Bændablaðið - 16.02.2012, Síða 32

Bændablaðið - 16.02.2012, Síða 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Lesendabás Hringnum lokað Umferðarlög á Íslandi eru frá- brugðin mörgum öðrum lagabálk- um að því leyti að margar laga- greinar eru opnar og máli vísað til ráðherra sem ákveður nánari útfærslu með reglugerð. Frumvarp til nýrra umferðarlaga hefur legið frammi á Alþingi um alllangt skeið en ekki verið afgreitt. Nú bregður allt í einu svo við að innanríkis- ráðuneytið gefur út nýja reglugerð um ökunám og ökuskírteini, reglu- gerð nr. 830/2011. Ekki þarf mikla þjálfun í samlestri texta til að átta sig á að reglugerðin nýja tekur í veigamiklum atriðum mið af hinu ósamþykkta frumvarpi fremur en gildandi lögum, svo að augljóst er að ráðuneytið fer hér langt fram úr sjálfu sér. Annars er skipulag þessara mála þannig að reglugerðarvaldið er hjá ráðuneytinu en faglega þekkingin safnast saman hjá Umferðarstofu sem er e.k. framlenging ráðuneyt- isins með 50 starfsmönnum. Þetta fyrirkomulag er mjög hagfellt fyrir báða aðila. Það er nefnilega sama hversu vitlausar ákvarðanir eru teknar, þá eru svör Umferðarstofu við gagnrýnum spurningum þau að reglugerð segi að svona eigi hlutir að vera en í ráðuneytinu er sagt að sérfræðingarnir á Umferðarstofu vilji hafa hlutina þannig og ef allt um þrýtur benda hvorir tveggju á ökukennara og félag þeirra. Lítum nú á þrjú atriði í reglu- gerðinni sem eru ýmist arfavitlaus eða verulega íþyngjandi fyrir suma ökunema án nokkurra sýnilegra raka. Námsheimild Nú má enginn hefja ökunám án sérstakrar heimildar lögreglustjóra. Mér skilst að hér sé komið til móts við óskir eða kröfur einhverra ótil- greindra ökukennara. Það liggur í augum uppi að þessi hugmynd er ótæk, eða megum við búast við því að í framtíðinni verði sett reglugerð sem krefjist leyfis lögreglustjóra til að hefja nám í pípulögnum eða fótsnyrtingu? Okkur þætti þetta ein- kennilegt stjórnarfar ef við fréttum af slíku frá einhverju fjarlægu landi. Þrjár ástæður virðast geta hindrað ökunám og próf; eitthvað skortir á andlega eða líkamlega heilbrigði, skilyrði um búsetu eða ríkisfang eru ekki fyrir hendi og loks getur neminn búið við dóm sem hindrar ökupróf. Tiltölulega auðvelt er fyrir ökukennara að sannreyna öll þessi atriði. Ráði hann ekki við það ætti hann að leita sér að annarri vinnu. Upphaf ökunáms Samkvæmt reglugerðinni má öku- nemi ekki hefja bóklegt nám í öku- skóla nema hann hafi tekið a.m.k. einn verklegan tíma hjá ökukennara. Þetta ákvæði er jafnvel enn fjarstæðu- kenndara en reglan um námsheimild- ina. Starfsmenn Umferðarstofu hafa sumir hverjir verið haldnir þráhyggju í þessa veru um nokkurt skeið. Þeir hafa þó aldrei getað stutt mál sitt neinum haldbærum eða skynsam- legum rökum. Ö – 3 Nú um nokkurt skeið hefur svoköll- uðu Ö – 3 námskeiði verið bætt við fyrri ökukennslu. Þetta er fimm tíma námskeið, tvær kennslustundir í svokölluðum skrikvagni þar sem hver ökunemi ekur eina kennslustund en er farþegi aðra og þrjár kennslu- stundir í húsi þar sem námsefni öku- skólans er rifjað upp en nú með miklu fullkomnari búnaði en venjulegir ökuskólar geta boðið. Gæði þessa námskeiðs eru hafin yfir gagnrýni en framkvæmdin hefur að ýmsu leyti verið í skötulíki. Í upp- hafi var boðið upp á þessa kennslu á fjórum stöðum á landinu en í reynd hafa þeir aðeins verið tveir, báðir á Suðvesturhorninu. Líkur benda til að hinn þriðji bætist við á Miðnorðurlandi. Grunnreglan er að allir ljúki þessu námskeiði áður en akstursprófi er lokið. Sumir ökunemar þurfa því að takast langa ferð á hendur vegna þessa náms. Umferðarstofa hefur veitt sumum ökunemum undanþágu frá námskeið- inu gegn því að þeir ljúki því áður en fullnaðarskírteini er gefið út, þ.e. innan þriggja ára. Svo virðist sem Umferðarstofa horfi hér til þess að nemarnir eigi heima í am.k. 70 km fjarlægð frá námskeiðsstað til að fá undanþáguna. Til að koma undanþágunum í kerfið ákvað Umferðarstofa að nota póstnúmerakerfið, sem hentar afar illa í þessu viðfangi og er raunar alveg ótækt, m.a. vegna stærðar sumra póstnúmera. Þannig er nán- ast allt dreifbýli í Árnessýslu í póst- númeri 801. Af því leiðir að ökunemi sem býr vestast á svæðinu er í u.þ.b. 50 km fjarlægð frá Reykjavík en þeir sem eru nyrst og austast búa í 110 til 120 km fjarlægð, en hvorum tveggja er synjað um undanþágu. Þó tók steininn úr þegar sótt var um undanþágu fyrir tvo nemendur sem eiga heima efst í Biskupstungum og fengu synjun með þeim rökum að þeir ættu lögheimili á Selfossi. Hér skortir eitthvað á skýrleika og er harmsefni að Umferðarstofa geti ekki gert greinarmun á lögheimili og póstnúmeri. Gagnrýni á þessi vinnubrögð Umferðarstofu er svo svarað í reglugerðinni nýju með því að fella niður allar undanþágur frá 1. mars n.k. Þessi einkennilegu reglugerðar- ákvæði sem hér hafa verið gerð að umtalsefni skipta suma ökunema harla litlu máli eða engu. Til þess að svo sé þarf aðsetur lögreglustjóra, heimili próftaka, kennslustaður Ö – 3 og prófstaður að vera einn og hinn sami. Lítum nú á hvernig fer ef þetta fer ekki saman. Hugsum okkur væntanlegan ökumann, köllum hann Nonna og látum hann eiga heima á Raufarhöfn. Áður en námið hefst fær mamma hans frí úr vinnu og fer með strákinn sinn til Húsavíkur til að fá leyfi sýslumannsins til námsins. Þangað eru u.þ.b. 150 km, 300 km báðar leiðir. Hann getur þó ekki byrjað strax, hann þarf að finna ökukennara og taka einn ökutíma. Ökukennarann finnur hann á Kópaskeri. Nú getur hann hafið bóklegt nám og þá bregð- ur svo við að hann getur lokið því í fjarnámi því að svo einkennilega vill til að þrátt fyrir þvergirðingshátt og tortryggni sem einkenna störf Umferðarstofu hefur hún veitt einum ökuskóla heimild til fjarkennslu. Nú lærir Nonni 12 bóklega tíma og 10 verklega og þá er komið að því að fá æfingaleyfi. Mamma tekur sér frí úr vinnu, mæðginin skreppa til Húsavíkur, 300 km. Þegar líður að prófi þarf að huga að Ö – 3, mamma tekur sér frí úr vinnu, mæðginin fara til Akureyrar, 250 km hvora leið, alls 500 km. Svo er það prófið, farið til Húsavíkur, 300 km. Þegar upp er staðið hefur mamm- an lokið hringveginum, 1400 km, og sleppt einni vinnuviku. Er þetta ekki einum of mikill akstur, sem að verulegu leyti er til að uppfylla illa ígrunduð reglugerðarákvæði sem sum hver standast tæpast lög. Auðvitað má benda á að komast megi hjá hluta af þessum akstri með því að senda pappíra fram og aftur í pósti en engu að síður stendur alltaf eftir allt of mikil mismunun vegna búsetu og það sem verst er, að engin haldbær rök finnast fyrir því að þetta þurfi að vera svona. Hreinn Ragnarsson ökukennari, Laugarvatni. Frá því að ný reglugerð um dýralæknaþjónustu tók gildi hefur víða á landinu verið hávær umræða um að búfjáreigendur fái ekki viðunandi þjónustu á meðan eftirlitið er stóraukið og jafnvel meiri þungi settur í eftir- litshlutann en þjónustu við dýra- eigendur. Ástæða er til að hafa áhyggjur af bæði velferð dýra í dreifbýli og álagi sem þessi óvissa skapar bændum. Vaktsvæði eru í mörgum tilfellum svo stór og erfið yfirferðar að ekki er einum dýralækni mögu- legt að sinna þeim eins og gert er ráð fyrir í reglugerðinni. Sem dæmi má nefna að á þjón- ustusvæði sex gæti dýralæknir sem er á vakt þurft að fara frá Vopnafirði á Norðfjörð yfir þrjá fjallvegi, sem oft eru erfiðir yfirferðar, eða að dýralæknir sem staðsettur er á Héraði þurfi að fara í vitjun bæði á Vopnafjörð og Seyðisfjörð eða Borgarfjörð sama dag. Þessi staða er uppi víðar á landinu og getur ekki talist ásættanleg, hvorki fyrir bóndann né dýralækninn. Ríkisvaldið tók að sér að tryggja nauðsynlega almenna dýralækna- þjónustu til að tryggja dýravel- ferð í landinu. Þar hefur verið skorið niður, ekki eru alls staðar sólarhringsvaktir heldur einungis bakvakt og hefur verið mjög erfitt að nálgast þau númer sem hringja á í, en auðvelt ætti að vera að lagfæra það ef vilji er fyrir hendi. Svæðunum hefur einnig verið fækkað. Þau eru orðin það stór að dýralæknar sem voru starfandi á sumum svæðunum treystu sér hreinlega ekki til að standa þessar vaktir eða taka þjónustuna að sér. Þá voru kröfurnar sem settar voru í þjónustusamningunum þannig að miklar skyldur voru settar á dýralæknana og kusu því sumir að skrifa ekki undir. Ljóst má vera að erfitt er að reka dýralæknisþjónustu á dreifbýlustu svæðunum á markaðslegum for- sendum, en reyna verður að tryggja manneskjulegra umhverfi fyrir þá sem þarna vinna þannig að mögu- legt sé fyrir dýralækna að koma til starfa á þessum dreifbýlli svæðum. Tryggja þarf þjónustuna og skapa bændum á þessum svæðum öryggi í starfi, því fátt er eins slítandi og að vera með mikið veika skepnu og ná ekki í dýralækni eða vita að það tekur langan tíma fyrir hann að komast á svæðið. Hvorki ráðuneytið né Matvælastofnun virðast hafa getað tekið á vandamálinu og þessar stofnanir hafa vísað hver á aðra þegar bændur og dýraeigendur hafa haft samband við þær. Þetta er nokkuð sem verður að laga. Því hlýtur það að vera krafa bænda og dýraeigenda að Matvælastofnun, sem á að fara með þessi mál, taki til endurskoð- unar dýralæknaþjónustu í dreifbýli og reyni að lagfæra þá annmarka sem komið hafa fram eftir að ný reglugerð kom til framkvæmda þann 1. nóvember síðastliðinn. Og einnig að nú þegar verði tryggð dýralæknaþjónusta á þeim svæðum þar sem enginn dýralæknir sótti um og ekki hafa náðst samningar. Til umhugsunar: Það mætti skoða möguleika á því að bændur geti gert samning við sinn dýra- lækni um að hafa neyðarlager af lyfjum við hendina sem þeir geti gripið til, fyrir gripi sem þurfa bráðameðferð, að höfðu samráði við dýralækni sem myndi þá skrá lyfjagjöfina á viðkomandi grip. Og að lokum vil ég óska lands- mönnum öllum gleðilegs árs og friðar. Jóhann Gísli Jóhannson, Breiðavaði Af dýralæknaþjónustu á þorra „Nú má enginn hefja öku- nám án sérstakrar heim- ildar lögreglustjóra. Mér skilst að hér sé komið til móts við óskir eða kröfur einhverra ótilgreindra ökukennara. Það liggur í augum uppi að þessi hug- mynd er ótæk..." „Hugsum okkur væntanlegan ökumann, köllum hann Nonna og látum hann eiga heima á Raufarhöfn. Áður en námið Þangað eru u.þ.b. 150 km, 300 km báðar leiðir." Mynd / HKr. Síðan sala á rafmagni var aðskil- in frá dreifingu hefur kostn- aður vegna raforkudreifingar í dreifbýli aukist til mikilla muna, mun meira en í þéttbýli. Sá munur nemur nú 2,10-2,50 kr/ kwh m/25,5% vsk. samkvæmt verðskrá Rarik, eftir að styrkur ríkisins uppá 0,55 kr/kwh hefur verið tekinn inn í. Þar að auki er svokallað fastagjald u.þ.b 40% hærra í dreifbýlinu samkvæmt sömu verðskrá. Þessi mismunur skekkir sam- keppnishæfni fyrirtækja í dreif- býli. Rafmagnið er ein af grunn- þörfum samfélagsins, óháð búsetu. Veltum fyrir okkur þessu óréttlæti, því hér er um verulega miklar fjár- hæðir að ræða. Hvað rök liggja að baki þessari verðlagningu? Raforkunni er dreift út um landið af Landsneti. RARIK kaupir orkuna við aðveitustöð, en slíkar stöðvar eru oft stað- settar í dreifbýli og á bújörðum. Getur verið sanngirni að ábúendur bújarða í næsta nágrenni aðveitu- stöðvarinnar borgi hærra gjald en íbúar þéttbýlis sem stendur fjarri henni? Einnig má spyrja sig að því hvort menn telji það réttlæti að þeir bóndabæir sem standa í nágrenni virkjana borgi hærra gjald en fyrirtæki í þéttbýli, sem standa fjær þeim. Rétt er að minna á að raflínur liggja víðast hvar um eignarlönd bænda, sem nú greiða hæst gjald fyrir dreifingu á orkunni. Flutningskostnaður á raforku hefur hækkað langt umfram flutningskostnað á ýmsum öðrum rekstrarvörum. Ennfremur er mikill ójöfnuður fólginn í þeim aðstöðumun sem íbúar og fyrir- tæki á köldum svæðum búa við í samanburði við íbúa og fyrirtæki þar sem heitt vatn hefur fundist. Hér er þörf á leiðréttingu, auknu átaki til jarðhitaleitar eða leit að nýjum og hagkvæmari orkugjöfum með það að markmiði að lækka orkukostnað íbúa og fyrirtækja þar sem orkukostnaður er kominn yfir þolmörkin. Sveitarstjórnir, Alþingi og ríkisstjórn hljóta að taka þetta upp á sína arma enda um mikið hagsmunamál landsbyggðarinnar að ræða og ekki síst fyrirtækja í sveitum landsins. Úrbóta er þörf. Öllum hlýtur að vera ljóst að þessum mismun verður að eyða svo allir greiði sama verð fyrir dreifinguna. Það er mikill miskilningur að halda að rafmagnið verði til í þéttbýlinu. Á fundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn var á Ísafirði 5. apríl 2011 var fjallað um húshitunarkostnað á köldum svæðum. Í framhaldi af þeim fundi var skipaður starfshóp- ur sem hefur gert tillögu til úrbóta til að jafna húshitunarkostnað á köldum svæðum. Hann gerir til- lögur um að tekið verði á dreifing- arþættinum varðandi húshitunina en ekki á allri raforkudreifingunni, enda átti umræddur starfshópur fyrst og fremst að fjalla um leiðir til lækkunar á húshitunarkostnaði. Nauðsynlegt er að taka á dreifing- arþættinum í heildarraforkuverði í dreifbýlinu. Að lokum vil ég skora á Bændasamtökin, sveitarstjórnir og þingmenn að vinna að þessu máli þannig að verð á raforku- dreifingu í dreifbýli lækki til sam- ræmis við það sem er í þéttbýli. Eiríkur Egilsson Mismunandi dreifingarkostnaður raforku

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.