Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Tól og tækni Bústofn (www.bufstofn.is), tölvukerfi fyrir búfjáreftir- lit sem upplýsingatæknisvið Bændasamtakanna smíðaði fyrir MAST, fékk góða dóma á Samráðsþingi MAST, sem haldið var 14. apríl sl. Fulltrúar bænda, sem töluðu í hópnum, Bændur og breytingar, lýstu allir yfir ánægju með hve fljótlegt hefði verið að skila inn forðagæsluskýrslu með rafræn- um hætti í gegnum Bústofn, og þá þakkaði Sverrir Sverrisson, faglegur verkefnisstjór MAST í verkefninu, Bændasamtökunum fyrir gott samstarf við þróun kerfisins. Þá komu fram óskir um að MAST þróaði frekar möguleika á að skila sem flestum skýrslum með rafrænum hætti, nú þegar nettengingar bænda væru komnar í viðunandi form, til að gera allt eftirlit skilvirkara og hag- kvæmara. Í þessu sambandi hefur gæðastýringin í sauðfjárrækt verið nefnd, þ.e. að bjóða upp á rafræn skil og rafrænt eftirlit til að auka hagkvæmni og aðgengi upplýs- inga. Verkefnisstjóri og forritari Bústofns fyrir hönd upplýsinga- tæknisviðs Bændasamtakanna er Örn Haraldsson. Búfjárheilsa, nýtt tölvukerfi MAST, í prófun Búfjárheilsa, vefforrit og miðlægur gagnagrunnur utan um sjúkdóms- greiningar, lyfjameðhöndlanir og bólusetningar á búfé, hefur verið í prófun hjá MAST. Upplýsingatæknisvið Bænda- samtakanna þróar kerfið sam- kvæmt forskrift MAST. Í fyrstu atrennu verður skráning fyrir naut- gripi og hross, og er bein tenging við hjarðbækur í skýrsluhaldsfor- ritunum HUPPU og WorldFeng. Síðar verður bætt við skráningu fyrir annað búfé. Í dag fer fram skráning á lyfjaskráningu í WorldFeng í samræmi við kröfur ESB þar um vegna útgáfu hesta- vegabréfa við útflutning hrossa. Sú skráning verður samræmd við Búfjárheilsu. Faglegur verk- efnisstjóri MAST er Auður Lilja Arnþórsdóttir. Forritari Búfjárheilsu fyrir hönd upplýs- ingatæknisviðs Bændasamtakanna er Þorberg Þ Þorbergsson. Bændatorgið opnaði 8. apríl 2011 Eins og flestum er kunnugt þá var Bændatorgið opnað 8. apríl sl. á www.bondi.is. Viljum við hvetja alla bændur til að nýta sér þá möguleika sem Bændatorgið bíður upp á. Þar er m.a. að finna skilaboðaskjóðu, rafræn skjöl, viðburðadagatal, upplýsingar um félagsaðild og tengingar við skýrsluhaldskerfi bænda. Markmið Bændatorgsins er að auka upp- lýsingaflæði milli bænda og ráð- gjafaþjónustunnar. Bændatorginu er ætlað að verða samskiptabrú á milli bænda, búnaðarsambanda og Bændasamtakanna. Allir bændur og ráðunautar sem þegar hafa aðgang að einhverju skýrsluhaldskerfi Bændasamtakanna fá sjálfkrafa aðgang að Bændatorginu, enda sé viðkomandi með félagsað- ild að Bændasamtökunum. Notendahandbók er aðgengi- leg undir liðnum Hjálp á Bændatorginu. WorldFengur – kynbótasýningar ársins eru hafnar Fyrsta kynbótasýning sýningar- ársins 2011 fór fram á Kronshof í Þýskalandi þann 7. apríl sl. Sýnd voru 32 hross og eru allir kynbótadómar aðgengilegir í WorldFeng. Allir kynbótadómar íslenskra hrossa eru skráðir beint inn í WorldFeng á sýningarstað í öllum aðildarlöndum FEIF. Fyrsta kynbótasýning ársins á Íslandi verður haldin 28. – 29. apríl á Sauðárkróki. Dagsetningar allra kynbóta- sýninga er að finna á www. bondi.is. Þá má minna á að allar einkunnir úr löglegum keppnum (íþrótta- og gæðingakeppnum) á Íslandi er að finna í WorldFeng. Upplýsingar um einkunnir erlendis (aðeins WorldRanking) eru einnig aðgengilegar í WorldFeng jafn- óðum og þær berast frá FEIF. Mánaðargjald lækkar á hýsingu á dkBúbót Bændasamtökin bjóða bændum upp á hýsingu á dkBúbót. Það þýðir að bændur keyra dkBúbót í gegnum Netið á sérstökum miðlara sem staðsettur er í Bændahöllinni í stað þess að keyra forritið á eigin tölvu. Kostirnir eru þeir sömu og við vefforrit m.a. að afrit er tekið daglega af bókhaldsgögnum, nýjar uppfærslur eru keyrðar sjálfkrafa inn fyrir bændur og hægt er að nálgast bókhaldið hvar og hve- nær sem er með aðgangsorðum. Mánaðargjald fyrir hýsingu lækkar frá og með 1. júlí 2011 um 12% vegna hagstæðari samninga. Á tíu dögum hefur bensínið hækk- að um níu krónur og eðlilega held ég því áfram að skoða bíla sem eru sparneytnir á eldsneyti. Að þessu sinni kom ég við hjá Bernhard í Vatnagörðum, sem er umboðsaðili fyrir Honda. Fyrir valinu varð Honda Insight Hybrid. Svona Hybrid bíl hef ég ekki prófað áður fyrir Bændablaðið. Fyrir þá sem lítið vita um Hybrid bíla þá eru þeir í raun með tvær vélar, annars vegar bensínvél og hins vegar rafmagnsmótor sem vinnur með bensínvélinni. Á spretti Kóngablár liturinn á bílnum minnti mig á texta sem ég hef oft heyrt sunginn og er um mótorhjólamann á blárri Hondu, við lagið Sprett eftir Hannes Hafstein, og byrjar svona: Ég berst á blárri Hondu fram um veg, og framhjá smárri löggu farta ég, og upp á rörið sný, og undan henni flý, og hámarkshraðareglur eru löngu farnar fyrir bí... Þarna var sungið um mótorhjóla- mann á flótta undan löggu, en ég ók þessum kóngabláa bíl töluvert öðru- vísi en ökumaðurinn forðum í text- anum. Til að rafmagnsmótorinn vinni sem best og bensín þar af leiðandi sparist, er mælaborðið þannig að ef maður er of grimmur á gjöfinni verð- ur það blátt, en ef maður keyrir bílinn alltaf mjúklega er mælaborðið grænt og sáralítil bensíneyðsla (lesist; allt er vænt sem vel er grænt í þessum bíl). Eins og áður sagði er Honda Insight Hybrid með tvo mótora, 1339 rúmsentimetra bensínvél sem skilar 88 hestöflum við 4500 snúninga og 14 hestafla rafmagnsmótor við 1500 snúninga. Meðaleyðsla 5,8 Prufuaksturinn var frá Reykjavík upp að Hellisheiðarvirkjun og til baka. Vegalengdin var um 70 km, var meðalhraðinn 51 km á klst. og eyðslan miðað við 100 km akstur var 5,8 lítrar (vel ásættanlegt fyrir 1240 kílóa bíl). Afturhlerinn truflar baksýnina Þegar mælaborðið var grænt heyrðist ekkert í vélinni (bara veghljóð frá mis grófu yfirborði veganna). Það eina sem truflaði mig í þessum bíl var baksýnisspegillinn inni í bílnum, en þegar maður horfir í hann sér maður ekki vel bíla fyrir aftan vegna þess að afturhlerinn er tvískiptur með lista á milli tveggja rúða. Það sem truflaði var að önnur rúðan er dekkri en hin. Frábærir hliðarspeglar Hliðarspeglarnir eru einhverjir þeir bestu sem ég hef séð á bíl og sést ótrúlega vel aftur fyrir bílinn í þeim. Ég ók stuttan malarkafla sem var með frekar lausu yfirborði og nokkrum misstórum holum. Malarhljóðið af veginum var mjög lítið undir bílinn og framfjöðrunin tók holurnar vel, en afturfjöðrunin er að mínu mati frekar stíf (gæti hugsanlega verið vegna þess að ég var einn í bílnum og að bíllinn verði betri með farþega í aftursætum). Jákvætt: Það besta sem ég sá við þennan bíl er mælaborðið (grænt og blátt), reyni maður að keyra eftir græna mæla- borðinu venst það örugglega og þar af leiðandi lærist að keyra rétt með tímanum, hliðarspeglarnir (utan á bílnum), bíllinn er hljóðlátur, rúm- góður, farangursrými mikið, ágætis orka, fljótur að hitna að innan, lítið malarhljóð undir bílnum á malarvegi. Neikvætt: Baksýnisspegill inni í bílnum, stíf fjöðrun að aftan (bæði á malarvegi og yfir hraðahindranir). sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Eyðir litlu ef ekið er mjúklega – Honda Insight Hybrid – tvinnbíll: Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Upplýsingatækni og fjarskipti Bústofn fær góða dóma Bestu hliðarspeglar á fólksbíl sem ég hef prófað. Ef liturinn er grænn á hraðamælinum er ekið rétt, ef liturinn er blár þá eyðir maður of miklu. Verð: 3.990.000. kr. Lengd: 4.396 mm Breidd: 1.696 mm Hæð 1.425 mm Hestöfl: 102 (bensínvél 88 , rafmagnsmótor 14) Þyngd 1.240 kg Helstu mál Honda Insight Hybrid :Tveir litir í afturrúðum eru truflandi. Ég get ekki hugsað mér hvernig líf það var þegar engar voru hér Helluskeifurnar Síminn er 8937050

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.