúsir sjaldan greiða það. Gleðilega páska. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@simnet.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM 18 nýir frjótæknar útskrifaðir Nýlega luku 18 einstaklingar víðs- vegar að af landinu þriggja vikna námskeiði fyrir frjótækna, sem var sérstaklega ætlað búfræðingum. Námskeiðið var haldið af endur- menntun Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Nautastöð BÍ, Bændasamtök Íslands og fleiri aðila. Hlutverk frjótækna er að fara á milli kúabúa og sæða kýr þannig að kálfar komi í kýrnar af völdum kynbótanautum. Á námskeiðinu, sem var bæði bóklegt og verklegt, var m.a. fjallað um samskipti frjótækna og nauta- stöðvar BÍ, erfða- og kynbótafræði, skýrsluhald í nautgriparækt, fóður og fóðrun mjólkurkúa, líffærafræði, sýkingar í búfé og um smitvarnir. /MHH Ásdís Bjarnadóttir frá Landbúnaðarháskólanum með dýralæknunum Eggerti Gunnarssyni á Keldum og Þorsteini Ólafssyni hjá Matvælastofnun, sem voru m.a. kennarar á námskeiðinu. Leiðbeinendur námskeiðsins ásamt nýju frjótæknunum, sem luku þriggja vikna námskeiði sínu á tilraunabúinu á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Myndir / MHH Á þessari mynd er Pawel Markdwski hefur búið með fjölskyldu sína á Hvolsvelli síðustu 12 ár og unnið allan tíman hjá SS. Honum líkar vel hjá fyrirtækinu og er sérstaklega ánægður með námið í kjötskurðinum sem fram fór á vegum fyrirtækisins í mars. Af þeim 150 starfsmönnum, sem vinna í kjötvinnslu SS á Hvolsvelli eru 85 Pólverjar. / MHH. Meirihluti starfsmanna SS á Hvolsvelli eru Pólverjar - Sumir hafa búið á Íslandi í meira en áratug og líkar vel Dugnaðarforkar í kjötvinnslunni:

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.