Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 42

Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 42
KYNNING − AUGLÝSINGHandverksbakarí LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 20122 Ætli það séu ekki gæði og nýjungar sem við höfum alltaf verið óhrædd að prófa og viðskiptavinir kunna vel að meta. Allt saman framreitt af fagfólki sem hefur vegnað vel í keppnum og unnið marga titla í gegnum tíðina. Þar ber að nefna son minn Hafliða Ragnarsson sem er bæði þekktur hér og ytra fyrir tertuskreytingar og ekki síst konfekt sem landsmenn þekkja að góðu.“ Þetta segir Ragnar Hafliðason, eigandi Mosfellsbakarís, beðinn um að gefa upp ástæðurnar fyrir samfelldri sigurgöngu fyrirtækis- ins sem fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu. Ragnar er einn af stofnendum Mosfellsbakarís sem var upphaf- lega opnað í uppgerðu iðnaðar- húsnæði í Urðarholti 2 árið 1982. Hann viðurkennir að Mosfells- bær hafi á þeim árum verið svo- lítill svefnbær og því tekið smá tíma að festa fyrirtækið rækilega í sessi. Hins vegar hafi bakaríið átt talsverðum vinsældum að fagna síðan íbúarnir komust á bragð- ið og orðspor fyrirtækisins tók að berast víðar. Frá árinu 2007 hefur Mosfells- bakarí, verslun og bakarí, verið rekið saman í glæsilegum húsa- kynnum að Háholti 13 til 15. Kon- fektframleiðslan fer hins vegar fram við Háaleitisbraut þar sem fyrirtækið keypti bakarí Her- manns Bridde árið 2001. Í desemb- er á síðasta ári opnaði fyrirtæk- ið konfektbúð í Fógetahúsinu við Ingólfstorg sem Ragnar segir hafa hlotið góðar móttökur. „Verslun- inni var mjög vel tekið og svo verð- ur bara spennandi að sjá í sumar hvernig ferðamenn kunna að meta þessa viðbót við miðborgar- flóruna.“ Nú styttist óðum í sjálft stór- afmælið sem ber upp á 6. mars. Hvernig er þér innanbrjósts á þessum tímamótum? „Mér finnst þetta hryllilega langur tími. Samt er eins og ævintýrið hafi bara byrjað í gær,“ segir Ragnar og brosir. Bætir við að fyrirtækið sé á mjög góðum stað. Reksturinn sé á blússandi siglingu um þess- ar mundir. Fátt verður hins vegar um svör þegar afmælisveisla berst í tal. „Á síðasta stórafmæli seld- um við valdar vörur á sama verði og fyrir tuttugu árum og gerðum okkur líka lítið fyrir og gáfum út vandað dagatal. Hvoru tveggja var afskaplega vel tekið af við- skiptavinunum. Dagskráin í ár er hins vegar enn í mótun. Þó get ég óhikað lofað spennandi viðburðum og að sjálfsögðu alls konar lúxus, ekki bara á sjálfan afmælisdaginn heldur út allan marsmánuð.“ Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmaður auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is og s. 512 5429. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Súkkulaði hefur verið ein eftirlætisfæða mannkyns síðan á dögum Maya og Az- teca, enda guðafæða sem erfitt er að standast. Í gegnum aldirnar hafa menn spreytt sig á að móta úr því fígúrur og listaverk og á hverju ári eru haldnar fjölmargar keppnir þar sem súkkulaðiskreytingamenn keppa í því að móta alls kyns kynjahluti úr súkkulaði. Hugmyndaauðginni virðast engin tak- mörk sett enda er afraksturinn oftar en ekki undraverður eins og mynd- irnar bera með sér. Hugmyndaauðgin á sér engin takmörk Súkkulaði er ekki bara syndsamlega gott það er líka eitt vinsælasta mótunarefni veraldar. Það er hægt að skapa nánast hvað sem hugurinn girnist úr bráðnu súkkulaði, allt sem þarf er auðugt hugmyndaflug. Súkkulaðihafmeyjan er einnig japönsk og gefur systur sinni í Kaupmannahöfn ekkert eftir.Súkkulaðikragi frá Rússlandi. Höfum bakað í ein þrjátíu ár Bæði hollt og gómsætt er á boðstólum í Mosfellsbakaríi þar sem áhersla er lögð á eigin framleiðslu. Úrvals brauð, konfekt, kaffi og ýmsar sérvörur, svo sem olíur, sultur og dressing eru þar á meðal. Bakaríið fagnar þrjátíu ára afmæli á árinu en það hefur átt samfelldri sigurgöngu að fagna frá upphafi. Ragnar Hafliðason er einn af stofnendum Mosfellsbakarís sem hefur notið vinsælda um áratugaskeið. MYND/ANTONMosfellsbakarí er þekkt fyrir úrvals kökur og tertur. Bakaríið leggur áherslu á eigin framleiðslu. Mér finnst þetta hryllilega langur tími. Samt er eins og ævintýrið hafi bara byrjað í gær. Súkkulaði- hugsuðurinn eftir ónefndan jap- anskan súkkulaðilista- mann er nákvæm eftirlíking af styttu Rodins. Bara miklu bragðbetri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.