Bændablaðið - 20.04.2011, Page 29

Bændablaðið - 20.04.2011, Page 29
BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 20. APRÍL 2011 Sauðfjárræktin - 29 Sáðvörulistinn kominn Nú er rétti tíminn til að huga að sáðvörum. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval tegunda af fræi sem hafa verið á markaðnum undanfarin ár. Það á bæði við um grasfræ og fræ til kornræktar. Frí heimkeyrsla ef pantað er fyrir 1.maí Fóðurblandan - Korngörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 570 9800 - Fax: 570 9801 - netfang: fodur@fodur.is - www.fodur.is FB verslun Selfossi Austurvegi 64a sími 570 9840 FB verslun Hvolsvelli Hlíðarvegi 2- 4 sími 570 9850 FB verslun Egilsstöðum Miðvangi 31 sími 570 9860 www.aburdur.is Grasfræ til túnræktar 2000515 Grasfræblanda I * 25 25 2000520 Grasfræblanda II* 25 25 2002032 Vallarfoxgras Snorri 25 10 2002025 Vallarfoxgras Vega 25 25 2002036 Vallarfoxgras Jonatan 25 10 2002030 Vallarfoxgras Grinstad 25 10 2002028 Vallarfoxgras Engmo 25 25 2003020 Vallarsveifgras Sobra 18 25 2003030 Vallarsveifgras Balin 18 25 2004015 Fjölært rýgresi Calibra 35 25 2004020 Fjölært rýgresi Bargala ( 4 n ) 35 25 2001021 Túnvingull Gondolin 20 til 25 18 2004074 Hvítsmári Undrom 5 til 6 10 2004085 Rauðsmári Ares 5 til 6 10 *Grasfræblanda I, gefur góðan endurvöxt, tilvalin þar sem slegið er tvisvar. **Grasfræblanda II, hentar vel til beitar og þar sem slegið er einu sinni. Vetrarþol meira en í Grasfræblöndu I. Grænfóðurfræ kg/haYrki Sekkur kg. kg/haYrki Sekkur kg. kg/haYrki Sekkur kg. Vaxtad*** 2012015 Sumarrýgresi Barspectra 2 (4 n) 35 25 50-60 2012020 Sumarrýgresi Bartigra (4 n) 35 25 50-60 2013015 Vetrarrýgresi Barmultra (4 n) 35 25 70-100 2013023 Vetrarrýgresi Danergo 35 10 70-100 2011014 Sumarhafrar Belinda 180-200 25 75-110 2011016 Sumarhafrar Belinda 180-200 600 75-110 2014021 Sumarrepja Pluto 15 25 50-75 2015015 Vetrarrepja Barcoli 10 25 90-120 2015020 Vetrarrepja Barsica 10 25 90-120 2016061 Vetrarrepja Hobson 10 25 90-120 2016014 Fóðurnæpur Samson 1,5 1 100-130 2004085 Fóðurmergkál Gruner Angeliter 9 1 120-150 *** Vaxtadagar - eða nýtingartími frá sáningu. Oftast miðað við daga frá 31. maí. Bygg til þroska 2022510 2ja raða Kría 180-200 700 2022517 2ja raða Kría 180-200 25 2022010 6 raða Lómur 180-200 700 2022017 6 raða Lómur 180-200 25 2021005 6 raða Tiril 180-200 40 2021030 6 raða Ven 180-200 40 2011081 Hafrar til þroska Cilla 180-200 600 Hafrar til þroska Cilla 180-200 25/600 Sé óskað eftir tegundum sem ekki eru á listanum reynum við að útvega þær. Allar tölulegar upplýsingar sýna að ótrúlega miklar breytingar hafa orðið á kjötgæðum hjá íslensku sauðfé á síðasta áratug. Um leið virðist fullljóst að megin- hluta þessara breytinga megi rekja til breytinga á stofninum sjálfum vegna mjög skipulegs ræktunarstarfs bænda á undan- förnum árum. Grunnurinn að þessum miklu framförum var lagður með tveim áhrifamiklum breytingum á tíunda áratugnum. Fyrst komu ómsjármælingarnar sem sköpuðu byltingarkennda möguleika í mati kjötgæða hjá lifandi gripum. Laust fyrir aldamótin var kjötmatinu breytt í EUROP matið. Með því voru meginþættirnir í kjötgæðum; vöðvafylling lambanna og fita aðskilin og miklu nákvæmari upp- lýsingar fengust en áður hafði verið unnið með. Til að auka öryggi úrvalsins komu auk ómmælinganna skipulegar afkvæmarannsóknir á hrútum þar sem niðurstöður mæl- inga og kjötmatsins voru samein- aðar til sögunnar við skipulega leit á úrvalseinstaklingum. Strax í byrjun var mikil þátttaka bænda í afkvæmarannsóknum þessum á vegum búnaðarsambandanna og hefur farið jafnt og þétt vaxandi en þetta starf hefur verið dyggilega stutt, fyrsta af Framleiðnisjóði og síðustu árin með fé af þróunarfé sauðfjársamnings. Stóraukin notkun sæðinga hefur síðan tryggt hraða dreifingu á besta erfðaefninu en áherslur hafa verið miklar á kjöt- gæði í vali stöðvarhrútanna auk þess sem afkvæmarannsóknirnar hafa tryggt miklu öruggara val þeirra fyrir þennan eiginleika en áður var. Umfang afkvæmarannsókna meiri en nokkru sinni Nú er nýlokið samantekt um niður- stöður afkvæmarannsóknanna á vegum búnaðarsambandanna haustið 2010. Umfang rannsókn- anna er meira en nokkru sinni áður. Rannsóknir voru gerðar á samtals 295 sauðfjárbúum um allt land og meira en 2500 afkvæmahópar komu til dóms í þessum rannsóknum. Örstutt að rifja það upp að rannsóknin byggir á tveim megin- þáttum sem telja jafnt í heildar- einkunn hrútsins. Annars vegar eru ómsjármælingar og mat á lifandi lömbum undan hrútunum en hins vegar niðurstöður úr kjötmati hjá sláturlömbunum undan honum. Sem mælikvarða um mikil áhrif sæðinganna á dreifingu erfðaefnis er að þegar tekið er saman yfirlit um tæplega 260 hrúta sem fá 120 eða meira í heildareinkunn í rann- sóknunum (listi um topphrútana) þá kemur í ljós að meira en tveir þriðju þessara hrúta eru synir sæð- ingahrúta á síðustu árum. Synir Kveiks og Rafts áberandi Eins og verið hefur síðustu ár eru synir Kveiks 05-965 og Rafts 05-966 yfirþyrmandi þarna en Kveikur á þar 36 syni og Rafturn 27. Síðan á Púki 06-807 þar 6 syni og nokkrir hrútar eiga fimm sona hópa en það eru; Hvellur 05-969, Bifur 06-994, Þráður 06-996 og Prjónn 07-812. Reynslan hefur sýnt að ein- hverjir topphrútar þessara rann- sókna á hverju ári hafa lokið sínu lífshlaupi sem stöðvarhrútar. Hér á eftir verður vikið örstutt að þeim hrútum sem haustið 2010 fengu 150 eða meira í heildareinkunn í rann- sóknunum. Að vísu eru sumir af þessum hrútum á stöðum sem eru á bannsvæðum sæðingastöðvanna. Efstur stóð Lambás 08-100 sem var í rannsókn í Garðshorni á Þelamörk með 162 í heildareinkunn (143 kjöt- mat-181 lifandi lömb). Þessi hrútur er í eigu fjárræktarfélagsins Neista í Hörgárbyggð og varð fyrst frægur haustið 2008 þegar hann var sleginn félaginu á uppboði á hrútadeginum á Raufarhöfn fyrir hátt verð en hann er fæddur í Sveinungsvík undan Bjálka 06-995. Því miður er þessi hrútur áhættuarfgerðar sem lokar stöðvardyrum fyrir honum. Næstur stóð Freyðir 09-104 í Lundi á Völlum með 156 (148-164) en hann er sonur Freyðis 07-810 og dóttursonur Lóms 02-923. Gellir 07-306 í Leirhöfn á Sléttu var einnig með 156 (127-186) en hann var toppur rannsóknanna haustið 2009. Þessi hrútur var sonur Hvells 05-969 og stöðvarnar keyptu hann sumarið 2010 en hann drapst því miður nýkominn í einangrun- argirðinguna. Kverkur 08-465 á Svínafelli 2 í Öræfum var með 154 í heildareinkunn (134-174) en þetta er sonur Kveiks 05-965 og dóttur- sonur Abels 00-890. Kári 09-219 í Fornustekkum í Nesjum var með heildareinkunn 153 (145-161) en hann er sonur Freyðis 07-810 og í móðurætt afkomandi Kristals 02-102 sem var yfirburðakind á þessu búi fyrir þessa eiginleika fyrir nokkrum árum. Skari 09-652 á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð var með 151 í heildar- einkunn (150-153) en hann er sonur Rafts 05-966. Kaktus 09-406 á Barkarstöðum í Miðfirði fékk 150 í heildareinkunn (129-171) en hann er sonur Fannars 07-808 og dóttur- sonur Bangsa 05-511 sem var efstur í þessum rannsóknum yfir landið haustið 2006. Þessi upptalning stað- festir að hér fara engir tilviljunargripir heldur þaulræktaðir einstaklingar fyrir kjötgæðum. Afkvæmarannsóknir á bondi.is Á næstu dögum verða allar niðurstöð- ur afkvæmarannsóknanna frá haustinu 2010 aðgengilegar á netinu (bondi.is). Þar er að finna tölulegar upplýsingar um hvern einasta afkvæmahóp ásamt umfjöllun í texta um niðurstöður hvers einstaks bús. Minnt er á að þar eru einnig hliðstæðar niðurstöður fyrir mörg undangengin ár. Þarna eru því að finna skráða mikilvægustu þætti í ræktunarsögu margra helstu ræktunarbúanna í landinu á síðasta áratug. Að lokum eru bændur hvattir til að sinna ræktunarstarfinu áfram af sama krafti og verið hefur, aðeins þannig verður áframhaldandi árang- ur á því sviði tryggður. Afkvæmarannsóknir á hrútum fyrir kjötgæði hjá búnaðarsamböndunum haustið 2010: Ótrúlega miklar breytingar hafa orðið á kjötgæðum Raftur. Kveikur. Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í sauðfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Kjötgæði

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.