Bændablaðið - 16.02.2012, Qupperneq 6

Bændablaðið - 16.02.2012, Qupperneq 6
Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 20126 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Landbúnaður í lykilhlutverki LEIÐARINN Fulltrúar íslenskra bænda munu undir lok febrúar koma saman á árlegu Búnaðarþingi. Fyrir þinginu liggja margvísleg brýn verkefni eins og orkumál í sveitum landsins. Í orkumálum eiga íslenskir bænd- ur örugglega mun meiri möguleika en flestir gera sér grein fyrir. Hingað til hafa menn einblínt á fallvatnsvirkj- anir og virkjun jarðhitaorku en mögu- leikarnir eru margfalt fjölbreyttari. Lítil sem engin umræða hefur farið fram um nýtingu á straumvatni til framleiðslu á óstöðugri raforku m.a. til vetnisframleiðslu án þess að reisa umfangsmikil stíflumannvirki. Til slíkrar framleiðslu mætti líka nota þá gríðarlegu orku sem falin er í sjávar- föllunum auk gríðarlegrar umfram- orku sem þegar sveimar um rafkerfi landsmanna og verður að engu. Ef horft er á nýtingu umframork- unnar, þá verða menn líka að taka til skoðunar hugmyndir um að flytja alla umframorku úr landi um sæstreng. Slík binding orkusölu gæti vissulega aukið tekjur Landsvirkjunar, en afleiðingarnar gætu líka orðið mjög alvarlegar fyrir framtíðaratvinnuupp- byggingu víða um land. Vegna EES samninga myndi það án efa þýða stórhækkun raforkuverðs á Íslandi og hvar stæðu garðyrkjubændur og annar landbúnaður, íslenskur iðnaður og íslensk heimili þá. Framleiðsla á gasi úr fjóshaugum landsmanna er ekki bara möguleg, heldur hefur tæknin til þess verið þekkt um aldir. Með því að beita efnahvörfum og niðurbroti má umbreyta verðlitlum fjóshaug í dýr- mætt eldsneyti og mun mikilvirkari áburð en annars er mögulegt. Þannig má spara í rekstarkostnaði búanna auk sparnaðar í innflutningi og drjúgan gjaldeyri. Fleira má þó nýta en fjóshauginn. Allur gróður hvaða nafni sem hann nefnist er nýtanlegur til eldsneytis- framleiðslu. Með útsjónarsemi og skipulagi mætti þó margfalda getuna til eldsneytisframleiðslu og rækta mikilvirkar jurtir sem þrífast á landi sem annars er lítt eða ekki notað til framleiðslu á kjöti eða mjólk. Eins og lýst var í síðasta Bændablaði er mjög vel framkvæmanlegt að fram- leiða olíu, gas og bensín úr íslenskum lífmassa með aðferðum sem vel eru þekktar. Þarna vantar ekkert nema áræði og kjark til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Hingað til hafa íslenskir bændur ekki verið kallaðir kjarklausir eða latir til vinnu svo framtíðin hlýtur að vera björt. /HKr. Hlustendur morgunútvarps Rúv þann 13. febrúar sl. hafa vafalaust hlustað af athygli á viðtal við íslenska konu sem býr í Grikklandi og upplifir efnahagsþrengingarnar þar í landi. Frásögn hennar af mótmælum og átökum vegna erfiðleika þjóðarinnar var beint af vettvangi í Aþenu. Athyglisverð var lýsing hennar á því hvernig komið er fyrir grískum landbúnaði. Í öllu umrótinu hefur hann stórskaðast og fólk gerir sér grein fyrir því að það er öðrum þjóðum háð um mat. Þetta eru orð sem rétt er að íhuga. Hver er sjálfum sér næstur. Matur er sannarlega eitt af því sem þarf að tryggja þegar áföll dynja yfir, hvort sem þau eru efnahagslegs eðlis eða vegna náttúruhamfara. Án matarins stöðvast samfélagið, menningin, menntun og allt sem gerir okkur að þjóð. Heimurinn allur býr við síhækkandi mat- vælaverð. Fréttir berast af hörmungum vegna verðhækkana á mat, næringarskorti og neyð. Landbúnaðurinn og matvælaframleiðslan hefur á örfáum undanförnum árum komist í kast- ljósið vegna mikilvægis, bæði fyrir hag fólksins í heiminum og vegna samspils við umhverfið. Landbúnaður er flókinn, viðkvæmur og með langa framleiðsluferla. Hann þarf stöðugleika til að rækja hlutverk sitt. Bóndinn stendur ekki einn Góð samstaða er um íslenskan landbúnað í okkar þjóðarsál. Í nýlegri rannsókn, sem fjallað er um á bls. 10 hér í blaðinu, kemur einstaklega skýrt fram sá góði hugur sem fólk ber til íslenskra bænda sem njóta mikillar virðingar. Við höfum gengið í gegnum hrun, það ríkir tortryggni og vantraust. En bóndinn stendur uppúr, hann er elskaður! Þetta er mikilvægt fyrir bændur að heyra og hugleiða. Þessi einstaka staða er ekki tilviljun. Svo mikið er víst að Íslendingar eru mjög tengdir landinu sínu og náttúrunni. Þeir vita að bóndinn sinnir starfi sínu allt árið um kring af dugnaði og elju. Bændur geta þó gert betur. Við eigum hvergi að gefa eftir í að kynna okkar starf fyrir almenningi, koma skipulega fram og rækta okkar gildi sem best. Við eigum mörg og glæsileg fyrirtæki og þar að auki stundum við viðskipti við fjölbreytta flóru fyrirtækja. Þéttum þennan hóp og tökum höndum saman um að gera betur. Samtök bænda hafa víða erlendis beitt sér fyrir fjölþættu samstarfi með heildarhagsmuni landbúnaðarins og þjóðarinnar í huga. Horfum til samtakamáttar okkar. Bóndinn stendur ekki einn, hann þarf allt sitt umhverfi til að gera hann að því sem hann er. Stöndum saman og höfum jákvæðni að leiðarljósi Það þarf margt að laga í landbúnaði, gera betur og beita nýjum aðferðum. Við eigum að trúa á landið okkar, auðlindirnar, búféð okkar, en fyrst og fremst á okkur sjálf. Segja frá hver við erum, hvaðan við komum og hvert við viljum fara. Bændurnir, fyrirtæki þeirra, þjónustuaðilar sveitanna og vísindafólk landbúnaðarins verður að þétta sínar raðir. Klasinn „íslenskur landbúnaður“ verður að sýna hvers hann er megnugur, hvaða máli hann skiptir, segja frá viðfangsefnum sínum og lýsa tækifærunum. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu. Hvernig vill það láta fara með landið og nýta auðlindir þess? Grænu orkuna, grasið og þau einstöku verðmæti sem felast í vatninu okkar. Staða bóndans er einstök. Mikilvægast af öllu er að við bændur köstum af okkur hlekkjum svartsýni og bölmóðs sem of mikið litar okkar eigin sjónarmið. Bændur eru þeir sem helst geta og eiga að efla trú landsmanna á landinu sínu og tækifærum þess. /HB Áræði og kjarkur Þessir ungu menn skoða Hrútaskrána hjá ömmu og afa í Brekku, Þykkvabæ af miklum áhuga þegar þeir drífa sig í sveitina. Þeir heita Gunnar Baltasar Guðmundsson 3ja ára og Mikael Máni Leifsson 2ja ára. Þrír stærstu áburðarinnflytjendur landsins hafa nú birt verðskrár sínar fyrir árið 2012. Verðskrár allra fyrirtækjanna hækka frá síðasta ári, mismunandi eftir teg- undum. Eru skýringarnar á því hækkanir á áburðarverði erlendis að sögn framleiðenda. Búvís er að landa samningum við sína birgja og mun birta verðlista á allra næstu dögum. Sláturfélag Suðurlands (SS) reið á vaðið seinnipart janúar síðastliðins. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að niðurstöður efnagreininga á áburð- inum muni liggja fyrir áður en hann verður fluttur til landsins. Það sé gert til að tryggja að kadmíum innihald hans sé innan viðmiðunarmarka. Eins og kunnugt er voru tvær tegundir Yara áburðar sem SS seldi í fyrra með kadmíum innihald yfir mörkum. Verð hækkar milli ára og er hækkun á algengum tegundum um 10 prósent. Kadmíum verður innan marka Skeljungur hækkar áburðarverð um á bilinu 3 til 9 prósent milli ára. Líkt og undanfarin ár kemur áburðurinn, sem seldur er undir nafninu Sprettur, frá breska áburðarframleiðandanum Carrs. Á síðasta ári voru 11 tegundir áburðar sem Skeljungur seldi með of háu kadmíuminnihaldi. Þær upp- lýsingar urðu hins vegar ekki opin- berar fyrr en í desember á síðasta ári þegar Matvælastofnun birti áburðar- eftirlitsskýrslu sína. Ollu þær upp- lýsingar mjög hörðum viðbrögðum, enda lágu bráðabirgðaniðurstöður um of hátt kadmíuminnihald fyrir í kringum 20. maí á síðasta ári. Í bréfi sem Skeljungur sendi viðskipta- vinum sínum kemur fram að búið sé að tryggja að kadmíummagn í áburð- inum verði undir leyfðum mörkum. Þá verði óháður aðili fenginn til að gera mælingar á áburðinum áður en honum verði dreift til viðskiptavina og verði þær niðurstöður birtar um leið og þær liggi fyrir. Fóðurblandan selur áburð undir merkjum Áburðarverksmiðjunnar líkt og undanfarin ár. Ekki er um breytingar á vöruframboði að ræða en verðskráin hækkar milli ára, um 1 til 6,9 prósent, mismunandi eftir áburðartegundum. Búvís hefur náð samningum við sína birgja og býður upp á aukinn fjölda áburðartegunda frá fyrra ári. Ekki er búið að birta verðskrá en að sögn Einars Guðmundssonar hjá Búvís er hækkunin að meðaltali um 5 prósent. Ýmis greiðslukjör eru í boði hjá fyrirtækjunum og er bændum og búa- liði bent á heimasíður fyrirtækjanna til að glöggva sig betur á því. /fr Áburðarverðskrár óvenju snemma á ferðinni og Grikkir séu orðnir verulega háðir öðrum þjóðum um mat.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.