Bændablaðið - 16.02.2012, Qupperneq 28

Bændablaðið - 16.02.2012, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Forrit þarf stöðugt að þróa til að halda í við tækniframfarir og kröfur notenda. Á síðasta ári hófst vinna við nýja kynslóð af hugbún- aði fyrir sauðfjárbændur. Strax í upphafi var ákveðið að þessi nýja kynslóð yrði stefnumarkandi fyrir öll vefforrit Bændasamtaka Íslands, þar sem m.a. er tekið mið af lausnum fyrir spjaldtölvur og snjallsíma. Samhliða var sett í gang vinna við að marka framtíðarsýn í tölvumálum samtakanna. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á starfsemi og áherslum upp- lýsingatæknisviðs á undanförnum árum, svo sem vegna nýrra áskorana vegna aðhaldsaðgerða í ljósi niður- skurðar í starfsemi samtakanna, en ekki síður vegna breytinga í vél- og hugbúnaði sem hafa rutt sér til rúms undanfarið. Verkefni upplýsinga- tæknisviðs hefur í auknum mæli færst yfir á hugbúnaðarvinnu fyrir ytri aðila. Í þessu sambandi má nefna hug- búnaðargerð fyrir Matvælastofnun, en verkefni hafa færst frá Bændasamtökunum til stofnunar- innar, svo sem skráning og upp- gjör forðagæslu. Áður hefur verið fjallað um þá hugbúnaðargerð hér í Upplýsingatækni og fjarskiptum. Í fyrra var samningur við Völustall ehf. um miðlægan gagnagrunn fyrir gæludýr uppfylltur með opnun nýs tölvukerfis og gengið var frá verk- samningi við Landbúnaðarháskóla Íslands um forritun á nýju kerfi vegna sýnatöku. Hvaða þróunarverkfæri hentar best? Í hugbúnaðarheiminum er alltaf hörð samkeppni milli þróunarverkfæra. Forrit fyrir bændur og ráðunauta hafa verið skrifuð á margvíslegum for- ritunarmálum í u.þ.b. fjóra áratugi, eða síðan „skýrsluvélaþjónusta“, eins og hún var kölluð í upphafi, var sett á laggirnar. Allt hófst þetta í stórtölvuumhverfi en byrjaði svo að þróast í einkatölvuumhverfi fyrir um 20 árum síðan. Í dag eru flest forrit upplýsinga- tæknisviðs Bændasamtakanna þróuð í JDeveloper frá Oracle, en það eru WorldFengur, FJARVIS.IS, MARK, SportFengur, Bústofn, Heilsa og Dýraauðkenni. Þrjú forrit, HUPPA, Afurð og Bændatorg, voru þróuð á forritunarmálinu PHP, sem hug- búnaðarfyrirtækið Stefna á Akureyri vann í verktöku fyrir upplýsinga- tæknisvið. Jörð.is, skýrsluhaldskerfið í jarðrækt, er hins vegar þróað í for- ritunarmálinu Python. Miðlægir gagnagrunnar eru vist- aðir í Oracle-gagnagrunnum og hýstir hjá Advania (áður Skýrr). Það skiptir sköpum varðandi lífslíkur hugbúnaðar hvaða þróunarverkfæri er valið og þar af leiðandi hefur það áhrif á kostnað við hugbúnaðarþróun í bráð og lengd, sem notandi hug- búnaðarins situr á endanum uppi með. Þess vegna verður að vanda valið áður en ráðist er í smíði nýs hugbúnaðar. Afleiðingar þessa vals fylgja mönnum inn í framtíðina. Áður en WorldFengur, flaggskip „skipaflota“ Bændasamtakanna, var smíðaður hafði mikil vinna farið fram við val á hugbúnaðarlausn. Áskorunin var sú að á þeim tíma (í kringum 1998/9) sem ákveðið var að búa til alþjóðlega útgáfu af Feng, skýrsluhaldskerfi fyrir íslenska hestinn, var við lítið að styðjast hér- lendis varðandi tilbúin vefforrit með miðlægum gagnagrunni með þúsundum notenda um allan heim. Fundir voru haldnir með helstu hug- búnaðarfyrirtækjum hér á landi og leitaðar uppi reynslusögur erlendis frá. Niðurstaðan varð sú að þróa WorldFeng í JDeveloper frá Oracle, og samið var við Teymi og Skýrr, sem voru helstu hugbúnaðarhús á Íslandi á þeim tíma, um að vera bak- hjarlar okkar í þeirri hugbúnaðargerð sem var framundan. Menn þekkja framhaldið; WorldFengur er alþjóðlega við- urkenndur sem einstakur í sinni röð, og önnur helstu vefforrit Bændasamtakanna voru þróuð með ágætum árangri í sama umhverfi. Breytingar, sem taka mið af aðstæðum hverju sinni, eru nauð- synlegar til að undirbúa framtíðina. Hvernig gerum við það best þegar kemur að vali á hugbúnaði? Þessari spurningu höfum við á upplýsinga- tæknisviði leitast við að svara á undanförnum misserum. Nú, þegar fyrir liggur ákvörðun um að hefja vinnu við nýja kynslóð hugbúnaðar, sem byrjað verður á að þróa fyrir sauðfjárbændur, þá er mikilvægt að veðja á réttan hest, eins og gert var fyrir um 14 árum síðan. Í þeim tilgangi að skoða hvað er að gerast í hugbúnaðarþróun fyrir sauð- fjárbændur erlendis hefur verið haft samband við fyrirtæki í Frakklandi; ISAGRI (stærsta hugbúnaðarfyrir- tæki sem þróar forrit fyrir landbúnað í Frakklandi) og CMRE (Institut de l'élevage). Jafnframt var leitað eftir hugsanlegri samvinnu. Frjáls hugbúnaður eða leyfisskyldur? Á undanförnum misserum hefur slagur staðið um hvort þróa eigi tölvukerfi með svonefndum „frjálsum hugbúnaðarlausnum“ (e. open source) eða leyfisskyldum (e. proprietary software). Síðarnefnda lausnin krefst þess að leyfisgjöld séu greidd fyrir notkun, lausnirnar eru þjónustaðar af eigenda og notendur eru háðir nýjum útgáfum. Með frjálsum hugbúnaðarlausn- um falla niður öll leyfisgjöld, svo sem á Oracle og Microsoft. Jörð og Snati eru þróuð í Python, sem er í flokki frjáls hugbúnaðar. Gilles Tasse hugbúnaðarverkfræðingur var ráðinn til Bændasamtakanna í júní á síðasta ári og er ákveðinn tals- maður frjálsra hugbúnaðarlausna. Hann er verkefnisstjóri fyrir hina nýju kynslóð af forriti fyrir sauð- fjárbændur, sem ber vinnuheitið LAMB. Gilles hefur reynslu af þróun hugbúnaðar fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir í Frakklandi (t.d. CERTU, Umhverfisráðuneyti Frakklands, IFREMER, French Reserach institute for Exploration of the Sea, INRA, National Research Institute for Agronomy). Gilles er talsmaður þess að ný kynslóð for- rita Bændasamtakanna verði þróuð í Python, sem ætti að stytta þró- unartíma og þar með lækka þróun- arkostnað. Það vinnur vel með C, C++ og Java. Að hans áliti tryggir þróun með frjálsum hugbúnaðar- lausnum öryggi, meira frelsi, betra stuðningsnet og hagkvæmni í hug- búnaðarþróun. Ný kynslóð af hugbúnaði fyrir sauðfjárbændur sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti Framtíðarskipulag ráðgjafarþjónustu í landbúnaði Undanfarna mánuði hefur verið unnið að endurskoðun og tillögum að endurskipulagningu ráðgjafarþjónustu í landbúnaði. Sú vinna sem er væntanlega í gangi, og verður til umræðu á næsta Búnaðarþingi, á meðal annars rætur að rekja til ályktunar stjórnar Bændasamtaka Íslands frá 16. september 2009. Þar var rædd endurnýjun á búnaðarlagasamningi og í framhaldi af því hugsanleg e n d u r s k i p u l a g n i n g á ráðgjafarþjónustu og bókað sérstaklega um málið (sjá fundargerð stjórnar BÍ frá 16. sept. 2009). Eins og oft áður var skipaður starfs- hópur til að vinna að málinu, en í hópn- um áttu sæti Gunnar Guðmundsson, Sigurður Eyþórsson og undirritaður. Við skiluðum áfangaskýrslu inn á for- manna- og framkvæmdarstjórafund búnaðarsambandanna sem haldinn var í Eyjafirði 6. nóvember 2009. Málið fékk umfjöllun þar og í kjölfarið skip- uðu fulltrúar búnaðarsambandanna aðra nefnd. Sú vinna skilaði sér inn á búnaðarþing 2010 og einnig 2011 og síðan var danskur ráðgjafi, Ole Kristensen, fenginn til að rýna í þessi mál og koma með tillögur til breyt- inga. Jafnframt er milliþinganefnd búnaðarþings starfandi með vinnslu málsins. Ég tel rétt að rifja aðeins upp úr upphaflegu skjali okkar þremenn- inga til formannafundar búnaðar- sambandanna í nóvember 2009. Þar ákváðum við að leggja til eftirfarandi megintillögu: „Að ráðgjafarþjónusta BÍ og Bsb verði sameinuð í eitt rekstrarfélag sem lúti einni stjórn. Ráðgjafar allra búnaðarsambandanna auk ráðgjafar- hluta og tölvuþjónustu BÍ renni í nýja félagið.“ Sameignar- eða samvinnufélag Í áliti okkar segir jafnframt varðandi stjórnun og eignarhald: „Eignarhald hins væntanlega félags getur verið með mismunandi hætti s.s. einkahlutafélag í eigu BÍ og Bsb með misstórum hlutum, sameignarfélag með jöfnum hlutum eða samvinnufélag. Samkvæmt skilningi starfshópsins er BÍ tilbúið að ræða hvort sem er að Bsb eigi félagið að fullu, eignarhald verði blandað eða að BÍ eigi það að fullu.“ Mér finnst mikilvægt að rifja þetta upp þar sem í kynningu á haustfundum BÍ haustið 2011 var málið kynnt þannig að ráðgjafarstarfsemin í heild sinni færi undir BÍ. Að mínu mati er vænlegra að skoða frekar að búnaðarsamböndin taki þessa þjónustu alfarið yfir, eða í samvinnu við BÍ, en eðli þessarar þjónustu er þannig að stjórn og ákvarðanataka verða að vera sem næst grasrótinni en mega ekki koma að ofan. Jafnframt má vel hugsa málið áfram í þann farveg að skilið verði algjörlega á milli hagsmunagæslu BÍ fyrir atvinnuveginn og ráðgjafarhlutans, þannig að eftir standi BÍ sem leiðandi afl í hagsmunagæslu í samstarfi við búgreinafélögin en ráðgjafarhlutinn og þróunarstarf tengt honum verði alfarið búnaðarsambandanna í samvinnu við þá aðila sem þau kjósa til samstarfs. Áður en unnið verður mikið lengra í tillögum til breytinga er nauðsynlegt að skoða núverandi lagaumhverfi og gera sér grein fyrir hverju þarf að breyta í löggjöfinni til að tillögur geti orðið að veruleika, en ráðgjafarþjónusta í landbúnaði byggir á búnaðarlögum nr 70/1998. Ef ekki er vilji til breytinga á þeim lögum, þá hefur það lítið gildi að halda áfram með málið. Mikilvægi þess að hafa samráð og samvinnu við núverandi starfsmenn um breytingar verður seint ofmetið – ef menn vilja ná árangri. Enn sem komið er höfum við starfsmenn helst fréttir út frá einstökum fundum þar sem þetta er rætt. Því meira samráð og hlutdeild í ákvarðanatöku við starfsmenn, þess meiri líkur eru á að svona eðlisbreyting takist vel. Á vormisseri 2008 tókum við Jóhannes Hr. Símonarson, sem þá var ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, námskeið í Verkefnastjórn hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sem lokaverkefni tókum við fyrir ráðgjafarþjónustu innan landbúnaðarins, forsöguna, þáverandi stöðu, SVÓT-greiningu og hvernig mætti sjá fyrir sér framtíðina. Niðurstaða okkar var sú að til að gera þjónustuna öflugri og skilvirkari ætti að sameina kraftana á landsvísu. Einnig ætti að hafa það sem eitt meginmarkmið að slík sameining yrði án þess að hafa eina meginstarfsstöð. Gert yrði ráð fyrir að nýta sem best þann mannafla sem til staðar er og/eða gefa ráðgjafarþjónustunni tækifæri til að hafa í vinnu bestu starfsmenn sem hægt er að fá, óháð búsetu viðkomandi. Þannig ætti að vera hægt að skapa starfsmönnum mjög spennandi starfsumhverfi. Í verkefninu settum við fram hvernig við sáum fyrir okkur mögulegt skipulag þessarar þjónustu í einu fyrirtæki. Eins og sést á skipuritinu er gert ráð fyrir að í stað sex ráðgjafarmiðstöðva og ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands verði stofnað eitt fyrirtæki, Ráðgjafarþjónusta landbúnaðarins. Bændasamtök Íslands verði eftir þessa skipulagsbreytingu eingöngu í hagsmunagæslu fyrir bændur og atvinnuveginn í heild. R á ð g j a f a r þ j ó n u s t a landbúnaðarins væri fyrirtæki í eigu bænda og stjórn hins nýja félags skipuð þeim. Undirbúningsstjórn gæti verið skipuð einum fulltrúa frá hverju búnaðar¬sambandi sem og fulltrúa Bændasamtaka Íslands. Möguleikar á meiri skilvirkni Þar sem eigna- og skuldastaða núverandi búnaðarsambanda/ héraðsmiðstöðva sem og Bændasamtaka Íslands er mjög mismunandi væri óhægt um vik að sameina þau. Búnaðarsamböndin myndu a.m.k. fyrst um sinn vera eignarhaldsfélög og gætu t.a.m. leigt hinni nýju Ráðgjafarþjónustu skrifstofu¬aðstöðu og aðrar eignir eftir því sem við á. Með sameiningu og nýju skipuriti yrðu ákveðnir möguleikar á að ná meiri skilvirkni í þjónustunni en er í dag. Núverandi hólfaskipting yrði lögð af en landið allt yrði eitt þjónustusvæði. Hins vegar væri ekki gert ráð fyrir einni miðlægri starfstöð, heldur yrði starfsemin þróuð út frá núverandi starfsstöðvum og búsetu starfsmanna á hverjum tíma. Auk þessa nýja skipurits yrði farið í að skilgreina verkefni og verkferla betur og kostnaðarmeta einstök verkefni. Samhliða yrði unnið að heildarendurskoðun á fjármögnun starfsins. Eins og áður hefur komið fram er hluti starfseminnar unninn fyrir opinbert fjármagn. Þann hluta er nauðsynlegt að skilgreina nákvæmlega og kostnaðarmeta. Á sama hátt þarf að skilgreina hvaða verkefnum á að sinna fyrir þá fjármuni sem atvinnuvegurinn sjálfur leggur til starfseminnar í gegnum hið svokallaða búnaðargjald. Fyrst að þessu loknu er hægt að segja hvaða þjónustu á að selja beint til einstakra notenda og hvernig eigi að verðleggja hana. Upplýsingatæknibásinn

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.