Bændablaðið - 16.02.2012, Side 36

Bændablaðið - 16.02.2012, Side 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 16. febrúar 2012 Íslensk hönnun Leitar í gamlar hefðir Ragnheiður Tryggvadóttir vöru- hönnuður átti ekki langt að sækja innblástur þegar hugmyndin að snaganum Svarta sauðnum kom upp, enda bóndadóttir að norðan, frá Engi í Bárðardal þar sem foreldrar hennar reka fjárbú. Samhliða hönnunar-hugarfluginu starfar Ragnheiður sem blaðamað- ur á Fréttablaðinu. Upphaf: „Ég lærði myndlist í Listaháskóla Íslands, fór í framhaldinu í vöruhönnun við sama skóla og útskrifaðist þaðan árið 2004. Eftir útskriftina tókum við nokkrir bekkjarfélagar þátt í sýningu í Mílanó á Ítalíu, sem var mjög lærdómsríkt. Núna er ég í 80% starfi sem blaðamaður og sinni hönnuninni sem hliðar- grein, en draumurinn væri að geta lagt meiri áherslu á hana. Fyrsta varan sem kom í versl- anir frá mér var snag- inn Svarti sauðurinn en það var í framhaldi af Hönnunarmars árið 2010.“ Vörur: „Svarti sauðurinn kom til þegar ég hugsaði um þá hefð að hengja hausa af forystuhrútum upp á vegg. Einnig er það þekkt fyrirbrigði að hengja á horn. Snaginn er úr stáli og framleiddur í Slippnum á Akureyri. Fyrir tveimur árum fórum við móðir mín, Svanhildur Sigtryggsdóttir, í sam- starf með að gera prjóna línu á börn úr ull. Þetta eru nærföt í hressilegum litum fyrir nýfædd börn og upp í eins árs gömul. Við byrjuðum saman í þessu en núna er þetta meira á mömmu könnu, sem prjónar allt á gamla hand- knúna prjónavél eftir eigin uppskrift.“ Innblástur: „Það eru ansi margar hugmyndir á lager í hausnum á mér sem koma úr öllum áttum. Hugmyndir kvikna hvar sem er og tengjast yfir- leitt daglegum athöfnum og notagildi. Þá leita ég jafnan í gamlar hefðir og reyni að vinna út frá þeim en mér finnst einnig mikilvægt að hægt sé að framleiða vöruna hér heima á Íslandi.“ Framundan: „Núna er ég að hanna eldunaráhöld sem ég stefni á að vera tilbúin með prótótýpur að fyrir Hönnunarmars. Þetta er orðin stór hátíð sem vekur einnig eftirtekt erlendis og hefur komið íslenskum hönnuðum til góða. Samkvæmt Capacen t -könnun sem var framkvæmd í fyrra, þá komu 10% landsmanna á hátíðina og 80% landsmanna vissu hvað þetta fyrir- bæri væri. Hingað koma erlendir blaðamenn og framleiðslufyrirtæki. Eftir marsinn í fyrra fóru snaginn minn og fleiri íslenskar hönn- unarvörur á sýningu á MAK-museum í Frankfurt í Þýskalandi. Hönnunarmiðs töð Íslands á veg og vanda af því að koma íslenskri hönnun í sviðsljósið, því þar er unnið gott og þarft starf. Hönnunargeirinn er á siglingu bæði hér og úti í hinum stóra heimi, sem er mjög jákvætt og spennandi.“ /ehg Þjóðminjasafn Íslands: Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Nýlega var opnuð sýning- in Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur á þriðju hæð Þjóðminjasafns Íslands. Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú var mikil hannyrðakona og urðu mörg lista- verk til í höndum hennar. Hún saumaði meðal annars fjölda þjóð- búninga bæði á sig og afkomendur sína, en á sýningunni má sjá valda búninga úr safni fjölskyldunnar. Magnea fæddist þann 1. mars árið 1911 í Reykjavík. Á barnsaldri kynnt- ist hún nágrannakonu sinni, nam af henni fyrstu nálarsporin aðeins fimm ára að aldri og má sjá nálapúða sem hún gerði þá á sýningunni. Magnea gekk í Miðbæjarskólann og síðar í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún var afburðanemandi og hlaut verðlaun við útskrift bæði fyrir verkkunnáttu og bóklegar greinar. Hæfileikar hennar nýttust er hún réðst ung stúlka til vinnu á saumastofunni Dyngju í Reykjavík. Þar vann hún við að baldera og sauma þjóðbúninga, meðal annars skautbún- inga fyrir Alþingishátíðina 1930. Þótt Magnea hafi verið jafnvíg á bóknám og verknám stóð hugur hennar alltaf til hannyrða, sem hún vann af ástríðu og einstöku listfengi alla tíð. Fjölbreytt og falleg handavinna Þann 22. ágúst árið 1933 giftist Magnea Sigurbirni Einarssyni, síðar biskupi. Þau hjónin eignuðust átta börn saman. Magnea tók alla tíð virkan þátt í starfi eiginmanns síns, fyrst á Breiðabólsstað á Skógarströnd og síðar í hinni nýju Hallgrímssókn í Reykjavík. Með hannyrðum sínum lagði hún kirkjubyggingu Hallgrímssafnaðar lið og gaf útsaum- aða dúka sína árum saman á kirkju- basar í fjáröflunarskyni. „Sýningin í Þjóðminjasafninu stendur til loka júlí. Hugmyndin að sýningunni kom upp innan fjölskyld- unnar fyrir nokkru - árið 2011 hefði amma orðið 100 ára, en það dróst örlítið að koma sýningunni af stað. Þar má sjá peysuföt ömmu, skautbún- inga og fermingarupphlutinn sem hún notaði alla ævi. Einnig er hökull til sýnis sem hún saumaði fyrir kirkj- una á Breiðabólsstað eftir teikningu Nínu Tryggvadóttur, listakonu, sem var fjölskylduvinur,“ útskýrir Edda Kjartansdóttir, barnabarn Magneu og segir jafnframt: „Samhliða sýningunni kemur út bók með sýnishornum af þeirri fjölbreyttu handavinnu sem amma saumaði fyrir sig og afkomendur sína. Við erum nokkrar frænkur sem stöndum að bókinni og tókum einnig þátt í að undirbúa og setja upp sýninguna undir stjórn sýningarstjórans Þorbjargar Br. Gunnarsdóttur. Hvorttveggja er gert til að heiðra minningu ömmu, sem var mjög listræn og iðin og nýtti tíma sinn til hannyrða sem mest hún gat.“ /ehg Úr sýningarsal Þjóðminjasafnsins. Mynd: Aldís Pálsdóttir. Magnea réð sig ung kona á saumastofuna Dyngju í Reykjavík en hannyrðir áttu hug hennar alla tíð. Síðasti búningurinn sem Magnea balderaði, þá á áttræðisaldri. Mynd / Aldís Pálsdóttir. Magnea Þorkelsdóttir, biskupsfrú, var iðin við handavinnu sína en nú hafa ættingjar hennar í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands opnað sýningu á hluta af verkum hennar. Ragnheiður og móðir hennar, Svanhildur Sigtryggsdóttir, hafa unnið saman að vörulínu með prjónanærfötum fyrir börn. Mynd/Hari Tveir hankar eru á Svarta sauðnum sem sómir sér einnig í líki forystusauðs uppi á vegg. Mynd/Hari Ragnheiður Tryggvadóttir, vöruhönnuður og blaða- maður, fékk innblástur úr sveitinni þegar hún hannaði snagann Svarta sauðinn.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.