Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 44
KYNNING − AUGLÝSINGHandverksbakarí LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 20124
Bolludagur er í nánd. Í til-efni hans er bráðsniðugt að krakkarnir baki brauð-
bollur svo eitthvað fari ofan í þau
annað en rjómi og glassúr. Brauð-
bollubangsar eru bæði sætir og
góðir á bragðið og gaman að búa
þá til. Þá má smyrja brauðbollur
með gúrku, osti og papriku í stað-
inn fyrir glassúr og rjóma.
Brauðbolludeig
2 ½ tsk. þurrger
1 dl heitt vatn
1 dl mjólk
(Hrært saman og látið bíða)
1 msk. matarolía
½ tsk. púðursykur
4-5 dl hveiti
¼ tsk. salt (má sleppa)
Allt hnoðað vel saman og látið hef-
ast í að minnsta kosti 30 mínútur.
Þá eru mótaðar bollur af öllum stærð-
um og gerðum úr deiginu og þeim
raðað skemmtilega saman á bök-
unarplötu.
Í bollubangsa þarf eina stóra bollu fyrir
maga, aðeins minni bollu fyrir haus, fjór-
ar minni bollur fyrir fætur og hendur og
svo litlar bollur fyrir eyru og nef.
Bangsarnir eru svo penslaðir með eggi
eða mjólk og bumban skreytt með
fræjum eða kornum.
Eins er skemmtilegt að búa til bollu-
blóm, bollukindur og bolluský, bollu-
snjókarl og bollutré. Bollubangsarnir eru
síðan bakaðir ljósbrúnir við 180°-200°
eða í um 10 mínútur.
Uppskrift að bolludeigi er fengin af
www.hugi.is.
Bangsar á bolludag
Börn eru liðtækir bakarar ef foreldrarnir mikla ekki fyrir sér hreingerninguna í
eldhúsinu á eftir. Brauðbollubangsar eru sætir og góðir og gaman að búa þá til.
Krakkar hafa gaman af að baka. Nýtið daginn fyrir Bolludag til að baka ilmandi Bollub-
angsa og harkið af ykkur tiltektina í eldhúsinu á eftir. NORDICPHOTOS/GETTY
Krúttlegir bollubangsar eru bragðgóðir.
Í staðinn fyrir rjóma og glassúr má líka
nota gúrku, papriku og ost.
VÍST ERU TERTUR HOLLAR
Lífið væri beinlínis litlausara
ef ekki væri fyrir litríkar tertur
og sykrað sætabrauð af og til.
Tertuáti þarf heldur ekki að
fylgja eintóm óhollusta því
kökur verða bara betri og feg-
urri skreyttar gljáðum ávöxtum,
auk þess að innihalda gnótt
C-vítamíns og annarra bætiefna.
Prófið bara að skreyta marsipan-
kökubotn með bláberjum, kívi,
mandarínum og jarðarberjum
ofan á frískandi vanillukremi og
sjá! Hollasta tertan á veisluborð-
inu verður sú vinsælasta meðal
veislugesta.
DÍSÆTAR MINNINGAR UM AFA OG SNÚÐA
Margir eiga hjartfólgnar bernskuminningar um dýrmætar samveru-
stundir með afa og ömmu yfir heimagerðu bakkelsi eða spariferðum í
bæinn þar sem komið var við í bakaríi til að gæða sér á tertusneið, snúð
eða góðgæti að vali barnsins. Það jafnast enda fátt á við kompaní ömmu
og afa sem jafnan láta eftir sér dálítið dekur við barnabörnin og um að
gera að safna dísætum minningum um freistingar og fallegan félagskap
þeirra í bakaríum landsins.