Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 20.04.2011, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 20. apríl 201 Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri mætir óskum ferðamanna með fróðleik um Eyjafjallagosið: Breytti gömlu bílaverkstæði í gestastofu Aðdragandi eldgossins í Eyja- fjallajökli var fremur sakleysis- legur og vakti reyndar mikla hrifningu ferðaþjónustuaðila ólíkt því sem á eftir kom. Laugardaginn 20. mars 2010 hófst eldgos á Fimmvörðuhálsi úr 0,5 kílómetra langri gossprungu. Talið er að gosið hafi byrjað á tíma- bilinu 22:30-23:30. Því gosi lauk samkvæmt skráningu Veðurstofu Íslands klukkan 08:05 þann 12. apríl 2010. Þetta gos, sem var aðal- lega hraungos, var sannkallað ferða- mannagos og hafði engin alvarleg áhrif í byggð. Gosið á Fimmvörðuhálsi reyndist þó aðeins undanfari stórtíðinda því aðfaranótt 14. apríl hófst annað gos í toppgíg Eyjafjallajökuls. Fyrstu merki um það gos á yfirborði voru vatnavextir undan Gígjökli klukkan 7 að morgni 14. apríl 2010. Það vatn streymdi fram í Markarfljót og í kjölfarið varð vart við gosmökk sem steig hratt upp í um 8 kílómetra hæð. Flóð sem fyllti farveg Markarfljóts olli miklu tjóni á þjóðvegi 1 en brú tókst að bjarga. Mest tjónið varð þó af gríðarlegu öskugosi úr Eyjafjallajökli sem lokaði fyrir flugum- ferð um nær alla Evrópu l a n g t í m u m saman og rask- aði ferðum milljóna farþega flug- félaga um allan heim. Askan lagðist einnig yfir byggð undir Eyjafjöllum og kaffærði tún og engi og varð fólk að flýja vegna öskunnar. Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri mat stöðuna fljótlega þannig að ekki yrði vænlegt um búrekstur það sumarið. Gosið stóð fram í júní en eftir 10. júní varð ekki vart við öskugos en mikilla gufubólstra varð þó vart fram á mitt sumar. Fljótlega kom í ljós að gróður tók furðu vel við sér undan öskunni þó öskufok yrði til mikils ama allt sumarið og fram á vetur. Staðan í dag er gjörbreytt og bændur virðast almennt bjartsýnir undir Eyjafjöllum hvað komandi sumar varðar. Túristagos sem breyttist í martröð Fréttir Gosið í Eyjafjallajökli Mynd | HKr. Þegar rétt ár var liðið frá upphafi eldgossins í Eyjafjallajökli þann 14. apríl var formlega opnuð gestastofa í fyrrum verkstæði á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Í gestastofunni hefur verið komið upp glæsilegri sýningu með ljós- myndum og margvíslegum fróð- leik um eldgosið í Eyjafjallajökli á íslensku og ensku. Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvalseyri segir að ferða- menn hafi mikið spurt um gosið og því hafi verið full þörf á að koma upp gestastofu sem þessari. „Þetta er í gömlu verkstæði við heimreiðina að bænum sem ég er búinn að innrétta fyrir sýningar. Það var engi að gera neitt varðandi þetta heimsfræga eldfjall en fólk er mikið búið að spyrja um þetta,“segir Ólafur. Föstudagskvöldið 15. apríl var boðsgestum boðið að skoða nýju aðstöðuna þar sem ný heim- ildarmynd um gosið var frumsýnd. Kvikmyndagerðin var í umsjón Sveins M. Sveinssonar hjá Plús Film. Myndin fjallar um gosið og lífið á Þorvaldseyri og nágrenni meðan gosið stóð yfir. Tökur í myndina hófust 15. apríl í fyrra eða daginn eftir að gosið hófst og var miklu myndefni safnað í gosinu. /HKr./MHH Fjölskyldan á Þorvaldseyri í nýju gestastofunni, sem var tekin í notkun 14. apríl, á eins árs afmæli gossins í Eyjafjallajökli. Á myndinni eru, frá vinstri, Hanna Lára, Páll Eggert Ólafsson, Ólafur Pálsson, tveggja ára, Sigríður Ólafsdóttir, Inga Júlía Ólafsdóttir og hjónin á Þorvaldseyri, Guðný Valberg og Ólafur Eggertsson. Myndir | Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýja gestastofan eru í bílaverk- stæði frá 1960 á Þorvaldseyri, rétt við þjóðveginn. Á síðasta ári var húsnæðið m.a. notað við tilrauna- vinnslu á repjuolíu sem unnin var til úr repju sem ræktuð var á Þorvaldseyri. Tveir góðir, Kjartan Þorkelsson, sýslumaður Rangæinga og Óli á Eyri en mikið mæddi á þeim í gosinu. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri er ekki af baki dottinn þó horfur hafi ekki verið góðar fyrir búskap undir Eyjafjöllum fyrir réttu ári er sveitin kaffærðist í öskuskýi úr gosinu í Eyjafjallajökli. „Staðan er góð, það er að vora og grænka og allt sem er á sléttlendinu lítur vel út. Fjallið er þó enn mjög svart. Síðan í janúar hefur ekkert borið á öskufoki úr fjallinu að ráði en ef það koma þessir venjubundnu vorþurrkar óttast maður að það geti orðið eitthvað fok,“ segir Ólafur. „Maður veit þó aldrei hvernig þetta verður, það er bara að bíða og sjá." Túnin orðin græn Ólafur segir að túnin á Þorvaldseyri séu orðin vel græn. „Mér sýnist þau vera að koma til á eðlilegum tíma. Sumir bændur heyjuðu ekki hér í fyrra en ég náði að heyja allt saman og það hefur bara gefist vel í vetur.“ Ólafur segir að grasið hafi ekki mengast af eiturefnum úr gosinu en fyrst í stað hafi menn þó orðið varir við flúormengun áður en slegið var. Það hafi þó skolast fljótt út. Hann segir að það hafi samt komið í ljós að dálítið mikið járninnihald er í heyinu á stóru svæði en að öðru leyti sé ekki yfir neinu að kvarta. Hefur kornsáningu eftir páska „Það er klakalaus jörð og núna bíða menn bara eftir að það þorni til svo hægt sé að plægja akrana. Síðan er að fara í sáningu eftir páska. Við höfum oft verið við sáningu í síðustu viku apríl. Ég á ekki von á að það verði nein breyting á því. Það hefur þó verið leiðinda tíð að undanförnu eins og fólk hefur orðið vart við á suður- og vesturlandinu. Það er óákveðið hvað maður sáir í mikið en ætli það verði ekki um 25 hektarar." Ólafur hefur staðið í framlínunni í ræktun á korni en repjurækt til olíu- og fóðurframleiðslu er trúlega það sem vakið hefur hvað mesta athygli síðustu misserin. Ólafur segist ætla að halda þeim tilraunum áfram. „Við erum með einar fjórar teg- undir af vetrarafbrigðum í prófunum. Það kemur í ljós í þessum mánuði hvernig það kemur út og hvort það verði lífvænlegt í sumar.“ Ráðlegt að fara varlega Margir virðast vilja stökkva á repju- ræktarvagninn og olíufélagið N 1 hefur m.a. viðrað stórfeld áform um repjurækt og lífdísilframleiðslu á Suðurlandi. Ólafur segir að hyggileg- ast sé að fara varlega í slíku og rasa ekki um ráð fram. „Ég vil meina að menn eigi að fara gætilega í þessa ræktun. Það er ýmis- legt órannsakað í þessu og þetta er ekki komið til með að verða að veruleika svona einn tveir og þrír. Menn eru rétt að kynnast þessu og finna réttar tegundir og annað.“ /HKr. Byrjað verður að sá í kornakrana á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum eftir páska: „Staðan er góð, það er að vora og grænka" Trukkar Suðurverks á Seljalands- heiði. Eldgosið í Eyjafjallajökli gnæf- ir yfir í baksýn. Mynd | HKr. Ólafur Eggertsson í miðjum kornakri á Þorvaldseyri áður en nokkurn óraði fyrir að eldgos væri í aðsigi í Eyjafjallajökli sem er í baksýn. Veturinn sem nú er að líða hefur að sumu leyti verið veðurfarslega ólíkur því sem hefur verið síðustu ár. Á norðanverðu landinu hefur snjór verið meiri og talsverðar hlákur hafa leitt til svellalaga. Bjarni E. Guðleifsson, starfs- maður Landbúnaðarháskóla Íslands á Möðruvöllum, hefur unnið að rann- sóknum á fyrirbærinu og segir hann í samtali við Bændablaðið að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hann hefur fengið séu ekki miklar líkur á kalskemmdum í vor á landsvísu. Flest tún eru nú komin undan svellum, en sums staðar mynduðust svell um eða jafnvel fyrir áramót og þau leysti ekki fyrr en í apríl. Þar segir Bjarni að gætu orðið skemmdir í túnum. Þetta á einkum við um utanverðan Eyjafjörð vestanverðan, ákveðin svæði í Suður-Þingeyjarsýslu og takmörkuð svæði á Austurlandi. „Oft eru þetta sömu svæðin sem verða fyrir kalskemmdum frá ári til árs,“ segir Bjarni. Vetrarveður hagstæð síðastliðinn áratug Hann segir að á seinni hluta síðustu aldar hafi kalskemmdir í túnum oft valdið talsverðum usla í búskap. Þá áttu menn oft í nokkrum vanda vegna fóðurskorts. „Kalskemmdir eru að mestu leyti afleiðing svella sem kæfa plönturnar, en reyndar verða plöntur einnig fyrir margs konar öðru álagi að vetri. Á síðastliðnum áratug hafa vetrarveður verið afar hagstæð gróðri og kalskemmdir nánast horfið. Þetta tengist meðal annars margumræddum loftslagsbreytingum, en hlýnun kemur einmitt mest fram í hækkuðum vetrar- hita,“ segir Bjarni og nefnir að á síð- asta áratug hafi nokkrar kalskemmdir orðið á norðaustanverðu landinu 2004, 2006 og 2009. Auðveldara að bregðast við uppskerubresti Vegna breyttra búskaparhátta er nú auðveldara að bregðast við uppskeru- bresti en var á síðustu öld. „Nú er eitt- hvað af ónotuðum túnum sem menn geta slegið, auk þess sem ræktun og einkum verkun einærra jurta auðveldar mönnum að bregðast við kalskemmd- um,“ segir Bjarni. „Breytt veðurfar undanfarin ár veldur því að nú eru menn farnir að rækta ýmsar tví- eða fjölærar jurtir, sem áður var vonlaust að rækta vegna þess að þær drápust yfir veturinn. Þannig rækta menn nú fjölært vall- arrýgresi, sem er þolminna en hefð- bundnar grastegundir. Nú rækta menn ekki einungis einært bygg, heldur eru farnir að rækta tvíært hveiti og rúg og einnig hafa menn mikinn áhuga á að rækta tvíærar olíujurtir, nepju og repju. Enda þótt vetraálag sé að jafnaði minna núna en var á síðustu öld, þá getum við, vegna veðurfars- sveiflna, ætíð átt von á kalárum með uppskerubresti.“ Áhætta með stórfelldri ræktun á lítt svellþolnum tegundum Bjarni nefnir að svellþol jurta sé mjög mismunandi. Túngrösin eru afar þolin, þumalfingurreglan er sú að hans sögn að þau lifi allt að þriggja mánaða svell, smárategundir þola 3-4 vikur, olíujurtir (nepja og repja) 2-3 vikur og korntegundirnar (hveiti og rúgur) einungis 1-2 vikur. Innan tegunda- hópanna er þó nokkur munur á milli tegunda. „Mönnum ætti því að vera ljóst að tekin er nokkur áhætta með því að fara í stórfellda ræktun á lítt svellþolnum tegundum,“ segir Bjarni. /MÞÞ Ekki taldar miklar líkur á kali í vor Þessi mynd er tekin í Þistilfirði árið 2004.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.