Bændablaðið - 16.02.2012, Síða 27

Bændablaðið - 16.02.2012, Síða 27
27Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 „Búrhænur“ heyra brátt sögunni til – Nýjar reglur hafa tekið gildi innan landa Evrópusambandsins Um síðustu áramót gengu í gildi nýjar reglur innan landa Evrópusambandsins um bann við notkun á litlum búrum við eggja- framleiðslu og skulu búrhænur þess í stað eingöngu vera í svo- nefndum velferðarbúrum. Þessi nýja gerð búra er mun rýmri en áður, í þeim eru prik sem hæn- urnar geta setið á og þær hafa þar einnig aðgengi að sandbaði og hreiðri. Enn fjórðungur eggja með gamla laginu Þrátt fyrir þessar kröfur er langur vegur frá því að allar hænur í löndum Evrópusambandsins búi við svona góðan aðbúnað og í lok janúar var hart nær fjórðungur eggjanna á markaðinum enn úr hinum ólöglegu búrum. Þessi stað- reynd hefur nú fengið stjórn sambandsins til þess að gefa út tilkynningu um að þeim löndum sem ekki upp- fylla kröfurnar verði refsað og þau dregin fyrir Evrópudómstólinn hafi löndin ekki brugðist skjótt við og bannað gömlu búrin. Ástæðan fyrir hinum hörðu og nokkuð óvenjulegu viðbrögðum stjórnar Evrópusambandsins svona skjótt eftir gildistökuna felst í hinum langa aðdraganda málsins, en breytingin um síðustu áramót var ákveðin með tilskipun sem var gefin út árið 1999 og höfðu löndin og eggjabændurnir því 12 ár til þess að aðlaga framleiðsluna að breyttum skilyrðum. 40 milljón egg á dag Afar treglega hefur gengið að koma framangreindum breytingum í gegn og hefur ekki nema helmingur aðildarlanda ESB hrint ákvörðuninni í framkvæmd, sem hefur eðlilega vakið mikla reiði eggjabænda í hinum löndunum enda samkeppnis- staða þeirra miklu verri en hinna sem engar breytingar hafa þurft að gera á sinni framleiðsluaðstöðu. Talið er að um 50 milljón varp- hænur séu enn í þröngum búrum og að þær verpi um 40 milljón eggjum daglega eða sem nemur 25% dag- legrar framleiðslu. Það er því langur vegur frá því að allar hænur í löndum Evrópusambandsins búi við góðan aðbúnað. Mun taka langan tíma Vegna mikils munar á aðstöðu bænda mismunandi landa og ekki síður hefðum og venjum innan landanna er ljóst að þessi stórstíga breyting á aðbúnaði varphænsna mun taka langan tíma. Þannig má nefna sem dæmi að á Ítalíu telst eggjabú uppfylla hin nýju skilyrði um aðbúnað varphænsna, hafi viðkomandi bóndi hafið vinnu við breytingar á búi sínu í átt að nýrri búrgerð. Í öðrum löndum stóðu eggjabændur hinsvegar frammi fyrir því að eiga á hættu að matvælaeftir- lit á staðnum myndi hreinlega loka búum ef ekki væri þar búið að breyta öllu 31. desember sl. Talið er að jafnvel þótt öll lönd stígi skrefið til fulls og upfylli skilyrðin um bættan aðbúnað varp- hænsna, þá muni líða nokkur ár þar til egg frá hænum sem búa við þröngan kost hverfi af markaðnum. Mega enn selja eggin! Þó svo að nú sé bannað að framleiða egg með varphænum sem búa við þröng og óheppileg skilyrði, er ekk- ert sem bannar verslunum að selja egg frá slíkum hænum. Ennfremur er heimilt að flytja inn til landa Evrópusambandsins egg frá sex löndum þar sem eggjaframleiðsla er heimil með hænum sem búa við slakari skilyrði en sambandið setur sínum eigin bændum! Þessi staðreynd hefur vakið bæði undrun og reiði eggjabænda í löndum ESB, enda er samkeppnisstaða þeirra afar slæm þar sem framleiðslukostn- aður er mun hærri á eggjum sem koma frá hænum í velferðarbúrum. Bætt velferð varphænsna Ef til vill er svolítil þversögn fólgin í því að tala um stærri búr fyrir varp- hænur og þar með bættan aðbúnað þeirra, enda hafa rannsóknir sýnt að lengstur lífaldur varphænsna er einmitt í þröngum búrum en ekki t.d. þar sem þær eru lausar. Hinsvegar er dagljóst að rúmgóð búr gefa hænum mun meiri möguleika á því að útfæra náttúrulegt atferli s.s. að baða út vængjum, flögra, baða sig, sitja á „grein“, verpa í hreiður o.s.frv. og það er einmitt hugsunin með hinum nýju velferðarbúrum. Samanburður Ef borin eru saman eldri búr og hin nýju velferðarbúr kemur berlega í ljós hve mikill munur er á aðbúnaðar- kröfunum. Þannig eru rýmiskröfur í gólfi auknar úr 600 cm2 í 750 cm2 eða um 25%. Þá mátti áður mest hafa sex hænur í hverju búri en nú er horft til hjarðeðlis þeirra og heimilt að hafa tíu hænur saman í velferðarbúri. Þá var áður engin krafa um undirburð, hreiður eða setprik en nú eru strangar kröfur um þetta. Auk þess er gerð krafa um betra aðgengi hænanna að fóðri og vatni á a.m.k. þremur ólíkum stöðum. Enda kemur fyrir að hænur sem eru hátt settar í goggunarröðinni verji vatnsbólið og þá er mikilvægt að lægra settar hænur komist í vatn á öðrum stað innan velferðarbúrsins. Að síðustu má fagna því sérstak- lega að gerð sé krafa um bæði setprik og hreiður, enda hænum eðlislægt bæði að sitja á greinum og verpa í hreiður. Snorri Sigurðsson Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku. Ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur valdið uppnámi í landinu með því að fallast á að kínversk fyrirtækja- samsteypa, Shanghai Pengxin, fái að kaupa 16 stór nýsjálensk kúabú, sem hingað til hafa verið í eigu nýsjálensks fjölskyldufyrirtækis. Nýja-Sjáland hefur um árabil verið eitt mesta mjólkurfram- leiðsluland í heiminum. Vegna þess að framleiðslukostnaður mjólkur er lágur þar er unnt að framleiða mjólk þar án styrkja. Í landinu eru 4,5 milljónir mjólkurkúa og þær skila um 35% af þeirri mjólk sem framleidd er í heiminum. Nýsjálendingar eru hreyknir af mjólkurframleiðslu sinni. Fregnin um að kínversk fyrirtækjasamsteypa sé að kaupa þar 16 kúabú í einu lagi, ásamt tæplega 8 þúsund hekturum af ræktunarlandi, vekur bæði ugg og ótta meðal þjóðarinnar, en einkum þó bænda. Ströng skilyrði fyrir sölu Yfirvöld benda á að öll þessi við- skipti hafi farið fram á löglegan hátt. Umræddar bújarðir voru áður í eigu fjölskyldufyrirtækis, Crafar Farms, sem varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum, en það átti samtals um 20 þús- und mjólkurkýr. Fyrirtækið stækkaði hratt á árunum milli 1990 og 2000 og tók mikil lán til að fjármagna stækk- unina. Þegar svo skall á kreppa í alþjóðlegri mjólkurframleiðslu, með verðfalli afurðanna, stóð fyrirtækið ekki undir sér og varð gjaldþrota árið 2009. Frá þeim tíma hefur rekstur kúabúanna verið í höndum skipta- stjóra en nú hefur nýsjálenska stofn- unin OIO, sem fjallar um erlendar fjárfestingar á Nýja-Sjálandi, veitt skiptastjóranum leyfi til selja Shangai Pengxin samsteypuna. Ríkisstjórnin fullyrðir að salan fari eftir ströngum skilyrðum en Shanghai Pengxin greiðir 131 millj- ón evra fyrir fyrirtækið, ásamt því að ábyrgjast að fjárfesta í fyrirtækinu fyrir 8,8 milljónir evra. Í kaupsamningnum er auk þess ákvæði þess efnis að fyrirtækið Landcorp annist rekstur kúabúanna. Þá er Shangai Pengxin ekki heldur heimiluð meirihlutaeign í neinu fyrir- tæki í mjólkuriðnaði á Nýja-Sjálandi. Forsætisráðherrra Nýja-Sjálands, John Key, telur að þessi viðskipti brjóti hvergi í bága við nýsjálensk lög. Samtök nýsjálenskra mjólkur- framleiðenda hafa á hinn bóginn gagnrýnt viðskiptin harðlega, sem og frjáls samtök almennings. Gagnrýnendurnir telja að með þessum viðskiptum sé verið að selja auðlindir þjóðarinnar. Nýsjálenskir bændur hafa áður beitt sér gegn því að útlendingum sé selt nýsjálenskt jarðnæði, með þeim rökum að verið sé að láta af hendi hluta af grundvallaratvinnuvegi þjóðarinnar. Michael Fay og fyrirtækjasam- steypa hans, vill láta dómstólan dæma um lögmæti samningsins. Hann bendir á að samkvæmt nýsjá- lenskum lögum sé óheimilt að útlendingar, sem hafa ekki reynslu af búrekstri, megi kaupa þar ræktun- arland. Hann fullyrðir jafnframt að Pengxin sé bygginga- og fasteigna- félag , sem búi hvorki yfir þekkingu né reynslu af mjólkurframleiðslu. Samkvæmt opinberum upplýs- ingum hafa erlend fyrirtæki keypt allt að því 360 þúsund hektara af ræktunarlandi á Nýja – Sjálandi á nokkrum undanfarandi árum. Það eru einkum bandarískir, breskir en einnig þýskir og svissneskir kaup- endur, sem þar hafa komið við sögu. Landsbygdens Folk, 3. febr. 2012. Kínverjar kaupa kúabú á Nýja-Sjálandi Svona eggjaframleiðslubúskapur er nú bannaður í löndum Evrópusam- bandsins. Skilyrði hafa verið sett um aukið rými á hverja hænu og að í búrunum séu hreiður og setprik. Lynghálsi 3 og Lónsbakka Akureyri sími: 540 1100 Fóður fyrir sauðfé! Ærblanda - hágæða kjarnfóður fyrir sauðfé Himag - steinefnablanda Rautt Tranol - fljótandi selen og vítamíngjafi Kjarnafæði fékk nýverið útflutn- ingsleyfi frá Matvælastofnun og má fyrirtækið nú flytja út íslensk gæðamatvæli til allra Evrópulanda. Unnið hefur verið að aðlögun eftir nýrri matvælalöggjöf síðustu ár. „Þetta er stór dagur fyrir okkur í Kjarnafæði og í raun fyrir íslensk- an matvælaiðnað,“ segir Eiður Gunnlaugsson, forstjóri Kjarnafæðis í frétt á vefsíðu fyrirtækisins. „Ég er sannfærður um að sú vöru- flóra sem við bjóðum uppá fellur vel í kramið hjá öðrum þjóðum. Íslensk matvæli og íslenskur heimilismatur eru holl og góð matvara sem við getum verið stolt af.“ Eiður segir að þegar hafi Kjarnafæðismenn litið í kringum sig með útflutning og fengið góðar undir- tektir. Áfram verði unnið að þeim málum. Þá segir hann að ekki megi gleyma því að leyfinu fylgi vottun á að fyrirtækið framleiði holl og góð matvæli fyrir Íslendinga, ekki síður en aðrar þjóðir. Fyrri hluta árs 2010 tók gildi ný, evrópsk matvælalöggjöf sem íslensk matvælafyrirtæki fengu 18 mánuði til að laga sig að. Nú eru fyrstu fyrirtækin komin með þetta leyfi og fljótlega má sjá merkingar á vörum þeirra, en hver og ein vinnsla fær sitt númer. Eðvald Valgarðsson, gæðastjóri Kjarnafæðis, segir mikið verk hafa verið unnið síðustu misseri. „Við höfum unnið mikið í gæða- kerfinu okkar í nánu samstarfi við Matvælastofnun og breytt ýmsu hér innanhúss. Allt grunnflæði í vinnslunni hefur verið endurskoðað og breytingar gerðar á húsnæði, að hluta til fyrir starfsfólk en einnig til að tryggja rétt flæði vörunnar. Við höfum skoðað hlutina saman og fundið lausnir sem henta okkar vinnsluferli og uppfylla alla staðla um góða framleiðsluhætti og örugga matvælaframleiðslu,“ segir Eðvald. /MÞÞ Kjarnafæði fær útflutningsleyfi - Skoðar útflutning og hefur fengið góðar undirtektir Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.