Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Gríðarlegt magn af plastefnum fellur til ár hvert á Íslandi sem sorp. Meðal þess sem snertir bændur ekki síst er rúlluplastið en bændur nota hundruð tonna af rúlluplasti árlega. Eitthvað þarf að gera við þetta plast, en hvað? Fyrirtækið PM endurvinnsla end- urvinnur plast og breytir úrgangi í verðmæti. Fyrirtækið getur að sögn forsvarsmanna þess annað endurvinnslu á öllu plasti sem skilað er til endurvinnslu á landinu og hefur áætlanir um að auka enn við sig. PM endurvinnsla er ekki gamalt fyrirtæki en byggir þó á gömlum grunni. Sá grunnur er vinna Jóns Hjartarsonar og hans fjölskyldu á Læk í Ölfusi en þar var lengi rekið fyrirtækið Plastmótun sem endur- vann plast og veiðarfæri og fram- leiddi úr þeim nytsama hluti líkt og girðingarstaura. Fyrirtækið er staðsett í Gufunesi, í svokölluðu Endurvinnsluþorpi sem þar hefur verið sett á fót en fleiri fyr- irtæki sem sérhæfa sig í endurvinnslu á allra handa úrgangi. Hjá fyrirtæk- inu hafa verið þróaðar aðferðir til að hreinsa plast og veiðarfæri sem eru einstakar á heimsvísu en aðgengi að heitu og köldu vatni hér á landi geri slíkt mögulegt. Skapa mikil verðmæti PM endurvinnsla getur í raun endurunnið nánast allt plast sem til fellur á Íslandi nema gosflöskur og örfáar tegundir af mjög hörðu plasti. Sömuleiðist endurvinnur fyrirtækið veiðarfæri. Fyrirtækið tekur við tals- verðu magni af plasti, þar á meðal rúlluplasti, frá þremur móttökuað- ilum, Gámastöðinni, Hringrás og Íslenska gámafélaginu. Annað rúlluplast er ýmist flutt úr landi til endurvinnslu, brennt eða urðað, í litlu magni þó. Haraldur Aikman framkvæmdastjóri PM endurvinnslu segir að markmiðið sé að fá sem mest magn plasts til fyrirtækisins til endurvinnslu. „Eins og staðan er í dag veitum við 19 manns vinnu, við sköpum gríðarlega verðmætaaukn- ingu með því að vinna plastið hér heima og þetta er umhverfisvænt.“ Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki? Framleiðsluafurðir fyrirtækisins eru plastkúlur sem kaupendur nota til að bræða í ýmis konar plastvinnslu. Megnið af afurðum fyritækisins er flutt úr landi en einungis eitt fyrir- tæki, Durinn ehf, nýtir endurunna plastið. Úr því eru meðal annars unnin plaströr og girðingarstaurar. Haraldur segir að alltaf sé töluvert um fyrirspurnir um plast en einkum hafi það verið mikið skömmu eftir efnahagshrunið. Hins vegar hafi enn ekki orðið aukning á viðskiptum við innlenda aðila. Í fyrirtækinu eru þrjár vinnslu- línur. Ein þeirra er notuð til vinnslu á plastfilmu, meðal annars heyrúllu- plast, stórsekki og plastpoka. Önnur lína er notuð til að endurvinna veið- arfæri og í þeirri þriðju eru harðari plastumbúðir, svo sem brúsar, tunnur og plastkör, rifin niður. Það efni er síðan unnið með veiðarfærunum. Góð skil á rúlluplasti, döpur á öðrum plastumbúðum S a m k v æ m t á r s s k ý r s l u Úrvinnslusjóðs fyrir árið 2008 voru flutt inn 1.100 tonn af rúlluplasti. Skilahlutfall það ár var hins vegar 135 prósent eða ríflega 1.500 tonn. Ýmsar skýringar geta verið á mis- ræminu en samkvæmt upplýsingum frá Úrvinnslusjóði er skýringin meðal annars sú að við vigtun á plasti sem skilað er inn vegur vatn og önnur efni sem fylgja talsvert. Ekki sé hægt að komast hjá slíku misræmi en hægt er að fullyrða að nánast allt heyrúlluplast sem til fellur á Íslandi komi til móttökuaðila. Hins vegar er ekki hægt að segja slíkt hið sama um aðrar plastumbúðir en svo er annað plast flokkað hjá sjóðnum. Einungis 23 prósent þess plasts var skilað árið 2008. Fyrir hvert kíló sem flutt er inn þarf að greiða 3 krónur úrvinnslu- gjald en á móti kemur að greiddar eru 40 krónur fyrir hvert kíló sem fer til endurvinnslu, 35 krónur ef plastið er brennt til orkuöflunar og 8 krónur ef það er urðað. Árið 2008 voru tæp þúsund tonn af heyrúllu- plasti endurunnin en um 550 tonn brennd. Minnihluti var svo urðaður. Hins vegar gæti PM endurvinnsla tekið við öllu þessu plasti til endur- vinnslu. Aukna hvata þarf til Haraldur bendir á að það sé undar- legt að sama upphæð skuli greidd vegna endurvinnslu, hvort sem sú endurvinnsla fari fram hér á landi eða erlendis. „Það tekur dálítið hvatann úr þessu því auðvitað er verulega meiri virðisauki að því að endurvinna plastið hér heima auk þess sem það er umhverfisvænna, það þarf þá ekki sömu ferðalög með úrgang úr landi og einnig væri vitanlega hægt að nýta plastið í mun meira mæli hér á landi.“ Vilja fá heimilisplastið líka Frumtak fjárfestingarsjóður keypti í desember á síðasta ári fjórðungs hlut í fyrirtækinu og með aðkomu sjóðsins er stefnt að enn frekari landvinningum á næstu misserum. Miðað við áætlanir næstu ára mun fyrirtækið anna endurvinnslu á öllu plastefni sem til fellur á landinu að sögn Haraldar. Þar á meðal væru sjampóbrúsar, tannkremstúbur og í raun allt plast sem til fellur við venju- legan heimilisrekstur. Því miður, segir Haraldur, kemur hins vegar enn sem komið er lítið af slíku plasti inn til fyrirtækisins. „Mest af þessu fer því miður ennþá í jörðina. Við höfum hins vegar rætt við Sorpu og PM endurvinnsla breytir úrgangi í verðmæti: Gætu endurunnið allt plast á Íslandi Endurvinna rúlluplast, veiðarfæri og plastumbúðir Við endurvinsluna er plastið fyrst kurlað, síðan þvegið og þurrkað áður en það fer í vél sem býr til úr því litlar töllur sem tilbúnar eru til að vinna úr því nytjahluti að nýju. Byggist hagkvæmnin ekki síst á notkun jarðhitavatns. Mjög erfitt hefur verið fram til þessa að endurvinna troll og net, en það hefur verið leyst í PM endurvinnslu. Nú er hægt að endurvinna allt rúllubaggaplast sem til fellur á landinu og plast í nánast hvaða formi sem er. Haraldur Aikman framkvæmdastjóri PM endurvinnslu segir vel mögulegt að endurnýta allt plast sem til fellur á Íslandi. Myndir / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.