Bændablaðið - 20.04.2011, Page 26

Bændablaðið - 20.04.2011, Page 26
26 - Sauðfjárræktin BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Gunnar Þórarinsson og Matthildur Hjálmarsdóttir reka öflugt fjárbú að Þóroddsstöðum í Hrútafirði þar sem þau tóku við búrekstri af foreldrum Gunnars árið 1998. Þetta bú hefur á síðustu árum verið í hópi afurðamestu búa landsins. Haustið 2010 voru reiknaðar meðalafurðir eftir ána 33,4 kg. Áður en Gunnar og Matthildur tóku við búskapnum hafði Gunnar í meira en áratug starfað sem héraðsráðunautur í Vestur- Húnavatnssýslu. Bændablaðið sótti þau heim í síðustu viku með Jón Viðar Jónmundsson, landsráðunaut Bændasamtaka Íslands, sér til fulltingis. Samkvæmt niðurstöðum fóstur- vísatalningar bera 360 ær í vor á Þóroddsstöðum og 74 gemlingar. Níu voru geldir af gemlingunum og einn er búinn að láta. Frjósemin er tæplega 2,1 lömb á hverja á. Af þeim 73 gemlingum sem eiga að bera eru 30 með tvö og einn með þrjú lömb. Fóðrun „Við gefum vothey annað málið allan veturinn, frá því ærnar koma inn í lok nóvember og þar til þær fara út að vori, og rúlluhey í hitt málið. Ærnar voru flokkaðar niður strax eftir fósturtalninguna sem var 22. mars. Þá settum við þrílemburnar og fjórlemburnar sér og einnig einlemb- urnar. Þá tókum við líka frá þær 39 ær sem héldu við sæðingunum og sem eiga að bera rétt fyrir mánaðamótin, hinar byrja um viku seinna,“ segja þau. „Við erum alveg hætt að fóðra ærnar á kjarnfóðri. Gemlingarnir hafa síðan í byrjun febrúar fengið Eftir fósturtalningu hafa einlembdu gemlingarnir fengið um 30 gr á dag og þær tvílembdu um það bil 60 gr. Undanfarin ár höfum við ekki gefið kjarnfóður eftir burð en í vor stefnir í að við þurfum að láta einhverja gemlinga ganga með tvö lömb og ær með 3 lömb og verða þeim gefin féð hefur aðgang að saltsteinum og fötum með steinefnablöndu á meðan það er inni.“ Vinnulag á sauðburði „Sauðburðurinn fer allur fram í einu húsi og er sólarhringsvakt yfir þessu. Þegar maður sér að ærnar ætla að fara að bera, að þær eru komnar með góða lambsótt, þá eru þær teknar inn í rúmgóða stíu og látnar bera þar. Þegar þær eru bornar er þrengt að þeim, þær settar í um tveggja fer- metra stíur og látnar vera þar þar til lömbin eru orðin þurr. Það er oftast í kringum einn sólarhring sem þær eru látnar vera svona einar áður en þær eru settar tvær og tvær saman, í þrjá til fjóra daga, í um tveggja fermetra stíur. Þá eru þær settar saman fjórar og fjórar, en aldrei í stærri hópa á húsi.“ Burðurinn „Yfirleitt eru ekki vandamál með vanhöld – ekki út af burðarerfið- leikum. Það er breytilegt á milli ára hve vanhöld eru mikil. Síðastliðin tvö ár hefur ekki margt verið dauð- fætt. Við reynum að grípa inn í eins fljótt og hægt er með burðaraðstoð. Við metum það bara í hverju tilfelli hvenær þörf er á hjálp en reynum að draga ekki of lengi að skoða hvort eitthvað sé að.“ Slefa „Við tökum á slefu með ströngu eftirliti og AB-mjólk. Við gefum þegar þau eru nýfædd og svo er eftir- lit tvisvar á sólarhring svona fyrstu tvo sólarhringana. Ef þau eru veik sem oftast, þangað til þau eru orðin góð. Þetta hefur reynst okkur duga í það minnsta jafnvel og sýklalyf. Þegar öll lömbin eru komin hjá ánni fá þau AB-mjólkina og eru síðan sett í minni stíu og allt skráð.“ Vanið á milli „Við höfum gert það nokkur undan- farin ár að safna legvatni. Þegar einlemba fær sótt er hún tekin frá og þá fer eftir því hvað er til af lömbum hvernig við forgangsröðum; hvaða lamb er fyrst tekið til að venja undir. Yfirleitt reynum við, ef hægt er, að taka lömbin sem á að venja klukkutímum áður, til að þau séu svöng þegar kemur að því. Svo er það reyndar svolítið mismunandi hvað þær eru fljótt tilbúnar að taka lömb. Oftast er það þó þannig að þær vilja fá fósturlambið þegar fer að sjást í lambið þeirra. Þá eru t.d. tvö lömb tekin saman, sem eru kannski í minna lagi, þau böðuð og svo er makað á þau legvatni. Svo tekur hún við þeim, en hennar lamb er þá vanið undir næstu einlembu sem ber. Ef tvílemba missir annað lambið venjum við nánast alltaf tvö undir hjá henni og setjum þá hennar lamb undir aðra á. Að ætla að venja eitt lamb undir á móti er mjög erfitt – nánast útilokað. Þetta eru alltaf einhverjir tugir sem Við erum með aukahúsnæði þar sem við getum verið með 100 lambær og gætum því fræðilega látið allt bera inni. Hin síðari ár höfum við sem betur fer ekki þurft á því að halda. En ef þess þyrfti þá höfum við líka aðra flatgryfjuna upp á að hlaupa.“ Settar út „Við reynum að setja ærnar út þegar lömbin eru vikugömul , eftir vikuna fer að verða erfiðara að hafa þau inni. Við sprautum öll lömb með bland- aða bóluefninu áður en þau fara út. Lömbin og ærnar fá þá líka lang- kindur saman út í hólf heima við fjár- húsin og höfum þær þar í 2 sólar- hringa en eftir það fara þær á beit, ýmist á tún eða úthaga. Gemlingar og tvævetlur eru hafðar saman og er beitt á önnur tún og úthaga en eldri ánum fyrstu vikurnar úti. Þeim er gefið hey þar til beit er orðin næg, stundum fram í miðjan júní. Þær sem fara út eftir að úthagi byrjar að grænka fara beint úr hólfunum við húsin í úthagahólfin. Þær eru þar í nokkra daga áður en við hleypum þeim lengra – alveg í frjálsræðið.“ Þegar út er komið „Um þriðjungur fer á afrétt og aðal- lega er það yngra féð. Að hluta til skýrist það af því að við höfum verið með yngra féð hér heima við. Einnig er það þannig að þegar eldri ærnar fara út úr hólfunum, þegar það fer að gróa, þá eru þær bara farnar og við náum þeim ekki heim. Það eru ekki fjárheldar girðingar hér fyrir ofan og féð kemst um allan Hrútafjarðarháls. Um 20. júní, undanfarin ár, höfum við byrjað að flytja féð á heiði og höfum þá byrjað á því fé sem er neðan vegar, því þar er frekar þétt á því. Oftast dregst það fram eftir júnímánuði og jafnvel fram í byrjun júlí að klára að flytja á heiðina, því það passar yfirleitt að það er komið að slætti þegar heiðin er opnuð og þá látum við heyskapinn hafa forgang. Allt féð er haustrúið en þegar snoðið er klippt eru ærnar hálf- rúnar en hreinsað alveg af gemling- unum. Við gerum það í það minnsta fyrir sálina í okkur að skilja eftir aftaná ánum, kannski erfitt að segja nákvæmlega til um það hvað þetta gerir mikið gagn fyrir þær.“ Ráð um þrif á gólfum og steinefnafötur Matthildur lumar í lok samtalsins á ráðum sem hún vill leyfa fleirum að njóta. „Nágranni okkar fann upp á góðri aðferð til að þrífa krærnar á sauðburði. Best er auðvitað að smúla gólfin með háþrýstidælu, en það er kannski ekki alltaf hentugt þar sem drullan vill spýtast út um allt. Þá er gott að saga plasttunnu í tvennt og nota efri hlutann á tunnunni þannig að hún liggi á gólfinu og svo er smúlað inn í tunnuna. Þannig er hægt að smúla innan um lambféð og sáralítið slettist og spýtist af gólfinu. Föturnar með steinefnablönd- unni festum við á milligerðirnar þannig að opið vísi inn í króna. Þannig haldast þær hreinar og ærnar virðast nýta sér þetta enn betur en ef þetta er látið standa í krónum þar sem það vill skitna.“ /smh Heimsóknir á fjárbú í Vestur-Húnavatnssýslu Þóroddsstaðir í Hrútafirði Á Þóroddsstöðum eru tvær flatgryfjur. Gunnar og Matthildur gefa vothey annað málið allan veturinn. Gunnar Þórarinsson og Matthildur Hjálmarsdóttir reka öflugt fjárbú að Þóroddsstöðum í Hrútafirði. myndir | smh Bændurnir og Jón Viðar ræða skipulagningu á sauðburði.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.