Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 2011 Fréttir Hin árlega reiðhallarsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands "Ræktun 2011" fer fram í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli laugar- daginn 23. apríl nk. kl. 20. Þar verður að venju boðið upp á fjölbreytt atriði þar sem aðaláherslan er á kynbóta- hross, yngri sem eldri. Fram koma stóðhestar, hryssur, afkvæmahópar og ræktunarbú. Þetta verður létt og frjálsleg sýning að vanda sem áhugafólk um hrossarækt ætti að hafa gaman af. Miðaverð er kr. 2.500, en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasala fer fram við innganginn. Dagskránna er hægt að kynna sér á vefmiðlum hestamanna. Ræktun 2011 Níu aðilar selja rúlluplast til íslenskra bænda í ár: Óvissa vegna gengisþróunar Hrossaræktarbú ársins mun eiga sína fulltrúa á sýningunni Ræktun 2011 á laugardaginn kemur. Mynd / HGG Hagnaður Kaupfélags Skag- firðinga (KS) á síðasta ári voru 2,4 milljarðar króna eftir skatta. Er um methagnað að ræða en rekstrartekjur ársins námu 26 milljörðum króna. Eigið fé fyrirtækisins nemur nú um 15 milljörðum króna en lögð var áhersla á að lækka skuldir KS á síðasta ári og lækkuðu þær um 5 milljarða króna. KS er í eigu ríflega 1.500 félags- manna og um 730 manns vinna hjá fyrirtækinu. Félagið rekur sláturhús og kjötafurðastöð, mjólkursamlag, útgerðarfyrirtækið Fisk seafood, umfangsmikla verslunarstarfsemi og þjónustu, vörumiðlun auk annars. KS sýnir methagnað Handverks- hátíð 2011 Hin árlega Handverkshátíð í Eyjafirði verður haldin við Hrafnagilsskóla dagana 5.-8. ágúst. Athygli er vakin á því að umsóknar- frestur fyrir þá sem ætla sér að vera með bása á sýningunni rennur út 1. maí nk. að þvíer segir í tilkynningu. Áhugi á handverki og hönnun er mikill og að sögn skipuleggjenda ber- ast umsóknir daglega frá áhugasömu handverksfólki sem hyggst kynna sig og sínar vörur. Allar nánari upplýsingar um Handverkshátíðina má finna á vef- síðunni www.handverkshatid.is Söluaðilar Sími Plasttegund Breidd Litur Listaverð án vsk. Greiðslukjör Búaðföng* 487-8888 Polybale 75 cm Hvítt, grænt og svart 11.400 Samkomulagsatriði Polybale 50 cm Hvítt 9.500 Samkomulagsatriði Búvís** 465-1332 Rani 75 cm Hvítt og ljósgrænt 11.760 3% afsláttur ef greitt er í apríl Rani 50 cm Hvítt og ljósgrænt 9.860 3% afsláttur ef greitt er í apríl Fóðurblandan*** 5709800 Trioplast 75 cm Hvítt og grænt Óákv. Silotite 75 cm Hvítt og grænt 10.800 Greiðslukjör í boði Jötunn vélar 480-0400 Bal'ensil 75 cm Hvítt og grænt 12.900 Samkomulagsatriði Bal'ensil 50 cm Hvítt 10.200 Samkomulagsatriði Landstólpi 480-5600 Stólpaplast 75 cm Ljósgrænt 9.500 Samkomulagsatriði Lífland**** 540-1100 Duoplast 75 cm Hvítt 11.600 3% staðgr.afsl. Megastretch 75 cm Hvítt og grænt 11.600 3% staðgr.afsl. Sláturfélag Suðurlands***** 575-6000 Teno Spin 75 cm Hvítt 12.905 3% magnafsl., 3% staðgr.afsl. Teno Spin 50 cm Hvítt 10.570 3% magnafsl., 3% staðgr.afsl. Polybale 75 cm Ljósgrænt 12.142 3% magnafsl., 3% staðgr.afsl. VB Landbúnaður****** 414-8600 SuperGrass 75 cm Hvítt og grænt 11.650 SuperGrass 75 cm Svart 11.450 SuperGrass 50 cm Hvítt 10.900 Þór******* 568-1500 Visqueen 75 cm Hvítt, grænt og svart 10.787 Greiðslufrestur í boði Visqueen 50 cm Hvítt 9.177 Greiðslufrestur í boði *Miðað við staðgreiðslu fyrir 15. maí. Verð geta breyst vegna gengisþróunar **Verð miðast við að gengi evru sé 162 krónur og greitt sé fyrir 10. október. Verð geta breyst vegna gengisþróunar. ***Miðað við staðgreiðslu ****Verð miðast við að gengi evru sé 162 krónur. Tveir gjalddagar, 15. júlí og 15. ágúst. Verð geta breyst vegna gengisþróunar. *****Verðskrá gildir til 31. mars. Verð geta breyst vegna gengisþróunar ******Takmarkað magn í boði. Miðað við staðgreiðslu fyrir 1. maí ******* Miðað við að pöntun berist fyrir 30. apríl. Verð miðast við gengi evru 2. maí og gjalddaga 10. maí Ársins 2010 verður minnst sem árs náttúruhamfara, ekki ein- göngu hér á landi heldur um heim allan. Svo hófst ræða Sigurgeirs Sindra Sigurgeirssonar formanns Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var 7.-8. apríl síðastliðinn. Þó væri enn nöturlegra að hugsa til þess að þeir umhverfisþættir sem þó væri í mannana valdi að hafa stjórn á skyldu nú valda inn- lendri matvælaframleiðslu skaða. Vísaði hann þar til díoxínmálsins svokallaða í Skutulsfirði. MAST stóð sig ekki Sindri gagnrýndi harðlega við- brögð Matvælastofnunar (MAST) og ekki síður stjórnvalda vegna málsins alls. „Í fimm heimsálfum voru sagðar afar óljósar fréttir af díoxínmenguðu lambakjöti frá Íslandi. Þær fréttir voru byggðar á tilkynningu frá Matvælastofnun sem gerði ekki grein fyrir umfangi málsins eða þeirri staðreynd að kjötið kom frá mjög afmörkuðu svæði í nágrenni Sorpbrennslunnar Funa í Skutulsfirði og að magn þess nam einungis um 0,025 prósentum af árlegri innanlandssölu.“ Brýndi Sindri eftirlitsaðila eins og MAST og Umhverfisstofnun til að draga lærdóm af málinu svo slíkt myndi aldrei henda aftur. Átakanlegt að fylgjast með stjórnvöldum Átakanlegt er, sagði Sindri, að fylgj- ast með úrræðaleysi stjórnvalda þar sem hver vísaði á annan varðandi tjón bænda á svæðinu. Hins vegar væri það ekki hið eina sem átakanlegt væri upp á að horfa varðandi stjórn- völd. „Hún nefnir sig norræna vel- ferðarstjórn og er laustengt bandalag þingmanna Samfylkingar og hluta þingmanna Vinstri grænna. Þessir lýðsins leiðsögumenn hafa kosið að breiða yfir eigið úrræðaleysi með því að benda á betri tíð og blóm í haga í örmum Evrópusambandsins.“ Fulltrúar ESB hreinskilnir Sindri sagði það allrar athyglivert að sjá Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra reyna að neita því að fram færi nú aðlögun að regluverki Evrópusambandsins (ESB). Fulltrúar ESB í aðildarviðræðunum hafi í það minnsta verið nægjanlega hreinskilnir til að segja það vafningalaust að við undirritun aðildarsamnings verði Ísland að hafa byggt upp stjórnkerfi sem geri landinu kleift að virka sem fullgilt aðildarríki. „Enda er ekki óeðlilegt af hálfu ESB að gera kröfur um aðlögun ríkja sem hafa sótt um aðild, enda gera þeir ráð fyrir því að slíkri aðildarumsókn fylgi þjóðarvilji um að ganga inni í ESB eins og það er hverju sinni. Slíkt á ekki við um Íslendinga sem vilja kíkja í pakkann og sjá svo til. Þjóðinni er svo talin trú um að hægt sé að fá varanlegar undanþágur alveg hægri vinstri. Það er óheiðarlegt af okkur Íslendingum gagnvart aðildarríkjum ESB að fórna tíma og peningum okkar og þeirra í könnunarviðræður um samning sem þjóðin kærir sig ekki um,“ sagði Sindri. Sindri sagðist óttast að ekki fylgdi hugur máli þegar stjórnvöld segist vilja standa vörð um íslenskan land- búnað. Skýr vísbending um það væri skipan fulltrúa í samningahóp um landbúnað þar sem aðeins þrír full- trúar bænda ættu sæti. Björt teikn á lofti Ekki var þó eingöngu um bölmóð að ræða í ræðu Sindra enda mörg teikn á lofti um bjarta tíma í sauðfjárbú- skap. Á fyrstu þremur mánuðum hefði sala á lambakjöti t.a.m. aukist um rúm ellefu prósent og um níutíu prósent á utanlandsmarkað. Birgðir af kindakjöti í landinu væru nú fjórðungi minni en á sama tíma í fyrra. Verð á erlendum mörkuðum hafi hækkað svo að nú sé það sambærilegt við verð á innanlandsmarkaði. / Sindri nefndi að vegna þessarar aukningar hefðu hafist umræður um að skortur yrði á lambakjöti í sumar. Hann fullvissaði fundinn um að slíkar áhyggjur væru ástæðulausar enda kappkostuðu íslenskir sauðfjárbænd- ur að þjónusta sinn heimamarkað. Gríðarlegar gjaldeyristekjur Enn fremur sæu margir ofsjónum yfir ríkisstuðningi sem færi til greinar- innar nú þegar fjörutíu prósent fram- leiðslunnar væru flutt út. Það væri athyglisvert í því ljósi að skammt væri síðan að lögskipað hefði verið að flytja þyrfti ákveðinn hluta fram- leiðslunnar úr landi. „Samtals nema gjaldeyristekjur af útflutningi sauðfjárafurða nú tæpum 3 milljörðum. Það er athyglisvert að setja þá upphæð í samhengi við rúma 4 milljarða sem greiddir eru í ríkisstuðning til sauðfjárræktar á hverju ári. Sauðfjárbændur eru að skapa gríðarlegar gjaldeyristekjur og taka því þátt í að skapa jákvæðan vöruskiptajöfnuð fyrir þjóðarbúið, um leið og þeir sjá innanlands- markaðnum fyrir úrvalsvöru á góðu verði,“ sagði Sindri. Ítreka andstöðu við ESB Fundur LS var hinn líflegasti og voru samþykktar þar fjöldi álykt- ana. Eins og sjá má á forsíðu kom fram gríðarhörð gagnrýni á MAST á fundinum sem endurspeglaðist bæði í umræðum og ályktunum fundarins. Þá var talsvert rætt um afurðaverð og aðfangahækkanir til bænda. Fundurinn skoraði á alla sláturleyfis- hafa að hækka afurðaverð til bænda verulega á komandi hausti enda hafi verð til bænda lítið hækkað en aðföng og annar kostnaður hækkað gríðarlega. Þá lýsti fundurinn fullum stuðn- ingi við afstöðu Búnaðarþings gagn- vart Evrópusambandsaðild og var andstaða við hana ítrekuð. Þrátt fyrir að hugsanlegt sé að sauðfjárbúskapur á Íslandi gæti staðið af sér aðild muni landbúnaðurinn í heild sinni verða verulega illa úti. Til lítils væri unnið ef að sauðfjárbændur stæðu einir eftir þegar búið væri að stórskaða allan annan landbúnað og úrvinnslu afurða í landinu. /fr Formaður LS gagnrýndi viðbrögð við díoxínmálinu harðlega í setningarræðu aðalfundar: Úrræðaleysi stjórnvalda átakanlegt - Óttast að hugur fylgi ekki máli hjá stjórnvöldum um að standa vörð um landbúnað Sindri Sigurgeirsson, formaður Lamndssamtaka sauðfjárbænda, var afar harðorður í garð eftirlitsaðila varðandii díoxínmálið. Sindri ræðir málin við Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra Kaupfélag í góðum rekstri: All nokkur óvissa er um verð á rúlluplasti til bænda í sumar þar eð margir söluaðilar setja fyrir- vara við verð sín vegna gengis- þróunar. Þó virðist verð almennt vera nokkru lægra en í fyrra ef miðað er við listaverð sem söluað- ilar gefa upp nú. Rétt er að taka fram að í all nokkrum tilfellum miða söluaðilar við ákveðið gengi evru eða gengi á ákveðnum tíma. Söluaðilum fækkar um einn Samkvæmt upplýs ingum Bændablaðsins virðist sem níu fyrir- tæki muni hafa rúlluplast til sölu í ár. Er það fækkun um eitt fyrirtæki frá fyrra ári. Í mörgum tilfellum mið- ast þau verð sem gefin eru upp við staðgreiðslu en mörg fyrirtækjanna bjóða hins vegar einnig upp á ýmis konar greiðslukjör. Getur þá verið um greiðsludreifingu að ræða en einnig er hugsanlegt að hægt sé að ná fram magn afsláttum eða öðrum afsláttarkjörum. Eru bændur hvattir til að huga vel að slíkum samanburði. Sömu tegundir og í fyrra Í flestum tilfellum er um sömu teg- undir að ræða í ár og boðið var upp á í fyrra. Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins er þó nokkuð um að bændur hafi þegar gengið frá kaupum eða pöntunum á plasti. /fr

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.