Bændablaðið - 16.02.2012, Page 11

Bændablaðið - 16.02.2012, Page 11
Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 11 Bændablaðið á netinu... www.bbl.is HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA BKT er einn stærsti framleiðandi hjólbarða fyrir traktora, vinnu- og iðnaðarvélar í heimi. BKT hefur einnig haslað sér völl í framleiðslu á dekkjum fyrir hjólaskóflur og stóra vörubíla (Búkollur). DUGGUVOGI 10 RVK AUSTURVEGI 52 SELFOSS PITSTOP.IS WWW HJALLAHRAUNI 4 HFJRAUÐHELLU 11 HFJ568 2020 SÍMI HJÓLBARÐAR FYRIR TRAKTORA, VINNUVÉLAR OG LANDBÚNAÐAR TÆKI VIÐ EIGUM GRÍÐARLEGT ÚRVAL HJÓLBARÐA FYRIR FLESTAR TEGUNDIR VÉLA, TÆKJA OG VAGNA. KÍKTU Á PITSTOP.IS EÐA HAFÐU SAMBAND Í SÍMA 568 2020. BKT MP567 BKT FLOT648 BKT TR459 BKT AGRIMAX RT-657 Bændur, sveitarfélög, sumarhúsa- eigendur Borum fyrir heitu og köldu vatni. Áratuga reynsla. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf Sími 480 8500 - www.raekto.is Langanesbyggð: Tillaga um byggingu nýs leikskóla Á fundi sveitarstjórnar Langanes- byggðar á dögunum lagði oddviti fram tillögu um að hafin yrði forkönnun á staðsetningu, hönnun, kostnaði og fjármögnun við smíði nýs leikskóla á Þórshöfn. Lagt var til að sveitarstjóri skipaði vinnuhóp, þar sem ættu sæti aðilar frá leikskólanum og sveitarfélaginu, fulltrúar foreldra, byggingafulltrúi og fleiri. Einnig að leitað yrði eftir skoðunum annarra í samfélaginu, s.s. með spurningakönnun. Lagt er til að niðurstöður forkönnunarinnar liggi fyrir ekki seinna en 1. október 2012. Jafnframt er lagt til að fjárhagsáætlun ársins 2012 verði endurskoðuð með tilliti til þess kostnaðar sem kann að falla til vegna forkönnunarinnar á þessu ári, þegar hann liggur fyrir. Húsnæði núverandi leikskóla, Barnabóls, er ófullnægjandi og ljóst að úrbóta er þörf. Minnsta umferð á Hringvegi í 7 ár Umferðin í nýliðnum janúar dróst saman um ríflega 10 prósent miðað við sama mánuð fyrir ári síðan. Er þetta mesti samdráttur milli janúarmánaða frá því að þessi samanburður hófst. Það mátti svo sem búast við samdrætti í umferðinni vegna þess hvað veður var slæmt og færð ekki alltaf upp á það besta í mánuðinum. Þessi mikli samdráttur er hins vegar óvæntur þrátt fyrir það og sérstaklega þegar horft er til þess að milli janúar- mánaða 2010 og 2011 dróst umferð saman um 7,6 prósent, á sömu 16 mælipunktum á Hringveginum, sem á þeim tíma var mesti samdráttur sem Vegagerðin hafði mælt. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Samdráttur milli janúarmánaða 2010 og 2011 var undanfari eins mesta samdráttar sem mælst hefur í þessum 16 mælipunktum á árs- grundvelli. „Hvort þessi mikli sam- dráttur nú er vísbending um enn eitt samdráttarárið í umferðinni skal ósagt látið en vissulega gefa þessar niðurstöður tilefni til hugleiðinga í þá veru,“ segir í frétt á vefsíðunni. Samdráttur er í umferð á öllum landsvæðum og enn dregst umferð mest saman á Suðurlandi eða rúm- lega 21%, en minnst á Norðurlandi eða rúmlega 5%. Fara þarf aftur til ársins 2005 til að finna jafn litla umferð og var í nýliðnum janúar- mánuði, umferð hefur því ekki verið minni í sjö ár.„Vegna þessa óvenju- lega ástands sem var í janúar er erfitt að spá fyrir um umferðina út árið og slík spá gæfi þess vegna mögulega ekki rétta mynd af þróuninni,“ segir ennfremur.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.